Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981. 7 Af húsgagnasýningu á Rauða torginu í Moskvn. Vamarmálin: „Gleði- fréttir fyrir friðar- sinna” G.R.A. skrifar: Eins og kunnugt er hefur Ronald Reagan Bandaríkjaforseti lýst þvi yfir í ræðu að hann hyggist leggja til að hætt verði við að koma fyrir þeim kjarnorkuvopnum, sem áður hafði verið ætlaður staður í Vestur- f Evrópu. Segir hann að skilyrði sé þó það að Rússar fjarlægi eldflaugar sínar búnar kjarnaoddum og sem nú eru staðsettar víðs vegar í Austur-Evrópu og er beint að löndum í Vestur- Evrópu. Rússar hafa þegar svarað og sagt að ræða Regans sé áróðursbragð. Engu að síður hlýtur ræða Banda- ríkjaforseta að marka nokkur tíma- mót í því kalda stríði sem staðið hefur milli stórveldanna um þessi mál. Friðargöngur svokallaðar hafa verið gengnar í mörgum borgum Evrópu að undanförnu og hafa þær einmitt beinzt að vopnabúnaði stór- veldanna í álfunni. Það ætti því að vera fagnaðarefni fyrir friðarsinna, svo og alla sem láta sig þessi mál einhverju skipta, að for- seti Bandaríkjanna hefur átt frum- kvæði að því að koma hreyfingu á málin þótt hann hafi um leið varpað „boltanum” yfir til þeirra í Kreml. Og nú hafa Rússar gripið „boltann” á lofti og vilja skoða hann nánar! Hafi friðarsinnar í Evrópu og áhangendur þeirra hér á Islandi kallað ræðu Reagans áróðursbragð hafa nokkrir áhrifamenn í Kreml ekki sömu skoðun. — Þeir vilja sem sé athuga gaumgæfilega þessa tillögu Bandaríkjaforseta áður en henni verður hafnað. Það verður því sennilega einhver bið á nýrri stefnumörkun friðarsinna meðan þeir Kremiverjar setja fram sína úrslitakosti í takmörkun kjarn- orkuvopna. Kannski verður beðið á- tekta þar til Ólafur Ragnar kemur með „stefnuna” út úr sendiráði Sovétríkjanna hér í Reykjavík. — Við sjáum hvaðsetur. „Til hamingju með hið nýja og sameinaða blað” —segir í bréfi f rá Flugleiðum Erling Aspelund, framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs Flugleiða, skrifar: Kæru ritstjórar. Ég óska ykkur til hamingju með hið nýja og sameinaða blað. Með tilvísun til fyrri leiðara og greina í Dagblaðinueránægjulegt að sjá að menn hafa lært af reynslunni og eru nú sammála um að þar sem markaðurinn er lítill er betra að hafa eitt sterkt fyrirtæki en tvö eða fleiri veikburða. Tilefni þessara skrifa er leiðari í fyrsta eintaki eftir sameininguna. Þegar ég las hann kom mér í hug fréttatilkynning, sem hefði mátt senda út í ágúst 1973; þegar flugfé- lögin sameinuðust. Þar sem þið óskið eftir því að sem flestir sendi linu bið ég ykkur að stilla sama leiðaranum og „fréttatilkynn- ingunni” lesendum til skemmtunar og fróðleiks. Þar kemur glöggt fram að þið ritstjórar eruð okkur Flug- leiðafólki sammála. Við fögnum þessufn stuðningi ykkar. „Óháö þjóðarsamgöngu- fyrirtæki „Eðlilegt er að menn verði hvumsa, þegar flugfélögin sameinast í eitt flugfélag, eftir að hafa eldað grátt silfur í fjölda ára. Hvernig má vera unnt að strika svo gersanjlega yfir gamlar væringar, sem nú hefur verið gert? Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þessum árum. Þróun flugsins hefur gert fyrri ágreiningsefni fyrst lítilfjör- leg og síðan úrelt. Jafnframt hefur hún hlaðið upp nýjum verkefnum, sem sameinaða krafta þarf til að leysa. Verkföllin voru kornin, sem fylltu mælinn. Það gaf mönnum tíma og tækifæri til að hugleiða, hvort félög- in væru í stakk búin til að bera her- kostnað árlegra vinnudeilna og veita viðskiptavinum þar á ofan nauðsyn- lega þjónustu. Flugmarkaðurinn er enn opinn, þótt flugfélögunum hafi fækkað úr tveim í eitt. En hið nýja flugfélag ætl- ar sér sterkari