Dagur - 03.07.1999, Qupperneq 16

Dagur - 03.07.1999, Qupperneq 16
T 32 - LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 Fluguveiðar að sumri (124) Með allt á hreinu „Komið þið sælir Stuð- menn,“ sagði ég í veit- ingaskálanum Brú í Hrútafirði þegar ég snar- aðist mjög svo ólekker inn í glerskálann með kaffifant og lagköku. Mjög svo ólekker. Það er einmitt það sem maður er þegar maður hefur vaknað klukkan sex, komið sér út í á til að kasta í grenjandi rign- ingu og slagviðri með köflum fram eftir morgni, sem síðan verður blíður dagur með hita og sól undir lok. Og fiskleysi. Kvöldið áður hafði verið svipað. Þið vitið hvernig hárið verður: þegar hatturinn, jafnvel hatturinn, er svo niðurrigndur að úr sér sprottinn hárlubbinn blotnar í gegp. Nær svo að þorna til hálfs áður en maður fer að svitna verulega undan sól sem brýst fram. Andlitið verður rauð- flekkótt og þegar maður tekur niður veiðigleraugun eftir svona 12 tíma törn með litlum nætursvefni er hvítur hringur kringum augun undir þrútnum lokum. Veiðar eru ekkert bjútí tips. Svo fer mað- ur úr gallanum, breiðir blautar vöðlur á sætisbakið, vestið Iiggur yfir sveittum ull- arsokkum og síðar nærbuxur eru þarna einhvers staðar. Gufurnar í bílnum verða þéttar og heitar: maður keyrir af stað úr Aðaldalnum og er kominn í Brú þegar maður er að hrynja niður úr syfju og ákveður að fá sér kaffi og lagköku. Allt annað en goðum líkur settist ég á næsta borð við Stuðmenn og gat samt ekki gert að því að glotta út í annað. Hyjlíkt augna- blik: Stuðmenn að endæ'við að borða franskar, sósu og salat!' Með allt á hréinu Stuðmenn v/Jru á leið á Hofsós, ég spurði þá hvernig gengi með umhverfisátakið og þeir brostu, EgiII lék með tilþrifum hvernig/ maður grípur tóma kókdós á Iofti. Græni herinn yrði í aksjón í kvöld. Ég hélt ég yrði í mikilli aksjón kvöldið áður. Var að koma úr langri vinnutörn þegar hlýr andvari og milt norðlenskt dalaloft snnfærði mig um að best væri að Stuðmenn hafa allt á hreinu, ég ekkert. ná sér í veiðileyfi þar sem það væri næst að fá, sem tókst. Fullur bjartsýni keypti ég klaka til að hafa í kæliboxinu fyrir afl- ann. Sem lét á sér standa. Fram eftir kvöldi kom hvorki haus né sporður upp, straumflugur og púpur fengu að kemba strenginn sem átti að iða af lífi - án ár- angurs. A svona stundum gerist maður þreyttur. Löng og ströng vinnuvika hleyp- ur í bakið; svefnleysi undanfarinna nátta minnir á sig; maður spáir alvarlega í að fara nú að hvíla sig rækilega. Þarna stóð ég neðst í Iöngum streng sem ég hafði lamið í spað með öllum þeim vönduðu aðferðum sem maður kann - og var orð- inn þreyttur. Þá kom það. Augnablikið. Eitt augnablik Þetta var augnablik af því tagi sem gerir heilt kvöld að ævintýri. Svona augnablik sem þurrkar burt þreytu og bakverk og syfju skjótar en hönd er veifað. Þarna stóð ég og furðaði mig nokkuð á því að bjartar vonir höfðu ekki ræst síðustu fjór- ar klukkustundirnar. Minnist orða sam- starfsfélaga, sem sagði háðslega þegar ég sagðist vera að fara að veiða: „Ef það er kallað laxasvæði er enginn lax, ef það heitir silungasvæði er enginn silungur." Var með stöngina í handarkrikanum, flugutauminn milli fingra og var að velta því mjög alvarlega fyrir mér hvað í veröld- inni ég ætti að taka mér fyrir hendur næst. Til að særa upp fisk. Þá kom hann. Það hefði verið svo auðvelt að missa af þessu. Eiginlega var þetta einn á móti mörgum milljónum möguleika. Ég hefði átt að vera lagstur utan í þúfu með lukt augu; ég hefði átt að vera að rýna ofan í flugnaboxið; kannski hefði ég átt að skima upp með ánni, eða niður eftir; eða bara bora í nefið. En þarna stóð ég og horfði á nákvæmlega rétta punktinn í ánni breiðu, beint út frá mér, 10-15 metra í burtu: upp á litlum spegli fyrir framan stóra flúð kom stór haus; svo kom —n ÍKAf? v— ~ MEfL\\ lr ■ ; ÓT-t ÉK " S/VAPAf “ TRÉ ' P P'lLfi xjEsaS V ' \ &L1 SrCU'U' J w™ ÉJAR- lÆúm KLVKA : w r KtlúuK L'lK Œ{ 1 1 • íiK&zm .