Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.02.1997, Side 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.02.1997, Side 2
2 - Þriðjudagur 25. febrúar 1997 ÍOagur-Œtrtmm F R E T T I R Samningur Vetraríþróttamiðstöð á Akureyri Jakob Björnsson og Björn Bjarnason gengu frá samningi um nýju Vetrar- íþróttamiðstöðina um helgina. Myna. -sts Hæstiréttur Ipottinum tala menn um sveiflurnar í fjölmiðlaheim- inum. Þar ræddu menn sér- staklega um stuðningsyfirlýs- ingu Björns Bjarnasonar við Ríkisútvarpið, en Björn sagði í útvarpsviðtali að sameining Stöðvar 2 og Stöðvar 3 væri vatn á myllu þeirra sem hefðu viljað veg Ríkisútvarpsins sem mestan en þeir sem hefðu viljað minnka umsvif RÚV þyrftu nú að hugsa sinn gang. Þessi yfirlýsing Björns hefur mælst vel fyrir á RÚV þar sem menn eru farnir að tala um að hann Björn sé kannski ekki svo slæmur þrátt fyrir allt. að spurðist í pottinum að fréttamenn og fréttaritar- ar Stöðvar tvö út um land hafi margir hverjir spurt frétta- stjóra á vakt í gær hvaða stöðvar þeir ættu að nefna í kynningum sínum á fréttum. Þeir munu hafa fengið þau svör að segja: „þetta er XX á vettvangi fyrir Stöð 2-5.“ Bara til að vera öruggir.... Og pottinum heyrðist að þegar verið var að ganga frá samningum um sameiningu Stöðvanna um helgina að fulltrúar Kolkrabb- ans og annan'a á Stöð 3 hefðu viljað talsvert á sig leggja til að sleppa út án fnek- ari málalenginga eftir að upp- gjöfin hafði verið samþykkt í þeirra hópi. Niðri biðu fulltrúar Stöðvar 2. Ekki tókst betur til við skipulag að svo fór sem aldrei skyidi: sveitimar tvær hittust á þröngum ganginum, ein á leið út, hin á leið inn. Hallgrimur Geirsson, Bnar Sveinsson og Kristinn Björns- son og hinir allir komust ekki hjá því að ganga svipugöng- in, taka í útréttar hendur þeirra kampakátu! Björn Bjarnason, menntamálaráð- herra, og Jakob Björnsson, bæjar- sljóri á Akureyri, undirrituðu á sunnudag samning þar sem staðfest eru framlög til upp- byggingar Vetrar- íþróttamiðstöðvar. Þegar samningar þessir voru undirritaðir kom fram í máli menntamála- ráðherra að með staðfestingu um að miðstöð vetraríþrótta skyldi vera á Akureyri væri ekki aðeins horft til keppnisíþrótta, heldur einnig aímennings- íþrótta. Vitnaði ráðherra einnig til þess að við Verkmenntaskól- ann á Akureyri væri íþrótta- braut og mætti hugsa sér sam- hæfingu á kennslu á henni og þátttöku nemenda í vetrar- íþróttum. Vitnaði hann þar til skóla í Noregi, sem bjóða uppá slíkt nám. Jakob Bjömsson, bæjarstjóri á Akureyri, sagði að með stað- festingu samningsins væri rofin ákveðin stöðnun sem verið hefði ríkjandi í vetraríþróttum á Akureyri síðastliðin ár. Nú væri gerð bragarbót. - Ennfremur vitnaði Jakob til þess að laust eftir 1960 hefði íþróttasamband íslands tilefnt Akureyri, af sinni hálfu, sem miðstöð vetrar- íþrótta hérlendis. Samningamir nú væm undirstrikun þess. Þá greindi Jakob Björnsson frá því að fyrir fáum dögum hefði hann verið staddur í Nuuk á Græn- landi. Þar sýndu heimamenn mikinn áhuga á þeirri aðstöðu til vetraríþrótta sem er á Akur- eyri. Hafa Grænlendingar jafn- vel hug á því að senda fólk til Akureyrar til að nýta þá að- stöðu sem þar er að hafa. Samningurinn, sem undirrit- aður var á sunnudag, kveður á um að frá árinu 1998 til og með 2002 mun ríkissjóður veita ár- lega 10 millj. kr. til uppbygging- ar á aðstöðu til iðkunar vetrar- íþrótta á Akureyri, eða samtals 50 millj. kr. Þá mun Akureyrar- bær árin 2000 og 2001 setja sitt hvort árið 35 millj. kr. tíl sama verkefnis og 30 millj. kr. 2002. Það gerir samtals 100 millj. kr. Þessum peningum verður meðal annars varið til yfirbygg- ingar skautasvellsins í innbæn- um á Akureyri og einnig verður hönnun skíðabrauta í HKðar- Qalli breytt þannig að ekki þurfi jafn mikinn snjó og nú svo þar sé hægt að renna sér. - Sameig- inlega munu svo ríki og bær standa straum af rekstrar- kostnaði vetraríþróttamiðstöðv- arinnar. „Sú stefnumörkun sem hefúr verið um Vetraríþróttamiðstöð íslands á Akureyri styrkir bæ- inn meðal annars með tilliti til skólamála og ferðaþjónustu og á margan annan hátt,“ sagði Jakob Bjömsson, bæjarstjóri. -sbs. Ver mál sitt sjálfur Tyr ennarinn austan