Dagur - 03.07.1999, Síða 8

Dagur - 03.07.1999, Síða 8
LÍFIÐ í LANDINU L 24 - LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 „Því má segja að friðurinn og stöð- ugleikinn spretti fram úr höndum kaupmanna. Það að fólk hafi hag af að skipta hvert við annað varðveitir friðinn hetur en allt þetta orðagjálfur menntamanna um „peace on earth". Guðmundur Ólafsson hagfræðingur hefur ákveðnar skoðanir á pólitík og efnahagsmálum og er óragur við að láta þær í Ijós. - Af hverju sagðir þú t kosninga- baráttunni að heilt framboð, það er framboð Samfylkingar, væri samsafn af vitleysingum? „I fyrsta lagi sagði ég aldrei að framboðið væri samsafn af vitleysingum og í öðru Iagi sagði ég ekki að allir sem þar eru væru vitleysingar. Eg sagði hins vegar að fullyrðingar um verðbólgu tímasprengju væru svipaðar og ef ég segði að það væri tímasprengja að safna öllu vitlausasta fólki í efnahagsmál- um saman á einn lista. Það var mín fullyrðing og ég stend við hana.“ - En hvers vegna meturðu framboð Samfylkingar með þessum hætti? „Fyrir um það bil fjórtán árum hugsaði ég á sömu nót- um og þetta fólk. Eg var menntamaður sem hafði engan skilning á efnahagsmálum. Menntamenn umgangast gjarn- an pólitískar skoðanir eins og fatnað, grípa næstu skoðun sem þykir fín og reika um með hana sér til skrauts. Þeir skipt- ast svo nokkuð tilviljanakennd- ir milli flokka eftir því hvaða skoðanir þeir hafa til skrauts í það og það skiptið. Þetta fólk hefur fingur sinn til stjarnanna til þess eins að horft sé á fing- urinn. Svona fólk er alltaf til og við köllum það í daglegu tali tækifærissinna, eða eins og hinn sæli Guðmundur J. Guð- mundsson gerði „gáfumannafé- lagið“. Venjulega skiptir svona fólk ekki miklu máli en í sum- um samfélögum getur það orð- ið hættulegt. Við búum í nýfijálsu nýlendu- ríki og menntamenn í slíkum ríkjum eru tortryggnir út í at- vinnustarfsemi og þá þætti sam- félagsins sem áður voru í hönd- um nýlenduherranna, eins og til dæmis viðskipti. Til að bug á þessari tortryggni er ekki um annað að ræða en að mennta sig og kynna sér gang- verk þjóðfélags- ins. Það er eitt af því sem mennta- mönnum í ný- frjálsum ný- lenduríkjum, eins og Islandi ,gengur illa og seint. Hér á landi er fræðsla í hagfræði og lög- fræði lítil í skól- um, þar er engin kennsla um rétt- arreglur samfé- iagsins eða efnahagslíf. Menn komast í gegnum stúdentspróf án þess að kunna að gera grein- armun á tekjum og hagnaði. Eg hef spurt gáfuðustu og merk- ustu vísindamenn sem við eig- vinna menntamenn „Það vantar eitt hjólið undir þessa samein- ingu vinstri manna. Og það er hið mikilvæga hjól Framsóknarflokks- ins. í vinstri stjórnum hafa framsóknarmenn ætíð verið hið jarð- bundna hjól sem tengdi pólitískt glamur gáfu- mannaliðsins við jörð- ina.“ um hver sé munurinn á tekjum og hagnaði án þess að fá skýr svör. Munurinn á tekjum og hagnaði er kostnaðurinn en vilja ekki horfa á kostnað og skilja hann illa vegna þess að kostnað- ur er eitt af því sem er óþægi- legt við draum- órana. Því kjósa þeir að horfast ekki í augu við þann kostnað sem er því sam- fara að hrinda ákveðnum göf- ugum draumum í framkvæmd. Þeir horfa ein- ungis á einstaka þætti, svo sem hugbúnaðar- gerð, mengun eða ferðaþjón- ustu en gleyma því að iðnaðar- samfélagið er nauðsynleg for- senda fyrir efnhagsframförum. Eíns og ég sagði áðan þá hugsaði ég um tíma eins og þetta fólk. Og af því ég var svo ofboðslega vitlaus gerði ég mér enga hugmynd um mikilvægi viðskipta. Eins og þú veist Kol- brún, þegar maður les Kiljan, þá sér maður að rauður þráður í verkum hans er tortryggni gagnvart öllum sem stunda at- vinnustarfsemi og þó einkum og sér í lagi verslun. Hann seg- ir á einum stað að viðskipti séu að kaupa ódýrt og selja dýrt. I því liggur sá skilningur að kaupmaðurinn sé þjófur, hann nýti sér erfiða aðstöðu kaup- andans og svíni á honum. Þessi skilningur er í besta falli barnalegur en ef hann verður útbreiddur er hann þjóðarböl. Viðskipti skapa arð, ekki síður en starfsemi sjómannsins og smiðsins og það er líklega eng- in atvinnustarfsemi sem hefur skilað vestrænum þjóðum jafn miklum arði á 20. öld og einmitt viðskipti. Því má segja að friðurinn og stöðugleikinn spretti fram úr höndum kaup- manna. Það að fólk hafi hag af að skipta hvert við annað varð- veitir friðinn betur en allt þetta orðagjálfur menntamanna um „peáce on earth“.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.