Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1983, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1983, Blaðsíða 8
8 DV. ÞRIÐ JUDAGUR 8. MARS1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd CIA HEFUR HERT NJÓSNIRNAR síðan Iranskeisara var bylt 1979 William Casey, forstjóri CIA, leyni- þjónustu Bandaríkjanna, sagöi í gær að stofnun hans heföi eflt mjög aögerðir til „upplýsingaöflunar” í löndum sem mikilvæg þykja hags- munum Bandaríkjanna, eins og Egyptalandi, Saudi Arabíu, Pakistan og Mexíkó. Tiltók hann aö þetta væri upplýs- ingasöfnun til aö meta „óstööugleik- ann” í þessum lykillöndum og fleirum, sem hann ekki tilgreindi nánar, þegar hann sat í gær fyrir svörum um breyt- ingar á CIA, sem geröar heföu verið eftir 1979. — Það var árið sem Iranskeisara var bylt en þaö kom mjög flatt upp á Washingtonstjómina, sem kunni CIA litlar þakkir fyrir skort á viövörunum. Casey vildi kenna Carter forseta og fleirum um og sagöi aö slíkt gæti ekki hent í dag. — ,,Ár hvert metum viö stööuna í öllum löndum sem em mikil- væg í einu eöa ööru tilliti,” sagöi for- stjórinn á fundi meö hópi sjálfboða- fólks sem ávallt er tiltækt til starfa á vegum stjómarinnar á ófriöartímum. Tœpara mátti það varla standa hjá íbúum í hjól- hýsahverfi í Pacifica suður af San Francisco á dögunum, þegar þar gekk yfir mikið hvassviðri með úrhellisrigningum og stórstraumsbrimgarði. Ber myndin það með sér. — Fimm manns létu lífið hér og þar í Kaliforníu íþessu ofstopaveðri. Danirglíma við bákniö Danska ríkisstjómin vill skera niö- veröa aö jafna hallann meö spamaði ur framlög til sveitar- og bæjarstjórna sem naumast veröur gert öðmvísi en um 3 milljarða danskra króna á næsta meö fækkun starfsfólks. Er búist viö aö ári. Jafnframtleggurstjóminbannvið þúsundum opinberra starfsmanna því aö sveitarstjómir bæti sér þennan verðisagtuppumnæstuáramót. mun upp meö hækkun skatta. Þær -Inga Huld í Danmörku. Skrimtu sjö mánuði á Suður- skautinu Sovéskur vísindamaöur lést og tutt- ugu félagar hans áttu á hættu aö fr jósa í hel eftir að eldsvoði varö í sovéskri rannsóknarstöð á Suðurheimskauts- landinu í apríl á síðasta ári. Þessar fréttir fhitti sovéska dagblaðið Izvestia ekki alls fyrir löngu. Samkvæmt frásögn blaðsins varö eldur laus þegar kviknaði í rafölum stöövarinnar vegna þess að rafalarnir vom ekki tengdir rétt. Þar meö slökkn- aöi á hitakerfi stöövarinnar og á tækjum til þess aö þíöa snjó. Einn vísindamannanna dó í eldinum og ótt- ast var um líf hinna því engin leiö var aö senda flugvél eftir þeim vegna veöurs. Hitastig var um þessar mundir —64 gráöur. En hópnum tókst aö gera viö rafalana svo þeir skiluöu nokkurri orku og héldu lífi þar til flugvél komst til þeirra sjö mánuðum seinna. Hópurinn mun hafa veriö að rannsaka eöli syöra segulskautsins. Umsjón: Guðmundur Pétursson Stórslys i kolanámu í Tyrklandi Konur og börn biöu grátandi á staðnum í morgun á meöan björgunar- sveitir leituöu enn þrjátíu manna, sem saknað er eftir gassprengingu í kola- námu á Svartahafsströnd Tyrklands. Vitað er um 67 látna. Sprengingin í gær varö 300 metra niðri i Armutchuknámunni