Dagur - 03.07.1999, Side 19

Dagur - 03.07.1999, Side 19
LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1999 - 35 —,-nr __ / miðjum hátíðarhöldunum birtust allt í einu tveir athyglisverðir borðar á efri brún Almannagjár og þjóðin leit upp. Á þjóðhátíð á Þing- völlum árið 1974 mótmæltu nokkrír einstaklingar veru íslands í NATO með eftirminnilegum hætti og var deilt um réttmætti hand- tökunnar. Handtökur lögreglunnar á herstöðvarand- stæðingum á 17. júní síðastliðnum hafa vakið milda athygli, en þá voru þrír ein- staklingar á Austurvelli handteknir fyrir að hafa borða þar sem mótmælt var aðild Is- Iands að Nató og veru bandaríska hersins á Islandi. Þessir einstaklingar eru nú að íhuga málsókn gegn lögreglunni vegna þessa. Fyrir tveimur árum voru nokkrir ein- staklingar handteknir fyrir að mótmæla veru hersins hér á landi á meðan bein út- sending á bandaríska þættinum Good Moming America stóð yfir á Austurvelli og þurftu þeir að dvelja í fangageymslum í þijár og hálfa klukkustund. En um síðustu áramót komst héraðsdómur Reykjavíkur að þeirri niðurstöðu að sú handtaka hefði ver- ið ólögmæt og dæmdi einstaklingunum bætur. Dómarinn taldi m.a. að mótmælin væru hluti af stjómarskrárvörðum rétti ein- staklinganna og ekki hafi verið sýnt fram á að athafnir einstaklinganna hefðu verið til þess fallnar að valda hættu á óspektum. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar þar sem það er nú til meðferðar. Það má með réttu segja að þessi atvik svipi til máls sem átti sér stað fyrir 25 ámm. Sumarið 1974 var íslenska þjóðin að fagna 1100 ára byggð í landinu kalda. Fjöldi Islendinga var á þjóð- hátíð á Þingvöllum og allir vom í hátíðar- skapi en í miðjum hátíðarhöldunum birtust allt í einu tveir athyglisverðir borðar á efri brún Almannagjár og þjóðin leit upp. ísland úr NATO undir þjóðsöng Bandaríkjanna Á öannan borðan var letrað „Island úr NATO“ og á hinum borðanum stóð „Her- inn burt“. Á sama tíma vom nokkur ung- menni að dreifa áróðursbréfum meðal há- tíðargesta. Lögreglan dreif sig upp á Al- mannagjá og tók niður borðana og handtók þá sem stóðu fyrir þessari uppákomu. Lög- reglan handtók einnig þá einstaklinga sem höfðu staðið fyrir dreifingu miðanna. Seinna þennan sama dag birtist á barmi Peningagjár gulur borði sem á stóð „ísland úr NATO“ á sama tíma og bandaríski þjóð- söngurinn var leikinn en að honum lokn- um átti fulltrúi Bandaríkjanna að flytja ávarp. Eru þrír dómar Það kom í ljós að Fylkingin, baráttusamtök sósíalista, hafði staðið fyrir þessum uppá- komum. Við Almannagjá voru níu einstald- ingar handteknir en við Peningagjá vom þrír aðiiar handteknir. Við dreifinguna á miðunum voru átta aðilar handteknir en einum aðila var strax sleppt á Þingvöllum. Lögreglan flutti alls nítján einstaklinga til Reykjavíkur til frekari yfirheyrslu. Um er að ræða þijá dóma sem vörðuðu handtök- urnar og flutninginn til Reykjavíkur. Ein- staklingarnir voru Einar Ólafsson, sem hafði tekið þátt í uppstillingu borðanna á Almannagjá, Sveinn Allan Morthens, sem hafði dreift áróðursmiðunum og Bima Þórðardóttir, sem hafði tekið þátt í upp- stillingu borðans á Peningagjá. Guðsbörnin ekki handtekin Lögreglan