Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1983, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1983, Blaðsíða 9
DV. ÞRIÐJUDAGUR 8. MARS1983. Útlönd Útlönd Utlönd Útlönd RAÐIST GEGN MAFÍ- UNNI Lögregluyfirvöld í Palermo á Sikiley tilkynntu á sunnudag aö í velheppnaðri lögregluaögerð heföu 834 einstaklingar verið handteknir grunaðir um aðild að Mafíunni. I þessari aðgerð tóku þátt 8700 lögreglumenn. Talsmaður lög- reglunnar sagði að ennfremur hefði lögreglan endurheimt 291 stolinn bíl, einn milljarð líra af stolnu fé, tekiö 175 haglabyssur og herriffla og 140 skammbyssur auk sprengiefna og eiturlyfja. Lögreglumennirnir sem notuðu þyrl- ur og leitarhunda stóöu 548 menn að verki við glæpi og handtóku 286 menn sem þegar hafði verið gefin út hand- tökuskipun á. Talsmaöur lögreglunnar sagði að með þessu hefði f jölda Mafíu- f jöiskyldna verið gert ókleift að starfa. Eftir að Carlo Alberto dalla Alto hershöfðingi var myrtur í Palermo i september síðastliðnum samþykkti ítalska þingiö ný lög sem veittu lög- reglunni mikil völd og gerðu aögerðirn- ar um helgina mögulegar. Með þessum lögum er lögreglumönnum heimilt að rannsaka bankareikninga og milli- færslur sem notaöar eru til að fela fé og leggja niðurstöður sínar fram sem sannanir fyrir rétti, en það var áöur bannað. Löggæslan hefur með þessu brugðist við hinum nýja stíl Mafíufor- ingja, sem haga sér eins og fram- kvæmdastjórar stórfyrirtækja og hafa sína lögfræðilegu og f jármálalegu ráð- gjafa. Ekki var mikið um stór nöfn meöal hinna handteknu en þó var meðal þeirra 17 ára sonur mannsins sem tal- inn er yfirmaður Mafíunnar í Napolí, LuigiVollato. Byrjuðu á því að fellagengi Fyrsta verk ástralska verkamanna- flokksins eftir kosningarnar um helg- ina var að fella gengi Ástralíudollars um 10% i von um að stöðva straum fjárfestingarfjármuna úr landi. Nýja-Sjáland beið ekki boðanna og felldi einnig að bragði sinn dollar um 6% svo að útflutningsvamingur þeirra yrði ekki dýrari en Ástralíumanna. Kolanámumenn brýndir til verkfalla Félagsbundnir kolanámumenn í Bretlandi, um 200 þúsund talsins, ganga til atkvæða í dag um hvort hefja skuli allsherjarverkfall vegna lokunar einnar námu. Arthur Scargill, leiðtogi þeirra, hefur brýnt þá mjög og segir aö þeir verði að berjast eða horfa á starf þeirra eyðilagt. Formaður kolaráðs ríkisins hefur varaö kolanámumenn við því að verk- fall þeirra gæti staðið mánuðum sam- an án þess að áhrifa af því gætti í land- inu. Ráðið haföi ákveðið að loka og hætta rekstri óhagkvæmrar námu einnar í Wales. Einnig hefur spurst út að stjórnin ætli að ráöa bandarískan iðju- höld, Ian MacGregor, næsta formann kolaráðsins en það stýrir rekstri kola- náma ríkisins. MacGregor stjómar eins og stendur stáliðjum ríkisins, sem hafa verið, eins og kolanámurnar, þungur baggi á ríkissjóði en hann hef- ur mjög dregið saman rekstur þeirra og fækkað starfsliði á síðustu þrem ár- um. Þótt ekki sé víst að MacGregor taki við embættinu hefur Scargill, leiðtogi kolanámumanna, varað félaga sína við erfiðum tímum framundan ef þeir fái MacGregor yfir sig. — „Stjórnin ætlar aö eyðileggja þennan iðnað,”. segir hann. Lofar hann félögum sínum stuðningi annarra verkalýösfélaga og stuttu verkfalli ef þeir fylki sér á bak við hann. í október í haust leitaði Scargill verkfallsheimildar en það var fellt með 61% atkvæða. Síðasta allsherjar- verkfall kolanámumanna var 1974 og reið íhaldsstjóm Edwards Heath að fullu. En þá vom kolabirgöir af skom- um skammti og orkukreppan nýskollin á með margföldun olíuverðs. Kolanámumenn i Bretlandi