Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1982, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1982, Blaðsíða 36
44 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 3. MAÍ 1982. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Season Hubley leikur vændiskonu i myndinni Vice Squad og hér sóst hún i allnýstárlegum brúðarkjól. Lastalrfí Hollywood Fáar myndir njóta nú meiri vinsælda hjá bandarískum kvikmyndahússgestum en myndin Vice Squad (Liðsmenn lastanna) sem fjallar um niðurlægingu Hollywood. Þar finnast nú lítil merki eftir glys og glæsimennsku fornra frægðardaga. Sunset Boulevard er orðið að óþrifa- legu stræti þar sem hórmangarar og hórur stunda iðju sína. Mörg atriðanna í myndinni voru tekin á götum úti og segjast leikararnir hafa verið skelfingu lostnir yfir því sem þeir sáu. Þama hafast við dreggjar mannfélag sins og göturnar eru fullar af kornungum stúlkum sem hafastrok- ið að heiman og lifa nú á því að selja líkama sinn. — Þetta var alveg ótrúlegt, segir einn leikaranna í myndinni, Wings Hauser. — Við mynduðum atriði með "þykjustu” hórmöngurum og hórum, en allt í kringum okkur voru slíkar manngerðir Ijóslifandi, önnum kafnar við þessa iðju sina. Leikkonan Season Hubley, sem leikur vændiskonu í myndinni, segir að kynnin af götulifinu í Hollywood hafi verið hræðileg. Season, sem m.a. hefur leikið Pricillu Presley í nýrri mynd um Elvis segir: — Ég uppgötvaði að enn þann dag I dag leita hundruð ungra stúlkna til Hollywood í leit að frægð og frama — en þær enda sem hórur á götunum. — Myndin okkar er ekki geðsleg en hún er ekki verri en sannleikurínn, segir framleiðandinn, Sandy Howard. — Við viljum að hún verði öllum þeim stúlkum aðvörun sem halda að sú glansmynd sem þær sjá af Holiywood í bíó- og sjónvarpsmyndum sé rétt. Myndin hefur a.m.k. oröið til þess að opna augu borgarráðsmanna fyrir götuhryllingnum. Á nú að hefja mikla herferð gegn vændinu og einnig hefur verið skipulögð áróðursvika til að fá fólk til að leggja hönd á plóginn við hreinsun á götunum. Hann hefur þrjár flugvélar af gcrðinni Boeing 707 til einkaafnota. Hann hélt syni sinum veizlu á fjögurra ára afmælisdeginum sem kostaði 200.000 dali. Hann eyddi 2.5 milljónum dala I að gera upp hús I Beverly Hills á svo smekklausan hátt að nágrannarnir voru miður sín. En fyrir Mohammed Al-Fassi, 27 ára gamlan fursta frá Saudi-Arabíu eru slíkar upphæðir bara tittlingaskitur. Tekjur hans nema nefnilega 20 milljónum dala — á mánuði. Eignir hans eru virtar á 6 milljarði Bandarikjadala og hann eys út fé til hinna undarlegustu hluta. — Hann er vissulega afar sérkennilegur maður, segjr fyrrver- andi vinnuveitandi hans. — Hann hefur keypt sér hús um allan heim en býr næstum alltaf á hótelum. Og einn af fyrrverandi öryggis- vörðum hans minnist þess er hann hitti furstann í fyrsta sinn í London: — Hann hafði leigt alla efstu hæðina í Royal Lancaster Hotel — og hann skemmti sér við að spýta hnetuhýði á gólfið I svefnherberginu sínu. — Ein helzt ánægja hans var að kaupa sér nýja skó. Og eitt hótelher- bergið var troðfullt af skóm sem Al-Fassi, Dena og tvö af bömum þeirra: Hún hefur nú sótt um skilnað. hann hafði aldrei farið í. Sennilega fjórum — tynr ou.u/U „»...___ voru þar rúmlega 300 pör af nýjum helzta áhugamál hans var þó að skóm. kaupa dýr í nýjan dýragarð sem hann — Hann fór I stærstu leikfanga- á I Saudi-Arabíu og virtist mjög verzlunina í London og keypti þar auðvelt að plata hann í þeim efnum. Ieikföng handa börnunum sínum 200.000dafír í kassa Húsið í Beverly Hills: Brann til kaldra kola eftir að furstinn hafði eytt 2,5 milljónum dala i „endurbætur": Baðkerið sem kostaði furstann 65.000 dali. — í þetta sinn hafði hann keypt fjölda sauðkinda í þeirri trú að þetta væru kindur af alveg „sérstöku” Lundúna kyni. Hann smyglaði þeim inn á hótelið og þar ráfuðu þær jarmandi um ganga og skitu á gólf- teppin. — Hann borgaði oftast í reiðufé. Enda geymdi hann rúmlega 200.000 dali í kassa í herbergi konu sinnar. Kona hans, Dena, sem fædd er í Belgíu, hefur nú sótt um skilnað frá íonum. Hún segir að furstinn hafi :ytt um 2 milljónum dalaá mánuði í tóteldvalir, veizlur, gjafir og kaupgreiðslur til öryggisvarða sinna. Honum fannst ekki mikið að eyða 1.5 milljónum dala í að gera upp hús ntt í auðmannahverfinu Beverly Hills í Los Angeles. Nágrannarnir fylltust þó hryllingi yfir „umbótunum”. T.d. lét hann setja plastblóm í öll jurtakerin kringum húsið og málaði kynfærahár og geir- vörtur á 12 rómverskar styttur sem allar snéru út að götunni. Hann var afar stoltur af nýju baðkeri er hann keypti í húsið sem kostaði hann 65.000 dali. Hann lét mála allt húsið eiturgrænt að utan og nágrannarnir voru að springa af gremju. A nýjársdag 1980 kviknaði í húsinu og brann það til kaldra kola án þess að furstinn hefði nokkurn tlma flutt inn í það. Talið var að einhver hefði kveikt í því. Dena hef- ur nú eins og áður segir sótt um skilnað frá manni sínum. Krefst hún helmingsins af öllum eignum hans og umráðaréttar yfir börnum þeirra fjórum. Henni hafa þegar verið dæmdir 75.000 dalir í framfærslueyri á mánuði. Slík upphæð er þó eins og dropi í hafið fyrir hinn forríka fursta. NORÐURPOLLINN ER HÖRNIUNGASTAÐUR vjkjUi. Sir Ranulp Fiennes og dr. Charles Burton é Norðurpólnum: Hlakka mest tilað komastheim. Sir Ranulph Fiennes, sem verið hefur á ferð um norður- heimskautshéruðin ásamt félaga sínum, Charles Burton, segir að hann muni aldrei aftur hyggja á slíkt ferðalag og að hann hlakki mikið til að komaheim. — Ég er búinn að fá alveg nóg, segir hann. — Árum saman þráði ég að ferðast til fjarlægra og hættulegra staða. En þriggja ára hrakningaferð hefur svo sannarlega slökkt í mér ævin- týraþorstann. Fiennes og Burton komust á norðurpólinn fyrr í þessum mánuði og urðu þannig fyrstir manna til að fara yfir báða pólana i einni og sömu ferðinni. Og fer maraþon- heimsreisu þeirra því senn að ljúka. Fiennes sagði að norðurheimskautshéruðin væru það skelfilegsta sem hann hefði upplifað á leið- inni. Þegar hann komst loks á norðurpólinn fann hann sízt af öllu til vellíðunar, heldur óöryggis og ótta, sem hann segir að komi til með að þjá hann þar til þeim félögum takist loks að komast í burtu frá þessum hörmungastað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.