Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Blaðsíða 64

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Blaðsíða 64
f>4 Ólafur Gíslason girt] að sunnan og til suðvesturs, og eins voru girðingar frá suðaustri til norðvesturs og svo frá norðvestri til norðausturs, en frá norðaustri til suðausturs voru engar girðingar. Túnið var allþýft sumstaðar og jarðvegur sum- staðar leirkendur og ófrjór, sem Gottrúp sáh lögmaður gat ekki komið við að bæta áður en hann ljetst, sem þó virðist gjörlegt, ef hygginn og bráðvirkur eigandi býr á jörðinni. En mestur hluti túnsins var sljett, og grasgefið í góðum árum. Sá mikli búmaður Láritz Gottrúp hjelt fjölda vinnufólks og hafði mikinn búpening á tveimur klausturjörðum til ljettis fyrir staðinn, svo að staðartúnið fekk á hverju ári ríkulegan áburð. Jeg man eftir því, eitt árið sem jeg var þar, 1735 ef mig minnir rjett, að þá fengust af túninu 5 stór hundruð hestar og tuttugu af bestu töðu, það er alls 620 hestar, á hverjum hesti tvær sátur, sín hvoru megin, en hver sáta á 6 til 7 eða stund- um fleiri lýsipund. 30 hestar er reiknað að sje nóg handa mjólkurkú um vetur, ef hún er snemmbær, en sje hún síðbær, þá má gefa henni helming af góðri töðu, en helming af útheyi. Auk túnsins átti klaustrið tvær smá- eyjar og eina stóra í Húnavatni, sem liggur nálægt klaustrinu að austan, fram að sjó norðan til, en vestan við það er stórt saltvatn, er kallast Vesturhóp, og er þaðan mjó afrás í sjó út, fer þar oft upp mergð af laxi, sem gengur upp í næstu á, Víðidalsá. Silungar eru og veiddir í Húnavatni sumar og vetur; á vetrum eru stundum höggnar vakir í ísinn, og dorgað með önglum, og eru maðkar eða silungaaugu notuð að agni. Gottrúp lögmaður ljet reisa kirkjuna frá grunni. Frið- rik konungur fjórði, lofsællar minningar, gaf timbrið í hana, en lögmaður hjelt á sinn kostnað timburmann og snikkara, annan danskan, hinn íslenskan, sem hafði lært í Kaupmannahöfn. Ef jeg man rjett, voru 10 stoðir hvoru megin til að halda uppi byggingunni, hver um sig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn
https://timarit.is/publication/249

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.