Dagur - 03.07.1999, Síða 11

Dagur - 03.07.1999, Síða 11
 LAUGARDAGUR 26. júní 1999 - 27 MATARGATJÐ Uppskriftir Notkun mjöls í grauta og brauð er gerð góð skil og fær dágott pláss í bókinni „Matkultur i Norden - en kokbok“. Þama má finna grauta á borð við danskan vatnsgraut með eplum, norskan og sænskan hafragraut svo eitt- hvað sé nefnt. Svartbrauð frá Alandseyjum og danskt rúg- brauð eru á meðal þeirra brauða sem leiðbeint er um. Danska smurbrauðið fær líka sitt pláss og eru gefin dæmi um álegg sem fara vel saman á slfku brauði enda eru möguleikarnir fjölbreyttir í þeim efnum. Einnig er farið yfir notkun berja og ávaxta til ýmiss kon- ar matargerðar og svo auðvit- að kjöt, fiskur, grænmeti og kökur. íslenskt hverabrauð 2 kg rúgmjöl 1 tsk. salt 1 ltr mysu eða vatn Blandið mjölinu og saltinu í stóran pott. Setjið mysuna eða vatnið smátt og smátt samanvið og hnoðið deigið þar til það er jafnt og þétt. Setjið smávegis af feiti á hendurnaf og formið brauðið eftir því íláti sem það á að bakast í. Best er að nota doll- ur með góðu loki. Smyrjið formið að innan og leggið deigið í en fyllið ekki boxið, þannig að eftir verði pláss svo brauðið geti hefast. Leggið votan kút yfir ílátið og látið standa í sólarhring. Þegar komið er að bakstri smyijið þá lokið að innan og setjið á ílátið. Setjið ílátið í heitan hver, hraun eða sand þar sem hiti er í jörðu. Bök- unartími fer auðvitað eftir því hve mikill hiti er þar sem brauðið er bakað og hve dökkt brauðið á að verða. Getur verið allt frá sex tím- um upp í sólarhring. Færeyskar „Drýlnr“ 500 gr rúgmjöl 500 gr hveiti 6 dl vatn 4 tsk. natron 1/2 tsk. sykur 1/4 tsk. salt Blandið saman vatni, mjöli, sykri, salti og natroni og hnoðið vandlega. Formið deigið í tvö brauð. Brúnið deigið vel í grillofni eða á pönnu. Látið síðan í 200 gráðu heitan ofn og bakið í um það bil 45 mínútur. Not- ist á sama máta og rúgbrauð. Guðrún M. Jónsdótt- ir er formaður Hús- stjórnarkennarafélags Islands. „Það eru orð- in fimm ár síðan farið var að ræða um að gefa út sameiginlega matreiðslubók á veg- um félagsins,“ segir Guðrún. „Þetta hefur eiginlega allt verið unnið í sjálfboðavinnu. Gunnel Bergensjö- Hjelm, fullorðin kona sem hefur verið í ára- tugi hússtjórnarkennari og alveg upp í háskóla, tók að sér að vera rit- stjóri. Hún fékk með sér aðrar frá öllum Norður- löndunum í ritnefnd og þær hafa safnað saman uppskriftum í þessa bók.“ Steinunn Ingimundar- dóttir fyrrverandi skólastjóri Hússtjórnarskólans á Varma- landi safnaði efni í íslenska hluta bókarinnar. - Hvert var markmiðið með bókinni? „Meiningin var að það kæmi eitthvað samnorrænt frá þessari nefnd og að við gætum tekið á léttan hátt fram séreinkenni hverrar þjóðar. Það á að vera hægt að nota bókina í kennslu og eins er hún góð fyrir þá sem hafa áhuga fyrir að fylgjast með matarvenjum og siðum á hinum Norðurlöndunum." Bókin er með menningarlegu ífvafí, sögulegum samanburði á matarmenningu Norðurland- anna, skoðað hvað er líkt og hvað ólíkt í mat, matarsiðum og venjum. Einkennandi þjóðar- réttum eru gerð skil en einnig er þar að fínna fjölda gamalla svo og nýstárlegra og vinsælla upp- skrifta frá hveiju Norðurland- anna. Meginmál bókarinnar er á sænsku, dönsku og norsku en hefðbundnu hússtjórnar- eða húsmæðraskólar eru fáir eftir. „Það eru tveir eftir en þeir starfa í öðru formi en áður. Hús- stjórnarskóli Reykjavíkur er starfandi og þar eru bæði stúlk- ur og piltar. Bandalag kvenna í Reykjavík hefur tekið við rekstri skólans. Þar eru 22-24 nem- endur á hverri önn og þeir fá einingar eins og þeir væru í fjölbrautaskóla. Það er fullgilt nám til eininga. Eins er það á Hallormsstað en það eru bara þessir tveir skólar. Til skamms tíma var boðið upp