Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1983, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1983, Blaðsíða 37
37 DV. ÞRIÐJUDAGUR8.MARS1983. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið ill Dvergurínn í ET er látinn Dvergurinn Patrick Bilton, sem var einn af þremur sem geröi myndina ET mögulega, er látinn. Hann lést í byrjun febrúar aöeins 35 ára að aldri. Bana- mein hans var blóðeitrun. Eins og fram hefur komiö hjá okkur á DV stóö í fyrstu til aö ET yrði rafmagnsdrifinn. Leikstjórinn Steven Spielberg var þó ekki hrifinn af slíku og sagöi nauðsynlegt aö fá fólk til aö fara í veruna viö einstakar mynda- tökur. Þaö varö síðan ofan á aö Patrick fékk ásamt dvergnum Tamöru de Treaux og drengnum Matthew, sem fæddist án fóta, þaö hlutverk aö fara inn í veruna. Áður en ET var gerö var Patrick algjörlega óþekktur. Hann vann á lögreglustöð í Bandaríkjunum og auk þess haföi hann starfað sem ráögjafi í körfubolta, hvort sem þiö trúiö því eöa ekki. Heimurinn syrgir nú Patrick vegna framlags hans til myndarinnar ET. Þaö var ekki létt verk að fara inn í veruna, því hún var nær algjörlega loftþétt. Sagt er aö Steven Spielberg hafi hugsað sér aö framleiöa og gera ET 2. En nú spyrja menn hvort þaö sé hægt viö lát Patricks. Hvaö um þaö, tíminn verður aö leiða þaö í ljós. Einn af þremur sem gerði myndina ET mögulega, dvergurinn Patrick Bilt- on. Hann ernú látinn, aðeins 35 ára að aldri. Elton John: i Krefst mill Jjóna Stórstjaman Elton John hefur látið til sín taka á fleiri stöðum en á tónlistarsviðinu. Eftir að hann kom til baka frá Vestur-Indíum og plötuupptökum í haust fór hann beint í réttarsalinn. Hann hefur nefnilega krafið gamla útgefandann sinn um milljónaupphæðir. Hann vill fá eignarréttinn bæði af plötum sem gefnar hafa verið út og af nótum yfir meira en 150 lög. Margt af þessu er eitthvað það besta sem hannhefur gert. Gilbert O’Sullivan og Sting úr Police hafa áður sótt svipuð mál og haft upp úr þeim milljónir. -MAM/Starfskynning. Formaður Stangaveiðifélags Reykjavikur, Ólafur G. Karlsson, greinir frá hverjir fá heiðursmerki félagsins. Þeir sem fengu þau i þetta skiptið voru Guðmundur Bang, Karl Ómar Jónsson, Run- ólfur Heydal og Gunnar Petersen. Pálmi Jónsson landbúnaðarráð- herra var heiðursgestur á árshá- tiðinni. Hér segir hann nokkur vel valin orð við hressa árshátiðar- gesti. Stangaveiðifélag Reykjavíkur hélt vel heppnaða árshátíð í Súlnasal Hótel Sögu fyrir skömmu. Húsfyllir var á hátíð- inni, enda er alkunna að þeir stangaveiðimenn „missa þessi stóru” tækifæri mjög sjaldan. Stangaveiðifélag Reykjavíkur var stofnað þann 17. maí 1939 og hefur starf félagsins ætíð verið með miklum blóma. Félagið verður í sumar með þrettán ár og vatnasvæöi og er sífellt veriö að auka við starf- semina hjá félaginu. Allt þetta og margt fleira hefur eflaust verið til umræðu á árshátíðinni á Sögu, auk allra veiðisagnanna. Þær eru eins og allir vita hinar fróðlegustu. Þá bar á því að nokkrir „stór- laxar” fengju þá „flugu í höfuðið” að taka snúning á dansgólfinu. Það á þó ekkert skylt við veiðiskap, eftir því sem við vitum best. Eða er það? Viö í Sviðsljósinu vonum að sumarið verði fengsælt hjá þeim stangaveiöimönnum og birtum því nokkra myndir af árshátíð- inni, sem laxasérfræðingurinn okkar.GunnarBender, tók. -JGH. Og þa eru þaö starrstu laxarnir á siðasta ári. Þau sem j>a veiddu fengu verðlaun og hér má sjá vcrö launahafana meö hina glæsilegu bikara. DV-myndir Gunnar Bender.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.