Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.02.1997, Page 3

Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.02.1997, Page 3
Jlagur-®TOTOm Þriðjudagur 25. febrúar 1997 - 3 Dagurinn í dag, þriðjudagurinn 25. febrúar, er úrslitadagur hvað varðar framvindu kjaraviðræðna að mati framkvæmdastjóra Vinnuveitendasam- bandsins. Engin sjáanlegur ár- angur af viðræðum um helgina. Félög fara að undirbúa verkföll. að getur vel verið að hjá því verði ekki komist að verkalýðsfélögin telji að það sé svo langt síðan að þau hafa staðið í verkföllum að það sé nauðsynlegt félagslega að láta á það reyna. Ég ætla hinsvegar eldn að dæma um það, en ég hef heyrt þessi sjónar- mið,“ segir Pórar- inn V. Þórarinsson, fr amkvæmdastj óri VSÍ. Sjálfur segist hann ekki vera á leið í verkfall. Hann segir að dagurinn í dag, þriðjudagurinn 25. febrúar, muni verða töluverður úrslita- dagur um framvindu kjaravið- ræðna. En eins og kunnugt er þá er þetta dagurinn þar sem landssambönd innan ASÍ ætla að meta árangurinn af þeim viðræðum sem átt hafa sér stað frá því þau lögðu fram heild- stæða kjarastefnu föstudaginn 14. feb. sl. Kjaraviðræður hóf- ust hinsvegar sl. haust á grund- velli viðræðuáætlana þar sem mörg félög og landssambönd voru tilbúin með kröfugerðir sínar. Framkvæmdastjóri VSÍ segir að það muni ekki hafa áhrif á viðræður um gerð kjarasamn- inga, þótt einstök félög og landssambönd muni fara að undirbúa sig undir verkfallsað- gerðir. Hann óttast hinsvegar að ef kemur til verkfalla, þá geti þau orðið löng. Það sé reynsla sögunnar. En bæði Rafiðnaðarsam- bandið og Dagsbrún-Framsókn munu vera farin að huga að undirbúningi hugsanlegra að- gerða af sinni hálfu og jafnvel fleiri. Þá mun samninganefnd VMSÍ funda með formönnum þeirra aðildarfélaga sem það hefur samningsumboð fyrir á morgun, miðvikudag. Enginn árangur varð í kjara- viðræðunum um helgina þar sem m.a. var tekist á um út- færslur á því hversu stór hluti af bónusgreiðslum í fiskvinnu ætti að koma inn í launataxt- ana. Þá hefur það valdið at- vinnurekendum vonbrigðum að landssambönd ASÍ koma ekki sameiginlega að samningaborð- inu í framhaldi af sameiginlegri kjarastefnu. -grh Forsætisráðuneytið Vigdís ekki dýr Vigdís Finnbogadóttir, fyrr- verandi forseti fslands, hef- ur aðeins notið íjárstuðnings sem nemur nokkrum tugum þúsunda frá forsætisráðuneyt- inu' eftir að forsetatíð hennar lauk. Ríkisstjórnin ákvað í fyrra að veita heimild til að greiða allt að milljón kr. árlegan kostnað Vigdísar af störfum sem tengudst stöðu hennar sem fyrrverandi forseta íslands. „Það stóð aldrei til að forsetinn fyrrver- andi fengi milljón í hendurnar.“ „Eini kostnaðurinn sem for- sætisráðuneytið hefur lagt út fyrir frú Vigdísi Finnbogadóttur er vegna aðstoðar ritara við hana og sá kostnaður er óveru- legur, hleypur á tugum þús- unda,“ segir Guðmundur Árna- son, skrifstofustjóri í forsætis- ráðuneytinu. Það sem ekki nýtist af heim- ild fyrrverandi forseta veltur yf- ir á nýtt ár en rétt er að taka fram að ekki er um opna heim- ild fyrrverandi forseta að ræða, heldur aðeins heimild forsætis- ráðuneytisins til að ráðstafa ijármunum í tilteknu skyni. „Það stóð aldrei til að forsetinn fyrrverandi fengi milljón í hendurnar," segir Guðmundur Árnason. BÞ Þórarinri V. Þórarinsson framkvæmdastjóri VSÍ 8 „Töluverður úrslita- dagur í dag um framvindu Igaraviðrœðna. “ Alþingi Fylgst með umræðu um Æsumálið á þingpöllum í gær. Kolbrún Sverrisdóttir er lengst til vinstri með rós í höndunum, en hún missti bæði eiginmann og föður í hinu hörmulega sjóslysi. Ekki peningar til að hífa Æsuna upp Fátt bendir til að rflcið greiði