Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1981, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1981, Blaðsíða 18
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981. DAGBLAÐIÐ & VtSIR. MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981. 18 íþróttir íþrótt íþrótt íþróttir íþrótt 19 íþrótt íþrótt Iþrótt íþróttir Stefán leikur ekki meira með Val —ætlar að taka sér hvfld f rá handknattleik Stef&n Gunnarsson, handknattleiks- maðurinn kunni úr Val, hefur ákveðið Stef&n Gunnarsson. örn Guðmundsson. Öm aft- ur til KR KR-ingar eru mjög ánægðir með að vera búnir að f& Hólmbert Friðjónsson sem þjálfara og það er mikill hugur i herbúðum þeirra. Örn Guðmundsson, miðvallar- spilari Vesturbæjarliðsins, sem lék með Þór frá Akureyri sl. keppnis- timabil, hefur ákveðið að ganga aftur til liðs við sína gömlu félaga og klæðast KR-búningnum næsta sumar. -SOS. Tvö lið —tvö lið niður Örn Eiðsson var endurkjörinn formaður Frjálsíþróttasambands íslands á þingi þess um siðustu helgi. Tveir menn hættu í stjórninni, Hreinn Erlendsson og Sigmundur Hermannsson, en i þeirra stað voru kosnir þeir Sigurður Helgason og Sigfús Jónsson. Mörg mál voru rædd á þinginu og ýmsar breytingar gerðar á lögum og reglum. Má þar m.a. nefna að samþykkt var með 14 atkvæðum gegn 12 að í deildakeppninni i frjálsum fþróttum skuli tvö lið falla á milli deilda og tvö koma upp í stað eins liðs eins og veríð hefur fram að þessu. -klp- að taka sér hvild frá handknattleik og mun hann því ekki leika meira með Valsliðinu i vetur. — Ég hafði hreinlega ekki tíma til að standa i þessu og var ekki tilbúinn að leggja meira á mig, sagði Stefán i stuttu spjalli við DB og Vísi i gærkvöldi. Stefán sagði álagið nú mikið á handknattleiksmönnum. — Við æfðum 5 sinnum í viku og þá var leikið um helgar. Það er ekki hægt til lengdar að koma þreyttur heim úr vinnu kl. 18—19 á kvöldin og rífa sig siðan upp til að fara á erfiðar æfingar, sagði Stefán. Með Stefáni hverfur einn af lit- ríkustu handknattleiksmönnum undan- farin ár úr handknattleiknum. -SOS. Golfskolinn fer i gang Golfskóli Þorvaldar Ásgeirssonar tekur aftur til starfa nú á laugardaginn og verður hann starfræktur i allan vetur. Skólinn er til húsa í íþróttahúsinu í Garðabæ og er á laugardögum frá kl. 9.30 til 14.00. Þar kennir Þorvaldur allan galdur golfíþróttarinnar og þar er einnig æfingaaðstaða fyrir lengra komna. Nánari upplýsingar um skólann og námskeiðin eru gefnar í síma 14310 . nvern sinn f ineur for hann a kostum — lek við hvern sinn fingur og skoraði 24 stig. Petur fekk mjög goða doma fyrir leik sinn og var honum hrósað mikið fyrír útsjónarsaman leik og samleik. -sos. - skoraði 24 stig gegn Seattle Supersonic Það er skammt stórra högga á milli hjá körfuknatt- leiksmanninum snjalla Pétri Guðmundssyni, sem leikur með Portland Trail Blazer í IMBA-atvinnudeildinni í Bandarikjunum. Pétur átti mjög góðan leik gegn Chica- go á sunnudaginn eins og við sögðum frá f gœr. Pétur var aftur í sviðsljósinu á mánudagskvöldið þegar Portland Trail Blazer lék gegn Seattle Supersonic. Þá Pétur Guðmundsson sést hér í leik með Portland. Þær kínversku fóru upp á „háa-cið” — þegar ein þeirra fékk ekki hæstu einkunn á heimsmeistaramótinuí Moskvu Eins og við var búist röðuðu sovésku keppendurnir sér í efstu þrepin á verðlaunapallinum á heimsmeistara- mótinu 1 fimleikum karla og kvenna sem lauk i Moskvu um siðustu helgi. Sovétmenn sigruðu í bæði liðakeppni karla og kvenna og í keppni einstaklinganna áttu Sovétrikin sigurvegara í flestum greinum. Kínverjar voru nú með í fyrsta sinn í HM í fimleikum og létu mikið að sér kveða, en voru þó í lokin kærðir fyrir dónalega framkomu. Heimsmeistari karla varð Yuri Korolev, Sovétríkjunum. Hann hlaut samtals 118,375 stig en landi hans Bogdan Maktus var með 118,350 stig. Japaninn Koji Gushiken tók silfrið með 117,975 stigum, en Kínverjinn Tong Fei varð fjórði með samtals 117,375 stig. Heimsmeistarinn 1 fimleikum karla, Youri Korolev, 1 æfingum á hringjum, en þar fékk hann hæstu einkunn á heimsmeistaramótinu i Moskvu. 