Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1982, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1982, Blaðsíða 14
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MÁNUDAGUR 3. MAI 1982. 14 ^ .. ... ____________ ^ Gleraugnadeildin Austurstræti 20 — Sími 14566. Barnagleraugu í úrvali Sterk m/hertum öryggisglerjum VANTA5,r. FRAMRUÐU? Ath. hvort við getum aðstoðað. Isetningar á staðnum. BÍLRÚÐAN SIMAR2S7S50G 25780 declmln til megrunar Búum öldruðum áhyggjulaust ævíkvöld. Miði er möguleiki Umboðsmenn DAS í Reykjavík oé nágrenni. Aðalumboð, Vesturveri, Símar 17757 og 24530 Verzlunin Neskjör, Nesvegi 33, Símar 19832 og 19292 Sjóbúðin við Granda, Sími 16814 Þórunn Andrésdóttir, Dunhaga 17, Sími 10662 Verzlunin Roði, Hverfisgötu 98, Sími 20960 Passamyndir hf., Hlemmtorgi, Simi 11315 Bókabúð Safamýrar, Háaleitisbraut 58-60, Sími 35230 Hreyfill, Fcllsmúla 24, Sími 85521 Paul Heide Glæsibæ, Sími 83665 Verzlunin Rafvörur, Laugarnesveg 52, Símar 86411 og 37015 Hrafnista, skrifstofan, Símar 38440 og 32066 Verzlunin Réttarholt, Réttarholtsvegi 1, Sími 32818 Bókaverzlun Jónasar Eggertssonar, Rofabæ 7, Sími 83355 Arnarvai, Arnarbakka 2, Sími 71360 Straumnes, Vesturberg 76, Símar 72800 og 72813 Blómaskálinn, Kópavogi, Sími 40980 Bóka- og ritfangaverzl. Veda, Hamraborg 5, Kópavogi, Sími 40877 Borgarbúðin, Hófgerði, 30, Kópavogi, Sími 40180 Bókaverzl. Gríma, Garðaflöt 16-18, Garðabæ, Sími 42720 Hrafnista, Hafnarfirði, Sími 53811 Kári og Sjómannafélag, Strandgötu 11-13, Hafnarfirði, Sími 50248 Fyllirfinuað Ijúka, nú koma timburmennimir í fjögur ár hafa vinstrimenn f Reykjavík og Kópavogi verið i meiri- hlutasamstarfi um stjórn þessara tveggja fjölmennustu sveitarfélaga landsins. í upphafi var miklu lofað enda til mikilsað vinna. Hitt ersíðan nokkuð sem flestir kyngja, að efndirnar hafa látið á sér standa. Þegar þrír flokkar eru í samstarfi er ljóst að enginn þeirra fær öllum sin- um málum framgengt, heldur verður að slipa saman kröfurnar svo hver fái nokkru framgengt. Þetta er enginn stórisannleikur, heldur aðeins viðtekin sannindi um samskipti meðalgreindra og fullveðja manna. Árangur? En hver hefur verið árangurinn af samstarfinu? Svarið er ekki langt, enda hefur í flestum málum ekkert verið gert og í öðrum lítið. En í einum málaflokki hefur tekist ,,vel” upp, eða öllu heldur tekist mikið upp, ef svo má að orði komast. Þaðer félags- lega hliðin á rekstri þessara sveitar- félaga. Bæði í Reykjavík og Kópa- vogi hefur félagsmálabáknið þanist út með miklum hraða. Samvinna hinna fullveðja vinstrimanna hefur ekki tekist betur en svo, að flest mál hefur verið ágreiningur um og þau söltuð til lengri eða skemmri tíma. Síðan hafa menn náð sáttum um „aukna” félagslega þjónustu, eins og það er orðað, sem einhverskonar málamiðlun þegar allt annað hefur brugðist. Skattborgararnir hafa fundið fyrir þessari „auknu” þjónustu í formi hækkaðra gjalda og fáu öðru. „Velferðar"-vandamál Þróun þessi, sem íbúar Reykja- víkur og Kópavogs hafa verið þolendur að, er ekkert einsdæmi í heiminum, nema að því leyti að vinstri flokkarnir hafa félagsmála- sukkið á stefnuskrám sínum. Heldur er þessi hættulega þróun landlæg í hinum vestrænu ríkjum, þótt flestir vinni gegn henni. Vinstri flokkarnir eru þvi að hluta til viðundur og tíma- skekkja, en að hluta venjulegir kerfisþrælar. „Fólagslegt fyllirí" Ég hef kosið að kalla þessa stefnu „félagslegt fyllirí”, því að með réttu má likja