Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1982, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1982, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 3. MAÍ 1982. Hjerte-Speed Hjerte-Flame Hjerte-Twist Hjerte-Sagita sendingar Ódýrt smyrna, straufríir dúkar í úrvali. Löberar og dúllur. Ennfremur ísaumaðir og heklaðir dúkar í úrvali. HOF Ingólfstræti 1 (gognt Gamla bíói). Sími 16764. LEDURSÓFA SETT Þungt hljóð íflutningabflsf jérunr. „Þetta er hreinn og klár þjófnaður" - segir Hjalti Skaftason um þungaskatt og þungatakmarkanir Mjög hagstœtt verð, aöeinskr. 13.920. Fœst í tveim litum. Góö greiðslukjör Reykjavíkurvegi 68 Hafnarfirði Sími 54343 „Ef Steingrímur Hermannsson hefði einhvern vott af sómatilfinningu mundi hann hreinlega segja af sér í stað þess að leggja blessun sína yfir þetta. Það er vísvitandi verið að stela af okkur tugþúsundum króna og það án nokkurs kinnroða.” Sá sem svo opinskátt mælir heitir Hjalti Skaftason og gerir út flutninga- bíla á leiðinni Reykjavík-Skagasu-önd. Nú fer í hönd sá tími sem hvað mest ergir þá er um þjóðvegina aka á þyngri farartækjum, því strangar takmarkanir eru alltaf settar á vorin um þann þunga sem flytja má. Fjórar vikur hefur bannið staðið núna og menn sjá fram á aðrar fjórar til viðbótar, að minnsta kosti. En hverju er verið að stela? ,,Við greiðum þungaskatt, kr. l,82, af hverjum þeim kilómetra sen> ekinn er og er miðað við 23ja tonna þyngd. Þegar takmarkanirnar eru settar er nýtingin á bílunum ekki nema 30— 40% og enn minni þegar skrölt er með vagnana aftan í, því af þeim þarf að 4C „Ætli þungaskatturinn hjá mér þessa vikuna fyrir þrjá bfla losi ekld átta þúsund krónur og vel það. Manni er sagt að þetta eigi að fara til vegagerðar, en hvar er árangurinn? Hann sést hvergi,” segir Hjalti Skaftason, flutningabilstjóri frá Skagaströnd. DV-mynd: Bj. Bj. borga líka. Þetta þýðir auðvitað að keyra þarf dag og nótt, því nóg er af vörum til að flytja og okkar skylda að koma þeim sem fyrst á áfangastað. Heilu byggðarlögin fá nauðþurftir sínar með þessum hætti og því þýðir ekkert að slaka á. Þessi aukni akstur þýðir auðvitað meiri þungaskatt og gjaldið lækkar ekkert þó bílarnir séu hálftómir. Þetta er hreinn og klár þjófnaður, ekkert annað. Svo eru þessar vigtanir hreinasta svívirða. Vigtarnar ekki einu sinni lög- giltar. Það væri nær að hieypa heflum á þessa kafla sem erfiðastir eru, í stað þess að halda fleiri flokkum úti við vigtanir sólarhringum saman. En þeir sjást ekki, — kannski er búið að selja þá. Núna síðustu viku hafa menn ekið sem vitlausir væru með skreið hingað suður til aö koma henni i skip áður en útflutningsbannið tekur gildi. Og aldrei hafa vigtararnir verið ötulli og stifari en einmitt þessa daga. Þetta er milljónaspursmál fyrir ótal fiskvinnslu- fyrirtæki úti á landi og flutnings- kostnaðurinn hjá þeim margfaldast fyrir vikið. Þetta er ekkert nýtt, þetta eru sömu drullupyttirnir ár eftir ár sem hamla flutningunum. Og það eina sem gert er er að moka ofan í þá meiri drullu. Þessi vegamál hér eru svo forkastanleg að það tekur engu tali. Maður hefur til dæmis horft á heilu brýrnar fjúka t vondum veðrum, þó bílarnir standi óhreyfðir rétt við þær. Brýr sem eiga að halda uppi öllum umferðarþunga þjóðveganna. Og í vetur varð að loka Ieiðinni norður i heila viku af því að nýja kiæðningin undir Hafnarfjallinu gaf sig. Jafnvel nýframkvæmdirnar eru svo aulalega unnar að þær væru betur geymdar á teikniborðunum. Manni finnst óneitanlega fáránlegt að niðri á skrifstofu vegamál.astjóra skuli sitja einhverjir verkfræðingar og tæknimenn og stjórnaallri umferðum landið, menn sern sjaldan eða aldrei koma út á vegina. Það er ekki einu sinni haft samráð við vegaeftirlits- mennina sjálfa. Við keyrum á drullu, fyllum bílana af drullu og borgum svo offjár fyrir allt saman. Til dæmis var ég um daginn sektaður fyrir of mikinn þunga. Þá hafði ég smúlað bílinn allan áður en lagt var af stað og skellt honum á vigt. En þegar á vigtar Vegagerðarinnar kom höfðu bætzt við 600 kíló. Rúmiega hálft tonn af drullu og af því mátti ég auðvitað borga fulla sekt. Svo eru þessir kallar að gorta sig af auknum vegaframkvæmdum. Ef þetr byggju annarsstaðar.væruþeir örugg- lega búnir aö þakka fyrir sig og kveðja stólana.” Og með það var Hjalti rokinn enda litill tími til að taka sér pásur á þessum annatíma. -JB Eyjaskipstjóri sæmdur af reksmerki iýðveldisins — fyrir björgun skipver ja síns Forseti Islands sæmdi í gær Steingrím Sigurðsson, skipstjóra í Vestmannaeyjum, afreksmerki hins íslenzka lýðveldis úr silfri fyrir frábæra björgun skipverja sins af V/B Bjarnarey undan Hjörleifs- höfða hinn 8. janúar 1981. Afhending merkisins fór fram að Bessastöðum að viðstöddum full- trúum á landsþingi Slysavarnafélags islands. Afreksmerki hins íslenzka lýðveldis var stofnað árið 1950 og má sæma merkinu innlenda menn og erlenda er hætt hafa lífi sínu eða heilsu við björgun íslenzkra manna úr lífsháska. Merkið hefur einu sinni áður verið veitt íslendingi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.