Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.02.1997, Side 10

Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.02.1997, Side 10
10 - Þriðjudagur 25. jebrúar 1997 iDagur-(Etmtmt ! 1 i Úrvalsdeild Úrslit Chelsea-Man. Utd. 1:1 (Zola 2) (Beckham 68} Coventry-Everton 0:0 Leicester-Derby 4:2 (Marshall 7, 24, 27, Claridge 59) (Sturridge 2, 47) Liverpool-Blackburn 0:0 Middlesbrough-Newcastle 0:1 (Ferdinand 8) Nottm. Forest-Aston Villa 0:0 Southampton-ShelT. Wed. 2:3 (Ostenstad 28, Le Tissier víti 33) (Hirst 49, 55, Booth 78) Sunderland-Leeds 0:1 (Bowyer 49) Arsenal-Wimbledon 0:1 (Jones 21) Staðan 27 15 9 3 53:30 54 27 15 8 2614 6 28 13 9 27 12 7 24 12 6 25 11 9 26 9 12 27 9 26 8 Man. Utd. Uverpool Newcastle Arsenal Aston Villa Wimbledon Chelsea Sheíí. Wed. Leeds Everton Tottenham Leicester Derby Sunderland Blackburn Coventry Nottm. For. West Ham Southampton 24 5 Middlesbr.* 25 5 4 46:20 53 6 51:30 48 6 45:26 48 8 34:26 43 6 37:29 42 5 39:34 42 5 31:31 39 6 12 22:31 33 8 10 34:38 32 25 9 5 11 27:33 32 25 8 6 11 29:37 30 27 6 11 10 27:36 29 26 7 8 11 23:33 29 25 6 10 9 26:25 28 27 6 10 11 24:35 28 26 5 9 12 23:40 24 25 5 7 13 20:33 22 5 14 34:44 20 7 13 30:45 19 *3 stig dregin af Middlesbrough fyrir að mæta ekki til leiks. 1. deild Úrslit Barnsley-Wolves 1:3 Charlton-Norwich 4:4 C. Palace-Tranmere 0:1 Huddersfield-Bolton 1:2 Ipswich-Oxford 2:1 Man. City-Swindon 3:0 Oldham-Bradford 1:2 Reading-Southend 3:2 ShelT. Utd.-Grimsby 3:1 Stoke-QPR 0:0 West Brom-Portsmouth 0:2 KNATTSPYRNA • England Beckham hélt Manchester United á toppnum Manchester United held- ur toppsæti ensku deildarinnar eftir leiki helgarinnar þrátt fyrir að liðið haíi aðeins náð jafntefli gegn Chelsea. Liverpool nýtti ekki færin sín gegn Blackburn og þeim leik lauk einnig með jafn- tefli. Á sunnudag tapaði Arsen- al síðan öðrum heimaleiknum í röð þegar hörkutólin í Wim- bledon tók öll þrjú stigin með sér heim frá Highbury. Leikmenn Manchester Unit- ed áttu í vandræðum strax í upphafi leiksins gegn Chelsea og ítalski snillingurinn Gian- franco Zola sólaði sig í gegnum vörnina strax í byrjun og kom heimamönnum yfir. Chelsea átti fyrri hálfleikinn en leikurinn snérist alveg eftir hlé og United sótti stíft. Það var síðan miðju- maðurinn snjalli David Beck- ham sem jafnaði metin. Hann skorar ávallt glæsileg mörk og þá sérstaklega í London. Hann hefur skorað glæsimörk gegn Wimbledon, West Ham og Tot- tenham á þeirra heimavöllum og markið gegn Chelsea var ekkert slor - þversláin inn. Fowler feilaði Liverpool fékk fjölda færa til að gera út um leikinn gegn Black- burn en öll fóru þau forgörðum. Markahrókurinn Robbie Fowler var stærsti sökudólgurinn að þessu sinni og var í senn óheppinn og fór illa með færin. Tvisvar fóru skot hans í stang- irnar en hann brenndi líka af þremur dauðafærum til viðbót- ar sem smápollar myndu skammast sín fyrir að misnota. Lokastaðan 0:0. Gamlir jaxlar í kröppum dansi. Brian McClair og Mark Hughes, sem eitt sinn mynduðu framherja- par Man. Utd, berjast um boltann í leik Chelsea og Man. Utd. um helgina. Newcastle sigraði Middles- brough í nágrannaslag með marki frá Les Ferdinand. Leik- ur Newcastle ber nú greinileg merki þess að Kenny Dalglish hefur tekið við stjórnartaumun- um og liðið lék árangursríkan bolta fremur en að sýna snilld- artakta. Asprilla, Beardsley og Ginola vermdu bekkinn allan tímann. Wimbledon heimsótti Arsen- al í sunnudagsleiknum og sigr- uðu með marki frá Vinnie Jones um miðjan fyrri