samkeppnisaðstöðu á þeim markaði en félögin tvö höfðu áður, hvort í sínu lagi. Við viljum nú sækja fram að nýju. Bæði félögin hafa af of veikum fjárhag reynt að halda uppi merki frjálsra og óháðra flugfélaga. Með sameiningu kraftanna á enn frekar en áður að vera unnt að veita viðskipta- vinum öruggari og fullkomnari þjón- ustu. Hið sameinaða flugfélag hefur að meginmarkmiði að starfa óháð flokkum og flokksbrotum, aðilum vinnumarkaðarins, öðrum öflugum valdamiðstöðvum þjóðfélagsins og öllum stórum og smáum þrýstihóp- um, sem láta að sér kveða. Viðskiptavinir fá nú mun stærra flugfélag en þeir fengu áður, án þess að verðið hækki þess vegna. Þeir sem áður verzluðu við bæði félögin verzla nú við eitt félag. Sameinaða flugfélagið er svo stórt, að það rúmar alla þjónustu, sem ein- kenndi hvort félagið fyrir sig. Hið eina sem fellur niður er tvíverknaður- inn. Viðskiptavinir hvors félags fá þvi sitt félag áfram og svo úrval úr hinu til viðbótar. Við höfum svo ástæðu til að ætla að sameiningin veiti okkur einnig mátt til að leggja út á nýjar brautir, svo að farþegar fái nýja þjónustu, sem þeir fengu ekki í félögunum tveimur. Þannig viljum við stækka farþegahópinn. Þetta ber að svo skjótlega, að enn hefur ekki tekizt að móta hið samein- aða félag að fullu. Það er sérkennileg og skemmtileg blanda úr foreldrum sínum. Smám saman mun það fá sitt eigið svipmót, þegar það vex úr grasi. Tæknibreytingar flugsins og ann- arra samgöngutækja hafa verið örar á undanförnum árum og verða enn í náinni framtíð. Fjárhagur félaganna tveggja, sem hér hafa sameinazt, leyfði þeim ekki að fylgjast með sem skyldi á þessu sviði. Með sameiningunni á að vera kleift að afla þeirrar tækni, sem nú og framvegis verður talin nauðsynleg til að hagkvæmni sé í hámarki, tafir sem minnstar, þjónustugæði sem bezt og upplýsingar til viðskiptavina sem ferskastar. Verulegur hlutur þjóðarinnar skiptir við þetta flugfélag. Við viljum halda góðu sambandi við ykkur öll og fá fleiri í hópinn. Við viljum, að sem flestir sendi línu og hjálpi okkur við að móta óháð og frjálst þjóðar- samgöngufyrirtæki. Við höfum lært af reynslunni og teljum okkur hafa gott veganesti til að leggja með viðskiptavinum okkar i nýjan áfanga þróunarbrautarinnar. Við vonum, að sú flugferð verði okk- ur öllum sem gagnlegu^t og ánægju- legust. Flugfélag íslands — Loftleiðir” Oháður þjóðarfjölmiðill Eðlilcgt er, að mcnn verði hvumsa, þegar síðdegis-1 blöðin sameinast í eitt dagblað eftir að hafa eldað' saman grátt silfur í rúmlega sex ár. Hvernig má vera unnt að strika svo gcrsamlega yfir gamlar væringar, sem núhefur verið gert? Mikið vatn hcfur runnið til sjávar á sex árum. Þróun fjölmiðlunar hcfur gert fyrri ágreiningsefni fyrst lítil- fjörleg og siðan úrelt. Jafnframt hefur hún hlaðið upp nýjum vcrkefnum, sem sameinaða krafta þarf til að leysa. Verkfallið var kornið, sem fyllti mælinn. Það gaf mönnum tíma og tækifæri til að hugleiða, hvort blöðin væru i stakk búin til að ber;. herkostnað árlegra vinnu- deiina og vcita lesendum þar í ofan nauðsyniega þjón- ustu. Dagblaðamarkaðurinn er enn opinn, þótt biöðum hafi fækkað úr scx i fimm. En hið nýja blað ætlar sér [ stcrkari samkeppnisaðstöðu á þeim markaði en blöðin tvö höföu áður, hvort í sinu lagi. Við viljum nú sækjaj laðnýju. Sýnishorn af leiðara Dagblaðsins & Vísis fimmtudaginn 26. nóvember sl„ er undirritaður var af ritstjórunum báðum, Jónasi Kristjánssvni og Ellert B. Schram. Ingvar Helgason Vonarlandi <Sogamýri 6 simi 33560 Varahlutaverslun Rauðagerði Símar: 84510 & 84511

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.