á hús- stjórnarnám í Fjölbrautaskói- anum í Breiðholti en nú er búið að flytja það yfir í Menntaskólann í Kópavogi og því miður búið að fella þetta nám út úr kjarna í FB. Ég hef grun um að þar sé tæknin að ryðja sér til rúms á kostnað þess sem okkur finnst vera grunnur- inn í tilverunni. Það verða ailir að borða en fólk borðar ekki tölvur." Fieiri skólar bjóða heimilis- fræði eða hússtjórn sem val en Guðrún segist vilja sjá það víðar. Hún segir þörfina fyrir hús- stjórnarnám ekki hafa minnkað þótt segja megi að eðli þess og þarfirnar hafi breyst. „Menntunin hefur líka breyst frá því að Helga Sigurðardóttir og aðrar kjarnakonur stofnuðu skóla á sínum tíma, Hússtjórn- arkennaraskólann. Þá var það þriggja ára skóli sem tók allt árið. I dag höfum við kennara- háskólann þar sem heimilsfræði eða hússtjóm er val og það eru þrjátíu einingar af níutíu sem kennarinn er með. Verklegi þátt- urinn hlýtur þá að ýtast svolítið til hliðar þannig að þær sem út- skrifast í dag hafa ekki þessa víðu menntun í akkúrat þessu fagi.“ Guðrún bendir á að í aðal- len - en kokbok, heitir bókin eða atarmenningínorðrLmatreiðslubok. efni uppskrifta á máli viðkomandi þjóðar auk sænsku, norsku eða dönsku. Það gefur bókinni skemmtilegt yfírbragð auk þess sem hún er skreytt fíölda fal- legra mynda. „Það er mjög gaman að bera saman uppskriftirnar," segir Guðrún. „Til dæmis eru fær- eyskar og íslenskar uppskriftir mjög líkar. I upphafsköflunum eru teknar • saman sögulegar breytingar.“ - Hefur þróunin orðið svipuð milli allra Norðurlandanna? „Já, hún er nokkuð svipuð. Hún færist meira út í það hvað er fljótlegt, hvað er létt að gera og hvað er hálftilbúið eða tilbú- ið. Það fínnst okkur vera svolítið vandamál vegna þess að okkur fínnst að við þurfum að byija á byijunarreit þegar við erum að laga mat. Það er bara tíminn sem vantar hjá fólki í dag.“ Þörfín ekki minni Umhverfi hússtjórnarkennslu hefur breyst mikið og hinir Hússtjómarkennarar aföllum Norðurlönd- unum komu saman til námskeiðs og aðalfundarNorrænnar nefndarum hússtjóm- arfræðslu um liðna helgi. Meðal annars varhaldið upp á 90 ára afmæli nefnd- arinnarmeð útgáju samnorrænnar mat- reiðslubókarmeð menningarlegu ívafi. Guðrún M. Jónsdóttir, formaður Hússtjórnarkennarafélags íslands: „Það er mjög gaman að bera saman uppskriftirnar. Til dæmis eru færeyskar og íslenskar uppskriftir mjög líkar.“ mynd: billi námsskrá grunnskóla standi að börn eigi að fá eina stund í heimilisfræði allan veturinn - sem yfirleitt þýði þá tvær stundir hálfan vetur- inn. „Þegar þau eru komin í 5.-8. bekk eiga þau að fá tvær stundir allan veturinn eða fjórar stundir hálfan veturinn en það er ekki pláss fyrir það í stundaskrá." - Er hægt að segja að heimilisfræðikennsla sé mikilvæg sem liður í jafnréttis- bardttunni? „Ég er alveg sammála því vegna þess að það sýnir sig að það eru ekki sfður strákarnir sem velja sér heimilisfræði þeg- ar þeir fá tækifæri til að velja.“ Mikið fýrir grænmeti - Hvað er helst í uppáhaldi hjá þér sjálfri t sambandi við mat? A hvaða línu ertu? „Eg er mjög hrifín af græn- meti og reyni að hafa það eins mikið og ég get. Það hefur breyst mikið eftir að krakkamir urðu stórir. Hérna einu sinni var maður alltaf með heilmikinn morgunmat og heitan mat að minnsta kosti einu sinni á dag og þá alltaf með hrásalat sem búið var til frá upphafi. Ekkert keypt tilbúið. En nú vill það verða svoleiðis að maður notar það sem er fljótlegast en ég kaupi ekki tilbúinn mat nema ef algjörlega í harðbakkann slær og allt annað er út úr myndinni tímalega séð. Við notum mikið af fiski og okkur finnst hann af- skaplega góður. - HI Noirænn matur með menningarlegu ívafi

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.