Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1983, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1983, Blaðsíða 43
DV. MÁNUDAGUR 25. APRlL 1983. 43 Sandkom Sandkorn Sandkorn Máttur videos Það gerðist í síðustu viku að maður nokkur hafði áhyggjur af því að geta ekki horft ó kosningasjónvarp aðfaranótt sunnudags. Hann þurfti sumsé að vinna framcftír og rísa árla úr rekkju á sunnudagsmorgni sömu erinda. Ráðagóð kona, sem vildi liðsinna, spurði hann hvers vegna í ósköp- unum hann léti ekki taka kosninganóttina upp á video! Það má svo alltaf horfa á þaö til dæmis næsta laugardag... Rafurmagnið Raforkukaupendum berast nú fremur óhuggulegir bieikir miðar frá Rafmagns- veitum ríkisins. Nú er það ckki liturinn einn sem óhugn- aðinum veldur, þótt vist sé hann ijótur, heldur texti bleö- ilsins. Þar segir nefniiega að raforkukaupendur séu alvar- lega minntir á að virða skráða eindaga raforkurcikn- inga. Með þvi mun hægt að komast hjá „óþægindum og kostnaði vegna innheimtu- aðgerða”. Nú er þessi setning svo sem ekki aldeilis ný af nálinni en Sandkorni er tjáð að þessi hótun sé send tii ailra, jafnt þeirra sem greiða fyrir eindaga og þeirra sem lokað hefur vcrið hjá. Frambjóð- endasöngur Þeim, sem hyggja á framboð, er hollast að kunna margt. Það sést best á því, hvilíka hæfileikamenn Alþýöubandalagiö býður fram á Noröurlandi-eystra. í auglýsingu frá kjördæmis- ráði um skemmtun þar í 1 kjördæminu var sagt að m.a. ; væri þar á dagskrá „söngur, ! upplestur og ræðuhöld frambjóðenda.” Það kemur ekki á óvart að frambjóðendur haldi ræður og varla heldur að þeir kunni að lesa, en ekki vissum við það fyrr að frambjóðendur syngju fyrir kjósendur. Núer harpan............ Páll S. Pálsson lögmaður var orðinn leiður á því, eins og fleiri, að nokkuð er umliðið síðan síðast birtist vísna- þáttur Skúla Benediktssonar PáUS. Pálsson; lciddist biðin eftir vísnaþœtti. í Helgarblaði DV. Hann orti þvíþessa vísu: Vetrar snarpur vindur hvín, verður karp i hugum manna. Núer harpan þögnuð þ'm, þekkti garpur kviðlinganna. Ný framboó, ný andlit Það vakti athygii þegar leið á kosninganóttina hversu þeim frambjóðendum gekk vel sem voru í framboðum fyrir nýju flokkana og cinnig nýjum frambjóðendum gömlu flokkanna. Menn vilja haida þvi fram að fylgistap fjórflokkanna hafi fyrst og fremst stafaö af leiða kjós- enda. Þannig gekk Sjálfstæðis- flokknum best í Suðurlands- kjördæmi, þar sem tveir nýir frambjóðendur höluðu einum gömium inn. Og best frammi- staða Alþýðubandalagsins var á Norðurlandi eystra, þar sem nýr frambjóðandi var í fyrsta sæti. Svo sakar ekki að geta þess að Alþýðuflokkurinn sýndi minnst fylgistap á Austur- landí, þar sem frambjóðandi var hinn ungi ritstjóri Alþýðubiaösíns en cinnig hann var nýr f rambjóðandi. Ekki aldeilis | Það vakti athygli að Gunn- ar Thoroddscn forsætisráð- i herra vildi alis ekki fullyrða að rikisstjórnin myndi segja af sér í dag, þó að honum þætti liklegt að það yrði rætt á ríkisstjórnarfundi í dag. Ekki vildi hann heldur aftaka það með öilu aö ríkisstjórnin sú sem nú situr gæti gripiö til að- gerða ýmiss konar, þótt ekki hefði hún meirihluta. En eitt aftók hann með öliu og það var að hann myndi rjúfa þing og boða til nýrra kosninga. Einn sjónvarpsáhorfandi fylgdist með viðtalinu við Gunnar með athygli og sagði i lokm: „Auðvitaö rýfur hann ekki þing! Nú er Geir faliinn og ástæðulaust að taka áhættuna á því að hann komist aftur inn! Umsjón: ÖlafurB. Guönason TÓNLISTARSKÓLA MÝVATNSSVEITAR TRYGGVAGÖTU, SÍM116480 HEFUR VERIÐ OPNAÐUR / Tryggvagötu við hliðina á Svörtu pönnunni (þar sem bæjarins bestu hamborgarar fást, þið vitið). SOUTHERN FRIED rUTrirm gómsætir VlllVJEVJClv bitakjúklingar opið alla daga kl. 11-23.30. Við höfum ekki fleiri orð um þetta, drífið ykkur á staðinn, bragð er sögu ríkara! & Któklingastaóttr | /o> SOUTHERN FRIED CHICKEN vantar fjölhæfan tónlistarkennara sem einnig getur annast söngkennslu og kórstjórn næsta vetur. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 96-44151 og 96-44225. Meltaway snjóbræðslukerfi í bílastæði, tröppur, götur, gangstíga, torg og íþróttavelli. Síminner: 77400 Þú nærð sambandi hvort sem er að nóttu eða degi. PÍPULAGNIR SF. Smiðjuvegur 28 — BOX116 202 Kópavogur steffens YOUNG FASHION Vor- og sumartískan. Steffens barnafatnaður OASIS dömufatnaður í kanvas og denim. Tískuverslun unga fólksins. «- ? QIQI Frakkastíg 12, | Verslunin OIOI sími 11-6-99

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.