ganga til atkvæða í dag um verkfallsheimild. LEITA ANDOFSMANNA HÚS ÚR HÚSI Yfirvöld Zimbabwe hrósa sigri í aö- gerðum stjórnarhersins gegn upp- reisnaröflum í næststærstu borg lands- Tíu námsmenn dæmdir Tíu námsmenn af albönskum ættum voru dæmdir til fangelsisvistar, frá einu ári, til fimm ára, fyrir ógnanir gegn ríkinu og að dreifa and- júgóslavneskum áróðri, í borginni Pec á Kosovo-sjálfsstjómarsvæðinu í Júgó- slavíu fyrir síðustu helgi. Kosovo er fátækasta svæði Júgó- slavíu og eru íbúar þar flestir Albanir. Þar urðu uppþot og átök milli lögreglu og albanskra þjóðemissinna 1981 og þá létust að minnsta kosti níu manns. Eftir þær óeirðir vom tæplega sex hundruð manns hneppt í fangelsi fyrir þátttöku í óeirðunum og að hafa skipu- lagt og tekið þátt í starfsemi ólöglegra þjóöernisfélaga. ins, Bulawayo, en stjórnarandstaðan kallar það morð og ofsóknir. Fréttamönnum var sagt í gær að þriggja daga húsleitir í Bulawayo að uppreisnarmönnum og vopnum hefðu borið góðan árangur. Forstöðumaður upplýsingamála vísaði á bug fréttum um að herflokkamir hefðu verið sendir til höfuðs Nkomo og Zapuflokki hans. „Nkomo er móðursjúkur,” sagði Justin Nyoka. ,,Ef við ætluöum að drepa hann mundi þaö ekki vefjast fyrir hemum. En Nkomo veit að hrannast hafa upp gegn honum sann- anir með vitnisburðum andófsmanna sem handteknir vom um helgina.” Stjórn Mugabes forsætisráðherra hefur sakað Zapusamtökin um að styðja uppreisnarmenn með það fyrir augum að ræna völdum. Stöku ráð- herrar hafa lagt til að samtökin verði 'bönnuð. Nkomo er í felum en gaf sig fram viö erienda fréttamenn um helgina og sagði að Mugabe vildi hann feigan. Hitt virðist þó staðfest aö herinn hafi gert húsleit heima hjá Nkomo og drepið einkabílstjóra hans. Hersveit sérþjálfuð í Norður-Kóreu hefur farið hús úr húsi í Bulawayo og handtekið fjölda manna sem sagðir voru andsnúnir stjóminni. Flestir vom atvinnulaus ungmenni. Fjöldi kvenna tekur virkan þátt í skæruhernaði á vegum Sendero Luminoso en Carloto Tello Cutti var talin helsti aðstoöarmaður yfir- manns hreyfingarinnar, Abimael Guzman, eftir að Edith Kagos dó í viðureign við hermenn árið 1982. Carlota Tello Cutti, sem kölluð var „camarada Carla”, var um tíma í haldi, en flúði úr fangelsi árið 1982 eftir að skæruliðar gerðu árás á fangelsið. Með henni flúðu rúmlega þrjú hundmð fangar en sextán lét- ustíátökunum. Enn finnast líkin Lögregluyfirvöld i Assam hafa fundið enn fleiri lík eftir átökin í Assam-fylki á Indlandi. Lögreglu- menn segjast hafa talið um 200 illa farin lík sem fundust á eyju í Brahmaputra-á og sagt er að líkin gætu verið mun fleiri, allt aö500. Taliö er að allt að 2700 manns hafi verið drepin og 27000 manns orðið heimilislaus eftir óeirðimar sem urðu fýrir kosningarnar í Assam, en innfæddir Assambúar vilja reka aðflutta Bengali brott úr ríkinu. FRÉTTIR BERBER gólfteppi á ótrúlega hagstæðu verði. Vegna sérstaklega hag- stæðra magninnkaupa bjóðum við Berber ullarblöndu- og aiuiiarteppi frá aðeins kr. 285pr. m2 Komið og skooio eða hringið og við sendum sýnishorn Berber 50% acryl + 50% ull kr. 285. Berber 50% acryl + 50% ull grófg. kr. Berber 30% acryl + 70% ull kr. 335. Berber 100% ull kr. 390. 345. Staðgreiðs/uafs/áttur—greiðs/uski/má/ar OPIÐ: MÁNUD.-FIMMTUD. 8-18, FÚSTUD. 8-19, LAUGARD. 9-12. >••« BYGGINGAVORUR f HRINGBRAUT 120: Simar: Timburdeild ..28-604 Byggingavörur 28-600 Málningarvörur og verkfæri. 28-605 L Gólfteppadeild 28-603 Flisar og hreinlætistæki . 28-430 .HRINGBRAUT 120 (Aökeyrsla frá Sólvallagötu).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.