• . . ; /xi/xixxx/x;; V f • ." • . \\ ÍÍÉIÍ SiííSSS i ll||: 'lL'fiT KtKU j/öffOA w- 'ATT Ft«kL- INutA w U/t _ UMk'OT L0FOKB 1 1 > kJ MiiS mWM f 3 HLfiUPI FRun- EiRÖ 5 TÆKVR SPIL k VE5DL HYSKifW Mbm F£LAG löXKA SKÓ&- UR MW ANuM LLfÚ BRHlCi H- m CrfiLll 'ALFfii fíOfifi w uriCH'l W plli LÉ/fil HMCS RVK SK'öU GELTI 0 ÝPl FlóKt- IR L0KUÉ- UST SKöfil ' Wnr LÆftol m&s ~~5} MiriN- fiST MUtÖ- UR IfJk u- AÆR/W SJúK- 0'pMuA HíiOuk b jajl RLfóF /6 UKÉUÁ N'lSK Mfidris- NfiíN DYSJA S£KT BOLTl HLVJA I vaKiA HLÚF- DFN ORKu k ' WjMm. UFy- DREm éíÁur LUFQ ufiPHkF KO/VU: lŒFlL HtlMC- HLUT1 TR't M'ÓNO- U LL 9M .5 L’A w J NG 'il'at NuDP miR LívFi om 'DDflfiOl CiRÓM] éi\m 2 SK0TT LA&6 2 bHFJ-HI) l|R MYrMl f’ell SfiMT II iKvm- tlA. TÖLDU Vf-Rfi' uR STRfiX II tiaau« UTAfV GttáfilH (P SMDS bakuggi og Iangur hryggur í sveig upp úr vatninu, og svo efsti broddurinn á sporð- blöðkunni. Þarna hékk hann nógu lengi til að ég tryði mínum eigin augum, lét sig svo síga virðulega niður aftur uns ekkert stóð uppúr nema sporðurinn allur, hvílík blaðka, sem veifaði Ietilega. Ég þurfti ekki einu sinni að hreyfa mig úr sporunum til að kasta á hann. Amfetamín náttúrunnar Þetta var eins og stór skammtur af örvandi lyfi sem læknar vara alvarlega við. Hann fékk að sjá straumflugur, Þing- eying númer 2, Black Ghost og Muddler minnow. Ég spáði í hvað hann myndi þá vilja sjá: sendi honum svarta frances með gylltum krók þegar ég hafði prófað Collie dog. Green Highlander fór út. General Practicioner. Ég reyndi að leggja þessar flugur með mismunandi hætti fyrir hann. Fór uppeftir og óð út til að þær næðu að fara hægt yfir staðinn sem hann kom upp á. Kastaði svo mjög þvert svo þær næðu að sökkva rækilega niður til hans og kæmu beint að honum með straumi. Endaði svo á því að kasta Iaxaþurrflugu fyrir ofan spegilinn og láta hana reka yfir. Rölti niður í bíl og náði í Collie dog túbu sem ég lét hanga inni á speglinum eins og framast var unnt. Spáði í hvernig snillingar myndu hafa farið að. Var engu nær. Með ekkert á hreinu Þegar ég ók frá Brú með Iaxlaust skottið hugsaði ég um þetta litla andartak sem hafði gjörbreytt stemmningunni kvöldið áður, rétt eins og það hafði verið fyndið að sjá sjálfa konunga gleðinnar sitja og lifa eigið lag og texta yfir frönskum, sósu og salati. Hugsaði um hvað ég hefði átt að gera þegar ég grúfði mig yfir flugna- boxið eins og Þórður Árnason gítarleikari yfir vélarhúsi Citroen bíl Stuðmanna á planinu við Brú. Hvernig ég hefði átt að kasta. Hvað ég hefði átt að gera þessa tvo tíma sem ég sýndi laxinum stóra alla mína bestu - en gagnslausu takta. Olíkt Stuðmönnum hafði ég ekkert á hreinu. En samt var þetta stuð. Helgarkrossgáta 143 í krossgátunni er gerður greinarmunur á grönnum og breiðum sérhljóðum. Lausn- arorð sendist til Dags (Helg- arkrossgáta nr. 143), Strandgötu 31, 600 Akur- eyri eða með símbréfi í númer 460-6171. Lausnarorð 141 var „sól- stöður". Vinningshafi er Svava Karlsdóttir, Grænu- mörk 10 B1 í Hveragerði og fær hún senda bókina Utkall rauður, sorg og sigrar í starfi björgunarsveita, eftir Björg- vin Richardsson. Verðlaun: Hvar endar veruleik- inn? Dulrænar frásagnir, eftir Jóhönnu Á. Steingrímsdótt- ur. Skjaldborg gefur ÚL

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.