21 árs landsliðið í knattspy rnu í Evrópukeppnina? Allt bendir nú til að landslið íslands i knattspyrnu — skipað leikmönnum 21 árs og yngri, taki þátt í Evrópukeppni landsliða fyrir þennan aldursflokk 1982-’83. Landsliðið 21 árs og yngri mun leika með sömu þjóðum í riðli og A- landsliöið leikur með í Evrópukeppni landsliða. Ef þetta verður ákveðið, á árs- þingi KSÍ, þá hefur verið stigið stórt skref i sambandi við að brúa bilið á milli unglingalandsliösins oe landsliðsins, þannig að hinir ungu og efnilegu leikmenn okkar fá góða reynslu áður en þeir byrja a leika með A-landsliðinu. -sos. Á ýmsu gekk í ensku deildabikarkeppninni: Ray Kennedy rekinn útafáHi þegar Liverpool mátti hrósa happi „Rauði herinn” frá Liverpool mátti hrósa happi, að sleppa með jafn- tefli (0—0) gegn Arsenal á Highbury í London í gærkvöldi þegar liðin mættust i 16-Uða úrsUtum ensku deiidabikarkeppninnar. Leik- menn Liverpool léku aðeins 10 inn á í 50 min., þar sem Ray Kenne- dy, fyrrum leikmaður Arsenal, var rekinn af leikvelU. Dómarinn, Alan Seville frá Birmingham, rak hann af veUi fyrir brot á Peter Nicholas. Eftir það lék Liverpool með aðeins einn mann i sókn og leikmenn Arsenal, sem léku mjög vel, voru nær látlaust í sókn en þeim tókst ekki aðkoma knett- inum fram hjá Bruce Grobbelaar, markverði Liverpool, sem varði hvað eftir annað mjög vel. Þegar 4 mín. voru til leiksloka skeði umdeilt atvik — leikmenn Arsenal vildu fá vítaspyrnu þegar Grobbelaar hljóp út á móti Graham Rix og felldi hann. Dómarinn dæmdi ekki víta- spyrnu — færði brotið út á vítateigs- linuna. Tveir útaf Ray Kennedy var ekki eini leik- Watford-QPR Wigan-Aston Villa 4—1 1—2 George Best til Middles- brdugh maðurinn sem var rekinn af leikvelli. Paul Allen (West Ham) og Ally Brown (WBA) voru reknir af leikvelli þegar WBA stöðvaði sigurgöngu „Hamm- ers” á Upton Park — 0—1. Þetta var aukaleikur liðanna í deildabikarkeppn- inni og mætir Albion Crystal Palace í 16-liðaúrslitum. Leikmenn West Ham áttu nær allan leikinn og léku þeir Trevor Brooking og Alan Devonshire mjög vel. Sá leik- maður sem kom í veg fyrir sigur „Hammers” var Mark Grew, mark- vöröur Albion, sem átti stórleik. Það var blökkumaðurinn Cyrille Regis sem skoraði sigurmark Albion 6 mín. fyrir leikslok eftir varnarmistök Alvin Martin sem misreiknaði sendingu Steve | MacKenzie. Úrslit urðu annars þessi í ensku I deildabikarkeppninni i gærkvöldi: 3. umferð: West Ham-WBA 0—1 16-liða úrslit: Arsenal-Liverpool 0—0 Leikmenn Wigan voru ekki búnir að tapa leik á Springfield Park í þrjá mán- uði þegar þeir fengu Englandsmeistar- ana í heimsókn. Það var ekki fyrr en á 87. mín. að Aston Villa náði að tryggja sér sigur. Gary Shaw átti þá fyrirgjöf fyrir mark Wigan þar sem Peter Withe var á réttum stað og skoraði hann með þrumuskoti. Peter Houghton skoraði ♦ mark Wigan af 15 m færi á 9. mín. en Gordon Cowans náði að jafna úr víta- spyrnu á 55. mín. Les Taylor skoraði 2 mörk fyrir Wat- ford en þeir Gerry Armstrong og Luther Blissett skoruðu hin mörkin. Simon Stainrod skoraði fyrir QPR. -sos. Ray Kennedy var í sviðsljósinu. Hankin til Arsenal Ray Hankin, fyrrum leikmaður Leeds, lék sinn fyrsta leik með Arsenal gegn Liverpool í gær- kvöldi. Arsenal keypti Hankin á 300 þús. pund frá Vancouver Whitecaps. -SOS. Landsliðsþjálfari Finna var rekinn — þegar hann reyndi að smygla lyfjum fyrir fínnskt f r jálsíþróttafólk Finnski landsliðsþjálfarinn i frjáls- um iþróttum, Seppo Simola. hefur verið rekinn úr starfi. Var það gert eftir að upp komst að hann hafði smyglað „anabole steroider” inn til Finnlands þegar hann var að