Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1981, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1981, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Óhreinindi eru óhoil myndsegulböndunum Fanð varlega með hreinsi- spól- umar í sænsku blaði, sem við rákust nýlega á, er skrifuð grein um hreinsun á myndsegulböndum (videotækjum). Þar er fólki ráðlagt til að auka endingu tækja sinna að láta hreinsa þau einu sinni á ári og eiga auk þess sérstakar hreinsáspólur sem nota á eftir þörfum til þess að hreinsa myndhausinn. Sagt er að óhreinindi fari ákaflega illa með böndin og það geti stytt líf þeirra verulega að vera sífellt óhrein. Þessi grein er skrifuð í landi þar sem myndsegulbönd eru notuð mun minna en hér á landi. Okkur lék því hugur á þvf að vita hversu oft menn hér á landi mæltu með hreinsun tækja sem notuð eru t.d. í fjölbýlis- húsum. Þá kom i ljós, sem okkur grun- aði, að menn Iáta almennt ekki hreinsa þessi tæki. Það kostar 200—300 krónur i hvert sinn og menn virðast ekki hafa gert sér grein fyrir að þess þyrfti. Af þeim sérstöku spólum sem ætlaðar eru til hreinsunar er misjöfn reynsla. Þær eru grófar og geta, ef ekki er farið rétt með þær, eyðilagt myndhaus- inn. Á þeim eru yfirleitt leiðbein- ingar um að þær megi ekki vera í bandinu lengur en 10 sekúndur í einu. Áríðandi er að farið sé eftir þessu þvi annars er hætta á því að myndhatíSinn skemmist. Ekki skyldi heldur nota þessar spólur of oft. Þær eru dýrar, kosta svipað og hreinsunin, og hreinsa eingöngu myndhausinn. Hins vegar þarf að hreinsa drifið og fleiri innviði tækisins og þaö gera ekki aðrir en fagmenn. -DS. Raddir neytenda Vinna eins dugarekki fyrir útgjöld- unum A.A. skrifar: Ég get nú ekki annað en látið nokkrar skýringalínur fylgja með októberseðlinum frá mér. Matarlið- inn (849 krónur á mann) er ég bara nokkuð ánægð með enda sparað eins og hægt var. í þessu eru líka 5 slátur og tilheyrandi efni til slátur- gerðar. Auk þess er allur matur keyptur eftir hendinni. Frystikistan góða er nefnilega tóm nema af slátri og kökum. Eins og sést á liðnum annað er hann hrikalegur, 19.541,65 krónur. Ég lagði saman tvisvar en fékk í bæði skiptin sömu útkomu. Hæst ber afborganir af lánum og vexti af víxli vegna húsbyggingar. Með þessum útgjöldum dugar auðvitað ekki að einn vinni úti. Ég vinn líka, 3/4 úr vinnu, og fer í síld eða saltfisk eða þá vinnu sem hægt er að fá hverju sinni um helgar og á kvöldin. Helzt er hægt að fá þannig vinnu á haustin og seinni part vetrar hér. Verðlaunafjölskyldan á Blönduósi, Ásta, Þórir, Ingibjörg og Björn. DB-mynd H.E.H. Blönduósi. Verðlaunaf jölskylda sepf embermánaðar: „Get ekki búið án þess að halda bókhaldið" —seglr Ingibjörg Kristjánsdóttir ,,Ég hef haldið bókhald frá því að ég byrjaði að búa fyrir 19 árum. Ég held því fram að ég geti hreinlega ekki búið öðru vísi”, sagði Ingibjörg Kristjánsdóttir á Blönduósi. Ingi- björg er verðlaunahafi okkar fyrir septembermánuð. „Þetta hefur kannski ekki alltaf verið svona nákvæmt hjá mér. Nú er ég nefnilega búin að fá bæði mann- inn minn og börnin í lið með mér að skrifa upp hverja einustu krónu. Þeim finnst þetta öllum alveg sjálf- sagt. Ég hef meira að segja með mér minnisbók þegar ég fer í sumarfríið og skrifa allt niður í hana,” sagði Ingibjörg. Hún vinnur á Ellideild sjúkrahús- ins á Blönduósi. Þórir Jóhannsson maðurinn hennar, vinnur á smurstöð í bænum og kennir á bíl þess utan. „Það veitir ekki af að vinna bæði þegar eyðslan er svona mikil,” sagði Ingibjörg. Tölurnar á upplýsinga- seðlinum hjá henni eru oftast um eða í kring um meðaltalið þannig að eyðslan er víða meiri. Ég spurði hana að því hvort hún héldi að hægt væri að spara með því að halda bókhald. „Já, alveg örugglega. Ef ég gerði það ekki myndi ég að minnsta kosti halda að ég hefði týnt peningun- um,” sagði hún. Þau hjón eiga fjögur börn