Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1983, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1983, Blaðsíða 1
Nýiu framboöin sigruðu í konum íhópi þingmanna fjölgarí 9 Bandalag jafnaöarmanna og Sam- tök um kvennalista eru sigurvegarar alþingiskosninganna sem fram fóru á laugardaginn. Þessi framboðfengu samanlagt 7 þingmenn kjöma, Bandalagið fékk 4 og Kvennalist- arnir 3. Alþýðuflokkurinn tapaði 4 þingsætum, fékk 6 og Framsóknar- flokkurinn fékk 14, tapaði 3. BB-listi framsóknarmanna í Norðurlands- kjördæmi vestra fékk 11,6% atkvæða þar en engan mann. Sjálfstæðis- flokkurinn bætti alls staðar við sig fylgi nema í Reykjavík. A Vestf jörð- um voru tveir listar sjálfstæðis- manna, þar fékk T-listi 11,6% atkvæða og engan mann kjörinn. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 23 þing- menn kjörna en hafði 21 áður. Alþýðubandalagið tapaði 1 þing- manni, fékk 10. A kjörskrá í kosningunum nú voru 153.956. Atkvæði greiddu 129.962 sem er 88,3%. Auðir seðlar og ógildir voru 3.341. Árið 1979 var kjörsóknin 89,3%. Konur á þingi verða 9, þeim fjölgar um 6. Nýir þingmenn eru 13 og hafa 11 þeirra ekki setið áður á Alþingi. Yngsti þingmaðurinn er 27 ára gamall, sá elsti 70 ára. Þrátt fyrir fannfergi víða um norðan- og austanvert landið gekk kosningin vel. Fyrstu tölur komu um 00.30 en endanleg úrslit lágu fyrir klukkan 9.30 í gærmorgun. Eitt helsta einkenni kosninganna nú er mikið formannafail. I Reykja- vík náði Geir Hallgrímsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, ekki kjöri. Á Suðurlandi fór eins fyrir varaformanni Alþýðuflokksins, Magnúsi H. Magnússyni. Sá flokkur sér einnig á bak formanni þing- flokksins, Sighvati Björgvinssyni, sem ekki náði kjöri í Vestfjarðakjör- dæmi. Þingflokksformaður Alþýðu- bandalagsins, Oiafur Ragnar Gríms- son, varð einnig að viðurkenna fall sitt í Reykjavík. -JBH. Hvað hefðí gerst, ef kosið hefði verið eftir nýju kosningalögunum? Tíu nýir inn en sjö aörir út Alimiklar tilfærslur hefðu orðið á þingmönnum ef kosið hefði verið eftir nýju kosningalögunum í nýafstöðnum alþingiskosningum. . Þær hefðu helstar orðið að Sjálf- stæðisflokkurinn hefði fengiö 26 þing- menn kjöma; Alþýðuflokkurinn 7, Framsóknarflokkurinn 12 og Alþýðu- bandalag 11. Þingmannatala ann- arra flokka heföi verið óbreytt. 1 Reykjavík hefði Sjálfstæðis- flokkurinn bætt við sig tveimur mönnum, þ.e. Geir Hallgrímssyni og Guðmundi H. Garðarssyni, einum í Reykjanesi, þ.e. Kristjönu Millu Thorsteinsson og Björn Dagbjarts- son á Norðurlandi eystra hefði komist inn. Sjálfstæðismenn hefðu hins vegar misst mann á Austur- landi, sem hefði verið Egill Jónsson. Alþýðubandalagið hefði bætt við sig Kjartani Olafssyni á Vest- fjörðum. Alþýðuflokkurinn hefði misst Karl Steinar Guðnason á Reykjanesi en fengið Arna Gunnarsson á Norður- landi eystra og Magnús H. Magnús- son á Suðurlandi inn á þing. Framsóknarflokkurinn hefði fengið inn Jóhann Einvarðsson á Reykjanesi. Á móti hefði hann misst út Davíð Aðalsteinsson, Vesturlandi, Olaf Þ. Þórðarson, Vestfjörðum og Guðmund Bjarnason, Norðurlandi eystra. A Norðuriandi vestra hefði BB-maður, Ingólfur Guðnason, komið inn í stað Stefáns Guðmunds- sonar. Aðrar breytingar hefðu orðið þær að á Reykjanesi hefði Bandalag jafnaðarmanna fengið tvo kjörna. Þórður H. Ölafsson hefði komiö inn í stað Kolbrúnar Jónsdóttur á Norður- landieystra. -JSS. Hlátrasköllin og sigurhróp- in hljómuðu á móti blaða- mönnum DV þegar þeir komu í hús eitt í Árbœnum í fgrrinótt. Þar voru saman- komnir stuðningsmenn Sam- taka um kvennalista. Fgrstu tölur sem lesnar voru í sjón- varpi höfðu gertmeira en að fullnœgja þeim björtustu vonum sem gerðar höfðu ver- ið um fglgi. „Við fundum líka samkennd og stuðning hvar sem við fórum, ” sögðu þœr kvennaframboðskonur. Menn óskuðu Sigríði Dúnu til hamingju með það að vera orðinn þingmaður, ,,Þingkona, ” leiðrétti hún. Kristín Kvaran, annar maður á lista Bandalags jafnaðarmanna í Regkjavík, fglgist spennt með tölum ásamt öðru fólki. Ekki að undra því lengi var ekki Ijóst hvort hún kœmist á þing eða ekki. DV-mgndir Einar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.