Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981. 3 . nr/j w - p ^ r » l | J- §^y| y ; 1’ Unglingarnir stóðu með kröfuspjöidin á þingpöllunum i Hlégarði. DB-mynd: Einar Ólason. Unglingar í Mosf ellssveit: Fjölmenntu á borgara- fund vopnaðir kröfuspjöldum Vopnaðir kröfuspjöldum, en að öðru leyti kurteisir mjög, mættu ung- lingar úr Mosfellssveit á borgarafund í Hlégarði hér um kvöldið og vöktu at- hygli á aðstöðuleysi sínu í sveitinni. „Samastaður okkar er sjoppan,” var eitt slagorða þeirra og meðal annarra má nefna „Við erum líka Mosfelling- ar”, „Lögreglan er ekki lausnin” og „Félagsmiðstöð í Mosfellssveit”. í ræðu sinni kom oddvitinn, Salóme Porkelsdóttir inn á umrætt „unglinga- vandamál” og kvað vera unnið að úr- lausn þess. Ljóst væri að athvarf ung- linganna væri bágborið en nú stæði til að kaupa gamla símstöðvarhúsið við Brúarland og ekki þyrfti mikið að lappa upp á það til að þar gæti risið æskulýðsmiðstöð í einhverri mynd. „Kannski að unglingarnir hér inni væru reiðubúnir til að leggja okkur lið við breytingarnar,” sagði hún. -SSv. FINNSKT KAFFIBRAUÐ 375 ghveiti 250 g íslenskt smjör 100 g sykur Va egg eggjahvíta afhýddar, smátt skornar möndlur steyttur molasykur Hafið allt kalt, sem fer í deigið. Vinnið verkið á köldum stað. Myljið smörið saman við hveitið, blandið sykrinum saman við og vætið með egginu. Hnoðið deigið varlega, og látið það bíða á köldum stað í eina klst. Útbúið fingurþykka sívalninga. Skerið þá í 5 cm langa búta. Berið eggjahvítuna ofan á þá og dýfið þeim í möndlur og sykur. Bakið kökumar gulbrúnar, efst í ofni við 200° C í ca. 10 mín. BESSASTAÐAKOKUR Deig: 250 g íslenskt smjör 250 g flórsykur 250 ghveiti Skraut: 1 eggjarauða möndluflögur Smjörið brætt og látið storkna. Vatninu hellt frá. Deigið hnoðað og flatt út. Lítið glas notað til að stinga út kökumar (ca. 5 cm í þvermál). Eggjarauðan hrærð lauslega og borin ofan á miðja kökuna. Möndluflögur em síðan lagðar á eggjarauðuna. Bakið kökumar ljósar við vægan hita í miðjum ofni. LESIÐ ÞETTA Hús málarans óborganleg lífstjáning Jóns Engilberts er komin í bókabúðir um allt land. Það er á almannavitorði að Hús málarans fjörgar karla og konur til sálarinnar svo um munar. Bókin er því kjörin gjafabók. Konur gefa körlum — og karlar konum. Þeir sem gerst ættu að vita fullyrða að bókin sé mun endingarbetri afþreying en göfugustu vín — og ódýrari. Það er og mál mætra manna að bókin sé ómissandi í hverju heimilisbókasafni. Hvorki upplag né verð bókarinnar er miðað við að standa straum af auglýsingafári — sem alla er að drepa. Forlagið fellir því tjaldið við svo búið í trausti á heilbrigða skynsemi, ergo: kaupi maður góðan hlut, þá láti hann það berast, þannig að maður segi manni. Umboð á Akureyri: Ingvar Helgason Sigurður Va/dimarsson Vonarlandi .Sogamýn 6 öseyri 8 - Sími 96-22520 simi 33560 Varahlutaverslurv Rauðagerði Simar: 84510 & 84511 KONÍAKSKRINGLUR u. þ. b. 100 stk. 400 g íslenskt smjör 2Vz dl sykur (200 g) 600 ghveiti V2 dl koníak Setjið hveiti (ekki allt, þar sem ekki er víst að þörf sé á því öllu) og sykur á borð. Myljið smjör saman við, og vætið með koníaki. Bætið hveiti í ef þörf er á. Látið deigið standa á köldum stað í allt að 1 klst. Mótið litlar lengjur, 15 cm langar og búið til litlar kringlur úr lengjunum. Bakið á smurðri plötu eða á bökunarpappír við 200°C í 10-12 mín. Kringlumar má smyrja með bræddu súkkulaði, þegar þær em orðnar kaldar. ROMMKONFEKT 110 g suðusúkkuiaði 110 g íslenskt smjör 300 g ílórsykur romm eítir smekk Skraut: riíið suðusúkkulaði Súkkulaðið brætt yfir vatnsbaði. Smjörinu blandað saman við í litlum teningum og hrært vel á milli. Síðan er flórsykrinum bætt í, og að síðustu bragðbætt með rommi eftir smekk. Mótað í litlar kúlur og velt upp úr rifnu súkkulaði. Geymist á köldum stað, helst í ísskáp. SPESÍUR 400 g íslenskt smjör 500 ghveiti 150 gflórsykur grófur sykur Hnoðið deigið, mótið úr því sívalninga og veltið þeim upp úr grófmn sykri. Kælið deigið til næsta dags. Skerið deigið í þunnar jafnar sneiðar, raðið þeim á bökunarplötu (óþarfi að smyrja undir) og bakið við 200°C þar til kökumar em ljósbrúnar á jöðmnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.