Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1983, Síða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1983, Síða 1
DAGBLAÐIÐ — VÍSIR 95. TBL. —73. og 9. ÁRG. — FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1983. 39.000 EINTÖK PRENTUÐ í DAG. RITSTJÓRNSIMI 86611 • AUGLÝSINGAR OG AFGREIOSLA SIMI 27022 I m Krakkar allt niöur 111 ára „sniffa” — rætt við Braga Guðbrandsson, f élagsmálast jóra íKópavogi, um snifffaraldurinn sem þar geisar „Ég staðfesti þaö aö þetta hefur aukist mjög mikiö og nokkrir einstaklingar hafa farið illa út úr þessu á síöustu mánuðum, sem viö höfum þurft aö hafa afskipti af,” sagöi Bragi Guöbrandsson, félags- málastjóri í Kópavogi, um snifffar- aldurinn sem nú geisar í Kópavogi. Bragi sagði að skólayfirvöld heföu vakið athygli á þessu fyrir nokkru og menn væru að velta því fyrir sér tii hvaöa fyrirbyggjandi aögerða ætti að grípa. „En þaö er ljóst að þaö verður að fræða þau enn frekar um skaösemina af þessu.” En hve gamalt skyldi yngsta barnið vera, sem yfirvöld vita að hafi „sniffað”? „Ég veit að sannan- lega hefur 11 ára gamait barn brúkað þessi efni,” sagði Bragi. Eftir því sem DV kemst næst virðast engin takmörk vera á því að unglingar og krakkar geti keypt „sniff”, eins og sellulósaþynni og lim, sem munu vera algengustu efnin. Aðspurður um þetta atriði sagði Bragi: „Ég tel að allir þeir sem hafa með sölu á þessum efnum að gera ættu að hugsa sinn gang áður en þeir selja unglingum og krökkum svona efni. Og ég verð að segja að ég er með eftirliti á sölu þessara vara.” Þess má geta að krakkar virðast ekki aðeins „sniffa” um helgar heldur hefur það komið fyrir að lög- reglan í Kópavogi hefur haft afskipti af krökkum eftir hádegi á virkum dögum, sem eru undir slíkum áhrifum. -JGH Sídasti ríkisstjórnarfundur fyrir afsögn ríkisstjórnar Gunnars Thor- oddsen var haldinn í Stjórnarráðs- húsinu klukkan tíu i morgun. Að honum loknum. klukkan ellefu, var haldinn ríkisrádsfundur þar sem Gunnar Thoroddsen baðst lausnar fyrir ráðuneyti sitt. Búist var við að forseti myndi æskja að ríkisstjórnin sæti áfram uns ný stjórn hefur verið mynduð. Forseti hefur boðað forystumenn stjórnmálaflokkanna á sinn fund eftir hádegi í dag til viðrœðna um stjórnmálaástandið og möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Innfellda myndin var tekin ái' ríkisráðsfundinum í morgun. DV-mynd GVA Konum á Alþingi íslendinga fjölgaði úrþremur Iníuikosningunum i fram fóru um síðustu hclgi. Þær komu saman í gœr á heii Iiagnhildar Helgadóttur. Hvort þœr hafa verið að rœða um samstj allra flokka nema Framsóknarflokks vitum vér ekki, en vísl er að j gætu myndað álitlegustu ríkisstjórn. Frá vinstri talið: Guðrún Agnt dóttir, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Kristín Halldórsdóttir, at af Kvennalista, Itagnhildur Helgadóttir, Sjálfstæðisflokki, Kolbrún Jónsdóttir, Bandalagi jafnaðarmanna, Salome Þorkelsdóttir, Sj stœðisflokki og Guðrún Helgadóttir, Alþýðubandalagi. DV-mynd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.