stjórnmálamönnum við Kjallarinn Haraldur Kristjánsson fyllibyttur, sem f óráði og stjómlítið eyða fjármagni til einskisverðra eða lítilsverðra hluta, sem skilja fátt eftir sig annað en timburmennina. Sá er þó munurinn á vinstrisinnuðum stjórnmálamanni og fyllibyttu, að fyllibyttan kemst i þrot með fjár- magn en stjórnmálamaðurinn ekki. Þegar hann vantar aura, gerir hann einfaldlega „stórátak í skatta- málum”, — hókus pókus. Þetta hefur væntanlega farið fram hjá fáum siðastliðið kjörtíma- bil. Framkvæmdir litlar eða slæmar Skipulagsmál bæði Reykjavíkur og Kópavogs eru í mikilli flækju. Lítið fjármagn hefur verið sett í að skipuleggja ný hverfi og því horfið á það ráð að þétta byggð, sem er stórum ódýrara. Lóðaframboð þarf að auka um nokkur hundruð prósent, til að nálgast eftirspurn. Aldrei fyrr hefur verið annar eins skortur á byggingarlóðum sem nú. (samhliða þessu má skrifa miklar langlokur til jress eins að segja frá „skipulagsfimleikum” þeirra vinstri- manna, sem hafa mætt mikilli and- spyrnu, en það verður ekki gert hér). f Kópavogi er eitt stórvandamál, sem stefnir vexti bæjarins í voða og allir flokkar lofuðu að ráða bót á um siðustu kosningar. Það er Kópavogs- ræsið svokallaða, sem á að taka við skolpi frá framtíðarbyggð í Fífuhvammslandi. Ljóster, aðekkert verður byggt í Fífuhvammivfyrr en þetta skolpræsi hefur verið lagt. Meirihlutinn, með bæjarverkfræðing í broddi fylkingar, er ennþá að klóra sér bak við eyrað yfir þessu vanda- máli, eftir fjögur ár. Það er síðan sorglega fyndið, að sá ágæti verk- fræðingur var á sínum tíma ráðinn til bæjarins til að leysa skolpræsa- vandamálin, enda sérmenntaður í þeim fræðum. Skolpræsaverk- fræðingurinn og vinstrimeirihlutinn koma til með að skilja þetta vanda- mál eftir, sem eitt brýnasta úr- lausnarefni næsta meirihluta, eftir kosningarnar í vor. Láglaunasvæði Lengi má telja upp hvernig stjómun þessara tveggja sveitarfélaga hefur verið klúðrað á eftirminnileg- an hátt á síðasta kjörtímabili. Eitt atriði til viðbótar er rétt að minnast á, en það er flótti fólks á starfsaldri frá höfuðborgarsvæðinu, en siðan straumur eldra fólks til baka. Nú er ekkert nema gott eitt um það að segja.að eldrafólk flytjist þangað sem það finnur sig öruggara, en sá flutningur má ekki vera á kostnað þeirra sem ennþá eru á starfsaldri. Það leiðir að lokum til þess, að öryggið sem eldra fólkið leitar að verður ekki fyrir hendi. Svo er nú komið að höfuðborgarsvæðið hefur lægstar meðaltekjur á íbúa á öllu landinu, og því sama hlutfall í gjöldum. Þetta er meðal annars or- sök af skattastefnunni og skipulags- óreiðunni. Það fólk sem vill byggja yfír sig húsnæði hefur orðið að gera það einhvers staðar annars staðar en í Reykjavík og jress vegna flutt í burtu. Þessari þróun verður að snúa'við, þannig að til borgarinnar flytjist fólk á öllum aldri og þeir sem fyrir eru neyðist ekki til að flytja burtu, svo að borgin verði ekki orðin að stóru fá- tækrahverfi áður en langt um liður. Timburmennirnir Það er ljóst, að fylliríið er á enda. Nú verða stórkallalegir félagsmála- „umbótamenn” að taka vítamínið sitt svo að þynnkan ríði þeim ekki að fullu. Sjálfstæðismenn munu í báðum þessum sveitarfélögum vinna stóra sigra. Spurningin er aðeins: Hve stóra? Fylliríið hefur tekið fjögur ár og er búið að vera dýrt, Timburmennirnir koma 22. maí, en hvað ætli þeir verði harðir? Haraldur Kristjánsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.