taldi að ekkert ætti að fara fram á þjóðhátíðinni nema það sem væri á dag- skrá þjóðhátíðamefndar, sem þessi uppá- tæki voru augljóslega ekki. Auk þess taldi lögreglan að háttsemi einstaklinganna hafi skapað hættu og mögulega ólgu meðal há- tíðargesta þar sem á þessum tíma hafi varla verið til eldfimara deiluefni meðal þjóðar- innar en þátttaka Islands í NATO og vera hersins hér á landi. Hinir handteknu bentu m.a. á að það væri skoðanafrelsi í Iandinu og að þau hafi ekkert ólöglegt gert þennan umræddan dag. Einnig var bent á að á þessari sömu þjóðhátíð hafði trúarsöfnuð- urinn Guðsböm dreift dreifiblöðum en lög- reglan hafði haft einhver afskipti af þeim en ekki handtekið neitt af Guðsbörnunum. Flutningur til Reykjavíkur ólögmætur I rökstuðningi Hæstiréttar segir að borð- arnir og miðarnir hafi verið til þess fallnir að vekja ólgu og óróa meðal þess mikla mannljölda sem var á Þingvöllum þennan dag og leiða til röskunar á allsheijarreglu. Rétturinn komst því að þeirri niðurstöðu að lögreglunni hafi verið rétt að hlutast til um að umræddir borðar væru teknir niður og dreifingu miðanna yrði hætt og því mátt handtaka einstaklingana sem að þessu stóðu og færa þá til frumskýrslutöku. Hins vegar fannst Hæstarétti að lögreglan hafi gengið of langt með að flytja einstakling- ana frá Þingvöllum og til Reykjavíkur og halda þeim í nokkra klukkutíma. Rétt á bótum Héraðsdómurinn notaði svipaðan rök- stuðning og Hæstiréttur en benti einnig á að þessi uppátæki hafi raskað stjómar- skrárvarið fríðhelgi Alþingis, en hátíðar- fundur Alþingis hafði verið á Þingvöllum þennan sama dag. Að mati héraðsdómsins hafði sömuleiðis ekki annað komið fram en að umræddir einstaklingar hafi hegðað sér vel í alla staði á meðan þeir voru í umsjón lögreglunnar. Hæstiréttur staðfesti héraðs- dóminn varðandi bætur til einstakling- anna. Fengu Einar og Sveinn Allan 24.000 krónur hvor í bætur og Bima fékk 15.000 krónur í bætur. Við ákvörðun fjárhæð bóta Bimu var m.a. Iitið til þess að hún leitaðist undan að skýra frá undirbúningi áróðurs- aðgerðanna. Allir einstaklingamir fengu málskostnaðinn í héraði greiddan. Máls- kostnaðurinn við Hæstarétt féll niður. Magnús Þ. Torfason, hæstaréttardómari, skilaði sératkvæði þar sem hann áleit ekki bara flutninginn til Reykjavíkur ólögmætan heldur einnig sjálfa handtökuna og vildi hann dæma aðilunum bætur upp á 50.000 krónur. Ekki minnst á tjáningarfrelsið I umræddum dómum er augljóst að Hæsti- réttur telur að Iögreglan hafi brotið svo kallaða meðalhófsreglu. Á þessum tíma var meðalhófsregla ekki lögfest regla eins og hún er núna en hins vegar var enginn vafi á því að hún var óskráð meginregla sem hægt var að byggja á. Meðalhófsreglan mælir um að stjómvald megi aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar Iögmæltu mark- miði, sem að er stefrít, verður ekki náð með öðrum hætti og vægara móti. Einnig skal gæta þess að ekki sé farið strangar í sakimar en nauðsyn ber til. Það er eftir- tektarvert að hvorki Hæstiréttur né héraðs- dómur minnist á tjáningarfrelsið í niður- stöðum sínum enda er litið svo á að þessar athafnir einstaklinganna hafi leyft hand- töku þeirra þó flutningurinn til Reykjavíkur