en elztu synirnir eru farnir að heiman. Sá elzti er að læra bifvélavirkjun á Sauðár- króki og sá næsti matreiðslu í Reykjavik. Eftir eru börnin Ásta 12 áraogBjörn 14ára. Alltaf kjöt í heilum skrokkum Ég spurði Ingibjörgu út í það hvernig hún hagaði sínum inn- kaupum. ,,Ég tek alltaf mikið af slátri á haustin. Kjöt kaupi ég ævinlega í heilum skrokkum. Ég held að það sé það versta sem fólk gerir þegar það er að kaupa læri og hryggi í neytendapakkningum úti í búð. Það er svo miklu dýrara. Við ætlum að taka naut núna i haust. Við höfum gert það einu sinni áður. Það er óneitanlega dálítið dýrt en mikil til- breyting í því. Svínakjöt kaupum við aldrei en höfum einstöku sinnum hrossakjöt. Ég reyni að kaupa nýlenduvörur lika í stórum stíl. En það er erfitt að fá slíkt hér á Blönduósi. Ég geri það helzt þegar ég fer til Akureyrar. Kaupfélagið er með þetta grunnverð sem er víst alls staðar á landinu. En það er lítið lægra en verðið á sömu vöru í annarri verzlun hér á staðnum. Það er í verzluninni Vísi sem ég kaupi mikið í. Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir þvi hversu litlu munar á verðinu þó alltaf sé verið að auglýsa að það sé eitthvað mikið lægra. Ég kaupi síðan alla smávöru sem ég þarf eftir hendinni sagði Ingibjörg. Kartöflur ræktum við sjálf. Þær þvæ ég strax nýuppteknar, þurrka þær svo vel og set þær svo beint í pottinn. Þá er óþarfi aðafhýða þær, fram að jóium að minnsta kosti. Rabbarbara rækta ég líka, brytja hann og frysti í plastpokum, sýð svo sultu jafnóðum og nota þarf. Allar rauðrófur sem notaðar eru sýrum við hjónin í sameiningu. Ég kaupi svona 15—20 kíló á ári. Gúrkur sýrum við líka, kaupum annan flokk þegar hann er til á sumrin. Rauðkál kaupi ég þurrkað og sýð eftir hendinni. Það er mjög kostnaðarsamt að kaupa mikið af sætabrauði og kexi. Mér finnst bakaríisbrauð mjög ódrjúgt og oft ekkert betra en heima- bakað. En matarbrauð kaupi ég öll og bezt þykja mér brauðin frá Krútt, en það er bakaríkið hérna á Blöndu- ósi.” Ingibjörg bætti því við að við heimilishaldið hjálpuðust allir að. Börnin taka sjálf til í kring um sig og þurfa oft að elda ofan í sig. Þórir eldar síðan matinn þegar Ingibjörg er að vinna og oft þess utan. Hrein- gerningar og tiltektir, ásamt þvott- um, lenda hins vegar meira á henni þegar hún á frí. Verðlaunin sem hún fékk var mínútugrill frá Rafiðjunni sem einnig var hægt að breyta i brauðrist og vöfflujárn. Steikarpanna fæst einnig með sama tæki og var ætlunin að Ingibjörg fengi hana einnig. En hún var uppselt þegar tækið var sótt þannig að í staðinn sendum við hárliðunarbursta. „Það er fínt að fá hann, stelpan mín er með svo sítt hár. Ég ætla að halda honum,” sagði Ingibjörg þegar henni var boðið upp áaðskipta. -DS. iUpplýsingaseðill til samanbunðar á heimiliskostnaði J Hvað kostar heimilishaldið? . Vinsamlega sendið nkkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi i upplýsingamiðlun rneðal almennings um hvert sé meðaital heimiliskostnaðar t fjölskvldu af sömu staerð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nytsamt heimilis- '! tæki. 1 Nafn áskrifanda ____ Heimili 1 i íi í! (I------------------------- J 1 Fjöldi heimilisfólks. Sími Kostnaður í nóvembermánuði 1981. Matur og hreinlætisvörur kr. Annað kr. Alls kr. 'WB* Allur akstur krefst v. \ varkárni^J Ýtum ekkl bamavagnl á undan okkur vlð aðstæður sem þessar \______||XEROAB Hárgreiðslustofan Gígja Stigahlíð 45 - SUÐURVERI "8. hæð — Sími 34420 Jótaskór frá ARAUT0 Teg. 6557 Litir: rauðir og hvftir. Stærðir: 18-23 Verð kr. 241.50 Teg. 6516 Litir: rauðir og hvítir. Stærðir: 18-23. Verðkr. 241.50 Drengjaskór Teg.5602 Litur: svart (lakk) Stærðir: 23-27 Verðkr. 226.05 Sandalar Teg.3548 Utir: rauðir og hvítir Stærðir: 21—27 Verð kr. 231.20 Póstsendum SKÚGLUGGINN Rauðarárstig 16 — Símí 11788

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.