Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1983, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1983, Page 35
DV. FIMMTUDAGUR 28. APRlL 198JI. 35 DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL Ljósmyndatæknin og armbandsúr liðþ jálfans —f urðuverurnar gætu horft á okkur án þess að við yrðum þeirravarir! Tímahlutfalliö 1:500, semarmbands- úr Armando Valdes gaf til kynna, veit- ir okkur tilefni til þess að velta vöngum yfir eöli hinna fljúgandi furöuhluta. Aö sögn Olafs Steins Pálssonar hallast sífellt fleiri rannsóknamenn í þessum fræðum aö þeirri skoðun, aö þessir hlutir séu ekki hingað komnir frá öör- um sólkerfum, heldur séu þeir nánast gestir úr annarri vídd — óljóst orðalag aö sönnu, en það sem viö er átt er þaö, að þessar framandi verur hafi komist upp á lag meö aö nota einhverjar þær víddir í tíma eöa rúmi sem okkur eru ókunnugar. Til eftirþanka birtum viö hér mjög skemmtilegar ljósmyndir úr „Ljós- myndabókinni”. Þær eru teknar um svipaö leyti fyrir utan safn nokkurt í erlendri stórborg, þar sem fólk er stöð- ugt á ferli. Á annarri myndinni sést fólk á leiö niður tröppurnar, en á hinni er byggingin ein sér og mannlaus aö sjá. Hvemig víkurþessu við? Ljósmyndarar munu þegar skilja hvemig fariö er aö þessu: í fyrra skipt- iö er myndin tekin á venjulegan hátt á 1/15 úr sek. og £11, en í seinna skipt- iö er myndin tekin á 5 sekúndum og f22, sem sagt 75 sinnum lengri tíma. Afleiöingin verður sú í seinna skiptið aö fólkið sem er á ferli nær ekki að setja mark sitt á filmuna, vegna þess hve skamman tíma þaö stendur viö á hverjum staö. Þessa aöferð getur flinkur ljósmyndari einnig notaö til þess aö setja svipi eða drauga inn á myndir. Nú er mannsaugaö mjög svo áþekkt ljósmyndavélinni aö mörgu leyti. Lág- markstími mannsaugans til þess aö greina mynd er nálægt 1/25 úr sek- úndu, og það þýöir aö hafi einhver furöuvera þann hæfileika að staldra ekki lengur viö en 1/25 úr sekúndu, þá getur hún horft á okkur en ekki viö á hana! Samkvæmt reynslu Armandi Valdes samsvarar 1/25 úr sekúndu á okkar tímakvarða heilum 20 sekúndum á þeirra tíma. Slík furöuvera gæti því staðið álengdar nærri 20 sekúndum og framkvæmt ýmsar athuganir á fram- feröi okkar, án þess að viö yrðum hennar nokkru sinni varir. Ef þetta væri rétt mætti gera því skóna að slík- ar furöuverur væru óbein orsök margra dularfullra fyrirbæra, sem sögur hafa gengiö af, svo sem drauga- gangs, huldufólks, mannshvarfa og fleira. En rétt er aö endurtaka aö þessar vangaveltur hafa út af fyrir sig lítiö aö styðjast viö annaö en vissar líffræöi- legar staöreyndir um næmi mannsaug- ans og reynslu hins suöur-ameriska liðþjálfa sem margir munu þó draga mjögíefa. Þessar tvær myndir eru teknar á sama stað um svipað leyti, en önnur þurrkar út fólk á hreyfingu. Á sama hátt er hugsanlegt að furðuverur séu á ferli meðal okkar án þess að við verðum þeirra varir. Myndin er fengin úr „Ljósmyndabókinni" og er hún þar notuð sem dæmi um sérstaka Ijós- myndatæknisem hver og einn getur tamið sér. FFH og armbandsúr liðþjálfans —furðulegur atburður í Chile leiddi í Ijós tímamismun jarðar og fljúgandi furðuhluta Þaö er afar sjaldgæft aö verur úr fljúgandi furöuhlutum sýni mönnum beinan fjandskap, en þó eru þess nokk- ur dæmi að til stimpinga hafi komiö. I Suður-Ameríku er vitaö til að þær hafi slasað menn illa, þegar þær reyndu aö neyöa þá um borð en mennimir sýndu harðvítuga mótspymu og sluppu á braut illa klóraöir. Iðulega veröa verumar felmtri slegnar þegar menn koma þeim í opna skjöldu og grípa þá stundum til vopna í skyndi. Þær viröast þó einungis beita vamarvopn- um, til dæmis geislabyssum sem lama eöa blinda um stundarsakir, meöan þær eru aö koma sér á brott. Þaö mætti líkja