koma með finnska landsliðið úr keppnis- ferð á dögunum. Þetta er annað „dópmálið” sem upp kemst i íþróttaheiminum á Norðurlöndunum á nokkrum dögum. Sænski kraftlyftingamaður- inn Ray Yvander var tekinn með um 1000 piilur við komuna frá heims- meistaramótinu í Kalkútta og á hann nú yfir höfði sér minnst tveggja ára keppnisbann. Svíar eru svo með annað stórmál á sama sviði. Þeirra skærasta stjarna í frjálsum íþróttum, Linda Haglund, neytti örvandi lyfja á Sænska meist- aramótinu um miðjan ágúst. Reynt var að þagga það mál niður, en tókst ekki. Svíar skella allri skuldinni í því máli á hinn finnska þjálfara hlaupa- drottningarinnar, Pertti Helin. Hún hafi ekki vitað neitt um hvað hann var að gefa henni. Heldur þykir það nú þunn afsökun og varla að hún sleppi við keppnisbann fyrir það. -klp- Hin 15 ára gamla Olga Bicherova, sem að sjálfsögðu er sovésk, sigraði 1 keppni kvenfólksins. Þar var fyrirfram álitið að ólympíumeistarinn Yelena Davidova yrði meistari eftir frammistöðu hennar í siðustu mótum — hæði utan og innan Sovétríkjanna. En hún missti af „gullinu” þegar hún datt er hún var að koma sér fyrir á slánni í upphafi sýningar sinnar þar. Fékk hún ekki nema 9,35 í einkunn fyrir þá grein og varð því að láta sér þriðju verðlaunin nægja í þetta sinn. Baráttan stóð eftir það á milli Olgu og hinnar tvítugu Mariu Filatovu og hafði Olga sigur í síðustu greinunum. Kínverskar stúlkur vöktu mikla athygli á mótinu sérstaklega þó síðasta daginn en þá fór allt kinverska kvennaliðið uppá „háa-cið”, og vel það!! Ástæðan var sú að dómararnir gáfu þá einni þeirra, Ma Yanhong „aðeins” 9,9 í einkunn fyrir eina æfingu. Kínverjarnir vildu meina að hún hefði átt að fá 10. Mótmæltu þeir því með að mæta ekki við verðlaunaaf- hendinguna þar sem Ma Yanhong átti að taka við silfurverðlaunum en hin austur-þýska Maxi Gnauck við gullinu. Voru Kínverjarnir kærðir fyrir þessa framkomu til alþjóða fimleika- sambandsins. -klp- George Best. Knattspyrnukappinn George Best I mun að öllum líkindum ganga til liðs I við Middlesbrough og leika með liðinu I í vetur. Samningaviðræður standa nú | yfir á milli Best og „Boro”. Það er greinilegt að George Best I hefur sett stefnuna á HM-keppnina á Spáni næsta sumar. Ætlar sér að leika með „Boro” í vetur til að komast í[ góða keppnisæfingu — og freista þess að vera valinn í landsliðshóp N-1 írlands. -SOS. I Dundee náði jafntefli íBelgíu Dundee United tryggði sér jafntefli (0—0) gegn Winlerslag i 16-liða úrslitum UEFA-bikar- keppninnar í knattsdpyrnu, þegar liðin léku fyrri leik sinn i Belgiu i gærkvöldi. Stenmark jvill hægja a feroinni Skíðakóngurinn Ingemar Stenmark ihugar nú mjög að taka ekki þátt i nema nokkrum keppnum á World Cup í alpagreinum á skíðum t vetur. Með þvi vill hann mótmæla stigagjöf keppninnar sem er þannig að hann á litla sem enga möguleika á að sigra þar sem hann tekur aldrei þátt í brun- keppni á World Cup. Segir hann og fleiri að þessar reglur hafi aðeins verið settar til að hann geti ekki unnið ■framar. Stenmark ætlar sér stóra hluti á I heimstaramótinu í Schladming í Austurríki i vetur og það er líka ein af ástæðunum fyrir því að hann ihugar nú að minnka þátttöku í World Cup. Þá fær hann betri tíma til að æfa 1 Schlad- ming en þar kann hann mjög vel við ] sig. -klp- Enginn snjór í Val DTsere Stjórnendur heimsbikarkeppninn- ar I alpagreinum á skiðum eiga nú við mikið vandamál að striða en það er snjóleysi, Ekki einn einasti staður í Mið- Evrópu er hæfur til að halda heims- bikarkeppni, eða raunar neina aðra skíðakeppni um þessar mundir, því þar er engan snjó að hafa. í Val D’Isere i Frakklandi þar sem fyrsta heimsbikarkeppnin á að vera nú í vikúnni eru allar hlíðar baðaðar haustblómum og þar hefur ekki eitt einasta snjókorn fallið á þessu hausti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.