hálfleik. Hinn alræmda vörn Arsenal var þunnskipuð í leiknum enda vantaði David Seaman, Tony Adams og Martin Keown vegna meiðsla og Steve Bould fór útaf meiddur í leiknum. Pá er miðjumaður- inn David Platt enn ekld tii í slaginn. Snéru dæm- inu við Sheffield Wednes- day var tveimur mörkum undir í hálfleik gegn Sout- hampton og David Pleat, stjóri liðsins, ákvað að gera breytingar. Hann setti framherjana Andy Booth og Regi Blinker inná fyrir miðjumenn- ina Wayne Collins og Ritchie Hump- hreys og breytingin skilaði undraverð- um árangri. David Hirst jafnaði með tveimur mörkum og varamaðurinn Booth tryggði sigurinn, 3:2. Leicester vann frækinn sigur á Derby þrátt fyrir að lykilmenn á borð við Matt Elliott, Emile Heskey, Neil Lennon og Muzzy Izzett væru allir í leikbanni. Ian Marshall var hetja Leicester þegar hann skoraði þrennu á tuttugu mínútna kafla í fyrri hálfleik og Leicester sigraði 4:2. Leeds vann góðan sigur á Le- eds með marki frá Lee Bowyer og Tony Yeboah fékk tækifæri til að bæta tveimur mörkum við. Hann er nú kominn í liðið á ný og sömu sögu er að segja um Ian Rush og Lee Sharp. KARFA • Úrvaisdeildin íslandsmeistararnir rotaðir Eftir 20 umferðir í DHL- deildinni er orðið nokkuð ljóst hvaða lið hafa unnið sér sæti í úrslitakeppninni, keppni hinna 8 bestu, sem hefst fyrstu vikuna í mars. KFÍ getur reyndar náð í 20 stig, eins og KR-ingar, með því að vinna alla leiki sína, en þeir verða jafnframt að treysta á að ÍR og Skallagrímur tapi báðum leikjum sínum á lokasprettin- um. Keflvíkingar nánast gull- tryggðu deildarmeistaratitilinn Aðalfundur íþróttafélagsins Þórs verður haldinn í Hamri laugardaginn 1. mars kl. 13.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. og hafa nú þegar tryggt sér 3 af fjórum titlum sem keppt er um á tímabilinu. UMFN-ÍR 94-89 Njarðvíkingar virðast komnir á sigurbraut á ný eftir misjafnt gengi undanfamar vikur. Nú lögðu þeir spræka ÍR-inga að velli á heimavelh sínum og náðu í 24. stigið sitt í deildinni og 5. sætið. Þeir eiga nú í harðri rimmu við Haukana um fjórða sætið í deildinni. ÍR þarf helst að vinna báða sína leiki til að gulltryggja sæti í úrslita- keppninni þar sem ísfirðingar geta enn náð þeim að stigum. ÍA-Grindavík 78-64 íslandsmeistararnir sóttu ekki gull í greipar Skagamanna að þessu sinni. Þeir máttu sætta sig við stórt tap, þar sem þeir fengu hreinlega rothögg á síð- ustu mínútum leiksins. Grind- víkingarnir voru einu stigi yfir þegar 5 mínútur lifðu af leikn- um. Þá vöknuðu heimamenn heldur betur til lífsins sýndu gestum sínum hvar Davíð keypti ölið, nefnilega á Akra- nesi. Skagaliðið lék allt vel í þessum leik meðan Herman Myers var sá eini í liði ísfands- meistaranna sem vann fyrir kaupinu sínu. Keflavík-Skallagrímur 112-86 Þessi leikur fór eftir bókinni, Skallarnir sáu ekki til sólar eftir að skyttur Keflvíkinga náðu að stilla miðið. Fátt getur nú kom- ið í veg fyrir að Keflvíkingar bæti deildarbikarmeistaratitlin- um á hilluna hjá sér. Skalla- grímur hefur verið á mikilli siglingu undanfarið en nú slógu þeir á feilnótuna. Þeir ættu samt að vera nokkuð öruggir í úrslitakeppnina. KR -UMFT 115-77 Það er skemmst frá því að segja að KR tók Stólana í kennslu- stund að þessu sinni. Allt gekk upp hjá KR-ingum meðan Tindastólsmenn ráfuðu um völl- inn í reiðileysi og vissu sjaldn- ast hvort þeir voru að koma eða fara. Oft þvældust þeir hrein- lega hver fyrir öðrum og ekkert gekk upp hjá þeim. Þeir flutu á einstaklingsframtaki Arnars, Ómars og