vopnum þeirra viö þau sem menn myndu fá í hendur til þess aö hafa sér til vamar í dýragarði, þar sem strang- lega væri bannað að granda dýrunum. Yfirleitt viröist þeim standa stuggur af drápsvopnum manna, svo sem.skot- færum. Dæmi er til um aö maður hafi beitt hnífi gegn furðuveru, en hnífurinn skrapp af henni eins og brynju og sakaöi hana ekki. Herflokkurinn í Chile Sérlega merkilegur atburöur gerðist í Chile fyrir nokkrum ámm og hefur Olafur Steinn Pálsson góðfúslega leyft mér að birta f rásögn úr óbirtu fræöiriti sínu um FFH, þar að lútandi. Fljúgandi furðuhlutir — seinni hluti — Baldur Hermannsson Sjö manna herflokkur var á eftirlits- ferð í eyðimörk nokkurri í noröurhluta Chile fyrri hluta árs 1977. Flokk- urinn svaf vært í búðum sínum þegar varömaöurinn kom auga á undarleg ljós á flugi. Hann vakti af svefni foringja flokksins, Armando Valdes liðþjálfa, og saman fylgdust þeir meö því er ljósin lækkuöu flugið uns þau staönæmdust rétt yfir jörðu, kippkorn frá búðunum. Hinir hermennirnir höföu nú verið vaktir. Liðþjálfinn skipaöi þeim aö standa „öxl viö öxl” og hreyfa sig ekki, en sjálfur gekk hann hægt í átt að ljós- unum. Aö sögn hermannanna sex hvarf hann svo allt í einu algeriega. Þeir reyndu aö kalla til hans en fengu engin svör. Um stundarfjóröungi síðar birtist hann aftur eins skyndilega og hann haföi horfiö. Hann kom til baka til manna sinna, hlæjandi og greinilega vankaöur. Svo missti hann meövitund og félltil jaröar. Þegar Armandi Valdes komst til meðvitundar á ný stóö hann upp, horföi á hermennina eins og hann þekkti þá ekki og endurtók mörgum sinnum: „Ljósið, ljósið”. Svo sagöi hann: „Þið munuö aldrei vita hverjir viö erum eöa hvaöan viö komum, en við munum koma aftur.” Svo hristi liöþjálfinn höfuðið nokkrum sinnum og virtist að því búnu veröa nokkurn veginn sjálf- umsér líkuráný. Það einkennilegasta var hinsvegar aö dagataliö á úri liöþjálfans haföi færst fram um fimm daga og hann var skyndilega kominn með nokkurra daga skegghýjung! Mennimir voru yfirheyrðir vandlega af hemaöaryfirvöldum. I fyrstu lagði herinn bann viö því aö dagblöö skýröu frá atburðinum, en síöar var bannið afturkallað og borgaralegum rann- sóknarmanni var leyft að tala við mennina. Pedro Aranada háskóla- prófessor tók frásögn þeirra upp á segulband. Málið vakti mikla athygli svo sem vonlegt er og var meðal ann- ars sagt frá því í breska blaðinu Sunday Express, 29. maí 1977. Hlutföli tímans Þessi frásögn chileanska her- f lokksins er stórmerkileg að einu leyti: úr liöþjálfans stoppaði ekki, eins og oft vill veröa þegar menn eru leiddir um borð í fljúgandi furðuhlut, það gekk í fimm sólarhringa eða samtals 120 klukkustundir, þó að hermennimir mældu aðeins stundarf jóröung á sínum úrum. Vera má að þeirra tímasetning sé nokkuð ónákvæm eins og verða vill þegar áhrifamiklir atburöir gerast, en engu aö síður bendir frásögnin ein- dregiö til þess að tímahlutfall jarðar- innar og þeirrar víddar sem fljúgandi furðuhlutir hrærast í að jafnaði sé nálega 1:500. Vitaskuld emm viö komnir út á flug- hálan ís þegar viö fjöllum um tíma- mælingar á þennan hátt, en þess er aö gæta aö samkvæmt afstæðiskenning- unni er þaö staöreynd að klukkur ganga misjafnlega hratt eftir því hvort þær em kyrrar eða á mikiili ferð, og þó að fljúgandi furðuhluturinn hafi staðið þama kyrr má vel hugsa sér aö þar hafi verið fyrir hendi einhverskon- ar ástand rúms og tíma sem okkur er ekki ennþá kunnugt um. Tugþúsundir manna hafa séð fljúgandi furðuhluti og sumir hafa kynnst verunum sem stjórna þeim, en eru þetta raunverulegir hlutir eða einhvers- konar ofskynjun? Sálfræðingurinn Carl Jung taldi að þessar sýnir ættu sér sálrænar orsakir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.