fjalls, sem J\jikislögmaður og sýslumað- ur Rangæinga, léku grátt fyrir Héraðsdómi með ólögmætri birt- ingu trúnaðarskjala, ætlar sjálf- ur að verja mál sitt gegn ráð- herrum menntamála og ijármála fyrir Hæstarétti. Hann vill bætur fyrir að réttindalaus kennari var ráðinn að bamaskólanum í Skógum, en hann ekki. Vegna orðalags fréttar hér í blaðinu sl. þriðjudag er rétt að taka fram að kennarinn hefúr ekki verið kærður af neinum. Hann var einfaldlega bílstjóri í heimferð með ungt fólk sem var að fara heim af sveitaballi og tengist óskyldu máh sem vitni. í frétt blaðsins á þriðjudag var óheppilega að orði komist þegar talað var um að kæru væri að finna í trúnaðarskjölum þeim sem ríkislögmaður flaggaði í Héraðsdómi. Svo er ekki og eru hlutaðeigandi beðnir velvirðing- ar á þeirri missögn. -JBP Reykjavík Tvær í strætóslysi Tvær konur slösuðust í strætó- slysi við Dvergshöfða imi miðjan dag í gær. Strætó var að taka af stað við biðskýli þegar kona um fertugt kom hlaupandi að vagninum og hrasaði. Hún rann undir annað afturdekk vagnsins sem fór yfir hana. Við þetta hemlaði bílstjórinn kröft- uglega og hentist þá kona á fimmtugsaldri tfi og datt. Hún var nýkomin upp í vagninn og ekki búin að fá sér sæti. Meiðsli konunnar sem datt inni í vagninum eru h'til en ljóst þótti í gærkvöldi að hin þyrfti að fara í aðgerð. Annar fótur hennar var tættur og að öllum líkindum brotinn en að öðru leyti hafði hún ekki slasast. BÞ FRÉTTAVIÐTALIÐ Þolir enga bið að úthluta kjara- bótum til handa bændum Gunnar Sæmundsson bóndi í Hrútatungu Verö á dilkakjöti lœkkaði um 12% að raunvirði á árunum 1991-1995 og tekjur bœnda lœkkuðu um nœr 42% á sama tíma. Gunnar bóndi í Hrútatungu var einn af mörgum búnaðarþingsfiilltrúum sem gerði versnandi tgör bœnda að umtalsefni á þinginu. En sjáið þið einhveijar líklegar leiðir til að snúa þessu við? „Það verður að stórauka kjarabar- áttu fyrir bændur og það þolir enga bið. Það verður að gera stjómvöldum það Ijóst að ekki verður lengra gengið í niðurskurði til bænda. Þvert á móti þá verðum við að gera kröfu til þess að við fáum sambærilegan stuðning og tíðkast í nágrannalöndum okkar, reyndar að teknu tfiliti til legu lands- ins. Við vitum það að landbúnaður í Norður-Noregi og Skotlandi, þar sem hærra dregur, er styrktur verulega af Evrópubandalaginu. “ - / hverjufelst kjararýrnun bœnda aðallega? „Bændur hafa tekið á sig miklar hagræðingarkröfur á undanfömum ár- um. Vömmar frá okkur hafa nær ekk- ert hækkað í mörg ár. Samkvæmt mæl- ingum fyrir vísitölu neysluverðs, hafa okkar hefðbundnu landbúnaðarafurðir ekki hækkað nema inn 0,4% á síðustu árum, á meðan ýmsar aðrar vörur í vísitölunni hafa hækkað upp imdir 30%. Ég held að lengra verði ekki gengið, þannig að það fari ekki hjá því að einhveijar hækkanir verði að koma á landbúnaðarvörur. Ég bendi Iíka á, að samkvæmt upp- lýsingum frá Hagþjónustu landbúnað- arins, hefur dilkakjöt (D I A) lækkað á árunum 1991-1995 um liðlega 12%, mælt á föstu verðlagi. Á sama túna hækkaði vísitala neysluverðs (fyrir ut- an húsnæðiskostnað) um 12,7% og lánskjaravísitala um tæp 10%. Þannig að við höfum algerlega setið eftir.“ - Hvaða áhrif hafði þetta á tekjur sauðfjárbœnda ? „Tekjur sauðíjárbænda, þegar búið er að draga frá annan rekstrarkostn- að, þ.e. tekjur fyrir laim eins og það er kallað, hafa á sama tíma lækkað um hátt í 41,5%, samkvæmt meðaltali úr búreikningum sauðQárbúa. Árið 1991 voru 892 þús.kr. eftir til greiðslu launa (komst reyndar hæst í 1.048 þús.kr. 1992), en þessi upphæð var komin nið- ur í 522 þús.kr. árið 1995. Þetta er raunverulega það sem eftir er af tekj- um búsins til að greiða laun á sveita- heimilinu (þ.e. 43.500 krónur á mán- uði).“ - Er mögulegt að búa við þetta til lengdar. Hljóta ekki margir að gefast upp þegar svona er komið? „Þar sem börnin okkar og fjölskyld- an er það dýrmætasta sem við eigum er það kannski að verða hvað sárast af öllu, fyrir fjölskyldur í sveitum, að þær hafa ekki lengur möguleika á að kosta börnin sín til mennta. Og ég álít að bændasamtökin eigi að vera málsvari fjölskyldunnar, bara í heild sinni, í sveitum landsins.“ - HEI

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.