skammt frá Eregli-bæ, sem er um 200 km aust- ur af Istanbul. Þykir þetta versta námuslys sem hent hefur í Tyrklandi í f jölda ára. En dauðaslys eru tíö í tyrkneskum námum og f jöldi þeirra sem farist hafa á síöustu tíu árum er nú kominn upp í 630. Ættingjarnir, sem biöu viö námuna, voru ekki úrkula vonar um að þeirra nánustu kynnu aö komast lífs af því aö 86 var bjargað lifandi en þó slösuöum upp í gærkvöldi og í nótt. Mörg likin voru hroðalega farin af sprengingunni og eldinum sem braust út á eftir og var erfiöleikum bundiö aö berakennslá þau. Orsakir.; þess að gasiö lak út, eða kviknaöi í þVí, eru ókunnar. Ekki meiri Reagan Meirihluti Bandaríkjamanna, 57%, vili ekki að Reagan Banda- ríkjaforseti bjóði sig fram að nýju þegar kjörtímabil hans rennur út. I könnuninni tóku þátt rúmlega eitt þúsund manns, en hún var gerð á vegum Newsweek tímaritsins. Samkvæmt könnuninni átti George Bush varaforseti mestan stuöning meöal Repúblikana sem forseta- efni ef Reagan byöi sig ekki fram. Engin kjarnavopn í Finnlandi Mauno Koivisto Finnlandsforseti hefur lýst því yfir að Finnar muni ekki líða þaö að sovésk eða önnur kjamavopn veröi sett upp á land- svæöi þeirra. „Við munum ekki leyfa aö kjamavopn verði flutt til landsíns. Það er móögun við ná- granna okkar að halda slíkt.” Þetta sagöi Koívisto í ávarpi til þingsins í Helsinki áður en þing- menn héldu heim til undirbúnings fyrir kosningar sem haldnar veröa 20.—21.mars. Óháð ríki þinga Leiðtogar frá um hundrað ríkj- um Asíu, Afríku og Rómönsku Ameríku hafa komið saman í Nýju Delhi, á þing bandalags óháöra þjóöa sem þar er haldið. Fidel Kastro, forseti Kúbu, sem verið hefur formaöur samtakanna frá því á þinginu 1979 í Havana, setti þingiö en við formannsembættinu mun taka Indira Gandhi, forseti Indlands. Búist er við að stórveldin tvö, Bandaríkin og Sovétríkin, muni veröa gagnrýnd á þinginu. Sovét- ríkin fyrir íhlutunina í Afghanistan og Bandaríkin fyrir afskipti af mál- efnum Miö-Ameríkurík janna og ey- rík janna i Karabíska hafinu. Hékk ífiugvél til Kanada Pólskur flugvirki, Ryszard Kuz- minski, flúði land meö flugvél pólska flugfélagsins Loí til Kanada um helgina. Hann faldi sig í hjóla- geymslu flugvélarinnar. Kuzminski sagðist hafa flúið því honum hefði verið hótað aö hann myndi missa atvinnu sína, ef hann undirritaði ekki eiöstaf þess efnis aö hann héti pólsku stjóminni holl- ustu sinni. Hann sagöi aö margir Pólverjar byggju við sams konar ógnir. Þegar flugvélin kom til Montreal stökk Kuzminski niöur úr hjóla- geymslunni og leitaði uppi lög- reglumenn og gaf sig á vald þeirra. Honum hefur verið veitt timabund- iö landvistarleyfi í Kanda. Kona hans og sonur uröu eftir í Póllandi. Næstráð- andi skæru- liði drepinn Einn helsti leiðtogi skæruliöa- hreyfingarinnarSendero Luminoso í Perú, Carlota Tello Cutti, var skotinn til bana í átökum viö her- sveitir stjómarinnar í Lima 21. febrúar sl. Iik hennar fannst í Huancasoncas, þorpi sunnan við Ayacucho. Ekkert hefur veriö skýrt frá því opinberlega hvemig þaö vildi til að hersveitimar fundu hana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.