Lárusar. KR liðið Iék allt frábærlega vel. Roney Eford átti stórleik sem og Jonathan Bow og reyndar allir hinir líka. UBK - Þór 80 - 90 Þórsarar gerðu góða ferð suður og tóku bæði stigin sem í boði voru í botnslagnum. Þeir sigla nú lygnan sjó og geta leyft sér að leika afslappaðir. Þór hefur oft sýnt það í vetur að efnivið- urinn í hði þeirra er góður. Það sem þá vantar tilfinnanlega til þess að vera í hópi hinna bestu er einn til tveir reynslumiklir og traustir leikmenn. Fred Willi- ams og Konráð Óskarsson eru burðarásarnir í liðinu og það má teljast gott hjá þeim að hafa náð í þessi tólf stig sín með að- stoð unglinganna sem liðið skipa. Haukar-KFÍ 89-83 Haukarnir unnu mikilvægan sigur á ísfirðingum á heimavelli sínum í Strandgötunni. Þeir eru nú í fjórða sætinu og geta því sem best tryggt sór heima- leikjaréttinn í margnefndri úr- slitakeppni. Vonir ísfirðinga um sæti í þessari sömu keppni minnkuðu talsvert við þetta tap. Þó er ekki öll von úti enn fyrir nýliðana. Haukarnir stjórnuðu þessum leik lengst af þó KFÍ næði að klóra lítilsháttar í bakkann eftir því sem á leikinn leið. HANDBOLTI Sagteftír bikarúrslit Sigurður Gunnarsson þjálfari Hauka „Við misstum KA-menn aldrei of langt frá okkur í fyrri hálf- leiknum og fyrst okkur tókst að komast í gegn um þann kafla og ná forystunni, þá fannst mér þetta aldrei vera í stórvægilegri hættu. Við vorum vel stemmdir, vissum hvað við ætluðum að gera og höfðum trú á því að okkur tækist það,“ sagði Sig- urður Gunnarsson, þjálfari Hauka. „Ólíkt því sem við höfum ver- ið að gera, fannst mér við spila síðri vörn, en að mestu leyti góðan sóknarleik. Andinn í lið- inu hafði mikið að segja, það voru allir staðráðnir í að gera sitt besta.“ Björgvin Björgvinsson leikmaður úr KA „Þeir voru mjög stressaðir í byrjun og við hefðum átt að nýta okkur það miklu betur, við misnotuðum mörg góð mark- tækifæri af línunni og úr horn- inu. Við vorum að spila mjög vel framan af, í vörninni, en við vorum samt að fá ódýr mörk á okkur. í síðari hálfleiknum tókst okkur aldrei að brjóta múrinn og jafna leikinn. Ef það hefði gerst hefði örugglega farið skjálfti um Haukana. En það var ömurlegt að tapa leiknum. Það er jafn leiðinlegt að tapa og það er frábært að vinna." Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari karla „Flestir leikir vinnast á mark- vörslu og góðum varnarleik og úrslitin í þessum leik undir- strika það, því vörnin og mark- varslan var betri hjá Haukun- um.“ Rúnar Sigtryggsson leikmaður Hauka „Þetta var ennþá ljúfara en ég bjóst við. Ég ætlaði ekki að upp- lifa annan úrslitaleik eins og í fyrra. Ég bjóst ekki við því að byrja útaf, en þegar ég fékk tækifærið vissi ég, að það væri að duga eða drepast. í fyrri hálfleiknum vorum við að gera þessa feila sem má ekki gera gegn KA, að fara inn í vörnina og láta brjóta á sér og draga þannig taktinn úr spilinu. Um leið og við losnuðum við pressuna að vera undir, fór að ganga betur og ég var aldrei hræddur um að þeir myndu jafna. Við skyldum vinna, ég var ákveðinn í því og ég var ánægður með það að við skyld- um halda áfram að spila takt- iskt fram til loka.“ Gerður B. Jóhanns- dóttir fyrirliði Valslið- ins „Við höfðum trú á okkur, þó flestir hafi reiknað með því að þetta yrði létt fyrir Hauka. Vörnin hjá okkur var frábær og markvarslan. Við vorum ákveðnar í að hafa gaman af þessu og ég held að það hafi tekist, þrátt fyrir að við séum svekktar með úrslitin."

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.