kostnað við að lyfta kúfiskbátnum Æsu upp af botni Arnar- fjarðar eftir að skipið fórst í blíðskaparveðri í fyrrasum- ar. Tveir menn fórust, eigin- maður og faðir Kolbrúnar Sverrisdóttur, sem er mjög ósátt við rannsókn slyssins. Málið var rætt utan dag- skrár á Alþingi í gær sem og rannsóknir á sjóslysum al- mennt. Kristinn H. Gunnar- son, Alþýðubandalagi, hóf umræðuna og sagði að það hlyti að vera öllum kapps- mál að komast að því hvað olli hinu hörmulega slysi. Það kom fram hjá Kristni að Rannsóknarnefnd sjóslysa hefur áætlað að kostnaður- inn við að lyfta flakinu upp á yfirborðið verði 20 millj. kr. Halldór Blöndal sam- gönguráðherra sagði eitt til- boð hafa borist í verkið sem hljóðaði upp á 32 millj. kr. Stjórnvöld hefðu til þessa lagt meiri áherslu á að bjarga sjómönnum en eyða tugum milljónum króna í að lyfta skipsflökum. Það kom fram hjá Hall- dóri Ásgrímssyni utanríkis- ráðherra að óskað hefði verið eftir liðsinni köfunar- sveitar Varnarliðsins. Hún hefði ekki treyst sér til að vinna verkið vegna þess hve djúpt báturinn liggur. Æsan liggur á 250 feta dýpi. Bændasamtökin Bændur verða líka að líta sér nær Áhyggjur manna yfir bágri afkomu og hvernig hana megi bæta voru það sem Búnaðarþings- fulltrúum lá á hjarta í umræðum á þinginu í gær. ví miður hefur ekki komið fram mikið af einföldum Iausnum, enda ekki við því að búast, því þær eru ekki til,“ sagði Ari Teitsson, formað- ur Bændasamtaka íslands, að- spurður hvað honum hefði þótt einna markverðast af umræð- um á Búnaðarþingi í gær. Menn hafi áhyggjur af því að mjög erfitt verði að bæta kjörin veru- lega. Verðþol þessara vara sé takmarkað, þannig að það sé ekki vænlegt að hækka verð bú- vara að ráði. Ekki sé heldur að vænta mjög aukins stuðnings frá ríkinu. „Menn horfa að vísu til þess að hugsanlega megi spara eitt- hvað í betri innkaupum á að- föngum og e.t.v. ná betri nýt- ingu á vinnslustöðvunum. En þar á móti hafa menn áhyggjur af því að það komi þá niður á atvinnustigi á viðkomandi svæði. Mörgum fulltrúunum hrýs því hugur við þeirri leið, þótt þeir viðurkenni að hún skili hugsanlega bændum einhverjum tekjuauka," sagði Ari. Við setningu þingsins sagði hann m.a.: „Bændur verða líka að líta sér nær. Þátttaka þeirra og ábyrgð á rekstri afurða- stöðva er of lítil og kostnaður við úrvinnslu afurðanna víða of mikill. Þar ráða m.a. þröng byggðasjónarmið. Leiði þau til að bændur fái minna en skyldi í sinn hlut til búrekstrar geta byggðasjónarmiðin snúist upp í andhverfu sína og eytt byggð. Þessu breyta ekki aðrir en bændur hver í sínu héraði." M.v. umræðuna í gær segir Ari þessi orð sín ekki hafa haft algerlega tilætluð áhrif, þótt skoðanir manna hafi að vísu verið nokkuð skiptar. En margir horfi til þess að lokun slátur- húss eða mjólkurstöðvar yrði neikvæð fyrir hin ýmsu byggð- arlög. Ari benti einnig á að hugsan- lega gætu íslenskir bændur farið at- hyglisverða „norska" leið til lækkunar vaxta af rekstrarlánum, sem séu einn af erfiðustu kostnað- arliðum búrekstr- ar. Gegnum fram- leiðslusamvinnufé- lög sín hafi „frænd- ur okkar Norð- menn“ gert samninga um sam- eiginlega ábyrgð á rekstrarlán- um bænda og þannig náð veru- legri lækkun vaxta. Ef til vill getum við farið svipaða leið. Þessa viku segir Ari verða notaða til þess að vinna úr þeim málum sem liggja fyrir Búnaðarþingi og umræðum í gær. „Þegar líður á vikuna för- um við væntanlega að komast að einhverri niðurstöðu um það hvað helst sé til ráða,“ sagði formaður Bændasamtakanna. - HEI Ari Teitsson formaður Bærtdasamtakanna „Ekki vænlegt að hœkka verð búvara. “

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.