og lengd varðhaldisins hafi verið álitið ólögmætt. Hornflrðingurinn Þóra Þorgilsdóttir, nemandi í 10. bekk, ertöluglögg með afbrigðum. Hvaða einstaka árangri náði hún í prófunum í vor? Hart hefur verið deilt um skóla einn á höfuðborgarsvæðinu. Skólastjórnend- um þessa skóla var fyrst vikiö úr starfi og svo var lýst yfir trausti við þá. Hvaða skóli er þetta og i hvaöa sveit- arfélagi er hann? Á síðasta degi sumarþings var kjörið í nefndir og ráð. Hvurjir sitja nú sem að- almenn í stjórn Kísiliðjunnar hf. við Mývatn? Þingeyingurinn, Jón Ingi Guðmunds- son, stóð sig vel á Húsavík um daginn þegar sterkir menn komu þar saman til að keppa. Hvaða heitir mótið sem mennirnir kepptu á? Mikið gekk á í höfuðstöðvum Lands- símans fyrir siðustu helgi þegar geng- ið var frá mannaskiptum í fyrirtækinu. Hvaða breytingar voru þetta? LAND OG ÞJÖD 1. Árið 1986 tók einkarekin sjónvarps- stöð í fyrsta skipti til starfa á íslandi. Hvaða sjónvarpsstöð er þetta? 2. Hvar er Válastígur og af hverju dregur hann nafn sitt? 3. Viðurnefnið hundadagakonungur var gefið dönskum manni sem tók sér æðstu völd á íslandi, hundadagana 13. júlí til 23. ágúst 1809. Hvað hét þessi maður? 4. íslenzku bókmenntaverðlaunin voru veitt í fýrsta sinn 25. janúar 1990. Hver hlaut þau og fyrir hvaða bók? 5. Ölfusá var brúuð við bæinn Selfoss sumarið 1891 og tók þar að myndast fyrsta kauptún á íslandi sem ekki var við sjó. Hvað heita eyjarnar f Úlfusá? 6. Hvernig myndaðist Tjörnin í Reykja- vík? 7. Lögreglumenn afsöluðu sér árið 1986 rétti einum sem flestar stéttir skiptir miklu að hafa. Hvaða réttur er þetta? 8. Hvað voru bárufélög og fyrir hverju börðust þau? 9. Kaupstaðurinn er yst á Þórsnesi á norðurströnd Snæfellsness fyrir mynni Hvammsfjarðar. Hvaða kaupstaður er þetta? 10. ísland er vindasamt land. Hvað ber einkum að varast þegar verið er að rækta upp skjólbelti? ■«?() Bðonjæg 9s Q!J|9q|pfi|s py '01 'Jnai|oq -s|>|>|Ais Ja uuunpeisdnex '6 jujgsjjeisjeuniugd n>|ej 6o ipujpuiq juAj e69||epe jps nqraq 6o !uun|6ajeje|dui9ipo6 jqjg p6o|nd!>|s njoA neq '0061 u!louiep|e juAj 6g|9jeuueuio[s njOA 6g|gjnjeg '8 'J!ue>|>|æqeune| juáj jn md!>|S uu9uin|69j6g| UJ9S ‘jnuaJS||Bj>)jaA ja ejjgq / jjAuisuiba i Jnpns 6o jnpjgAB|g>|s 6o jo>|epueq pw nj0 jepuuaq ujss 'epæq e[66aAi !||;uj jn66;| ujuigfT 'sraj uuuæqp!i/\| uias jecj uu!qiue>|je|euj p|A ueum uo| uias !jeqddn i isipBpuÁiu unp| -g -jeMaeiæpjeeneq eiiaq Jæq 'S ',,un6jouj uep|9q j|j^“ eu|>|oqepp[| juAj pieqs uossuipo jnpjgn uejgjs ine|q u|une|pj9A y 'U9su96jgr ug6jpr ipq uubh ■£ -eqoq juÁs 'b|Ba epg sjnpieg ipujgq uj9s ‘suipp |uÁs 'e|PA IB uueq jn6gjp ms uje|q '>|jAef>|Aay i nigönMgjj 6o nio6nuupN !|||uj jb jn6jise|eA z z pgis Jea peq i jnpeuuojjeujpfis ujgs tunuoq je p|A >joi uossieg ijupuj 6o ugfisjoj jAu pjba uossuijejoq a uuuejgq •jmjeqraiepueipH nuiujeu jpun jn6ug6 pqpiAi uofisepuiæAiiujejj uosspe» jeprajn 6o jnpeui6g| uossupr llljauH Jn6Apg 'j]u>|æ|uuei uossiiqpeugg uphnöis Jjgcj njg peq isgujeujefips e !|o>|sesnqjejA|A| J9 ensq e|o>|ssp|equiej) i uin6uoje jniuraAi jn jewq 6o nuqojd epuiæjuies p euie ‘ipæjjpjæis) jnjj jp[jc| »»pj ejpq :yoAS

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.