Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1983, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1983, Blaðsíða 30
30 DV. FIMMTUDAGUR 28. APRIL1983. Viðskipti Viðskipti Viðskipti Viðskipti Iðnsýning Félags ísl. iðnrekenda í sumar: Yfir 100 fyrirtæki sýna íslenskar iðnaðarvörur Þegar er ljóst aö þátttaka í iön- sýningu Félags íslenskra iönrekenda í Laugardal í sumar veröur mjög góö. Aö sögn Bjama Þórs Jónssonar, sem ráöinn hefur veriö fram- kvæmdastjóri sýningarinnar, hafa þegar um 90 iönfyrirtæki tilkynnt um þátttöku og er innisýningarsvæðið aö mestu upppantaö. Margir hafa einnig sótt um sýning- araöstöðu utandyra, þ.á.m. sýn- endur vöruskemma fyrir iönaö. I athugun er hvort og að hve miklu leyti þeir geta hýst aöra sýningar- aöila í sýningarhúsum sínum. Reiknaði hann meö aö heildarþátt- takan yröi eitthvaö 100 aöiiar. Sýningin, sem hlotiö hefur þaö skýra nafna: Iðnsýning FII ’83 verður opin dagana 19. ágúst til 4. september og fæst svæöiö til afnota og undirbúningsþann 12. ágúst. Eingöngu verður sýnd framleiösla innlends framleiösluiönaöar, enda segir í kynnisbréfi Fll til væntan- legra sýnenda aö tilgangursýningar- innar sé aö sýna getu og möguleika íslensks iönaðar í dag og í nánustu framtíö og auka þannig skilning Saltfiskbiblía að koma út Á næstunni mun Rannsókna- stofnun fiskiönaöarins gefa út ítarlega bók um saltfiskverkun þar sem kveöur viö nokkuö nýjan tón miðaö viö fyrri tilraunir í þessa átt. Þar er útgangspunkturinn í allri þessari flóknu vinnslu nefnilega: Hvernig vilja kaupendurnir fá vöruna og hvernig er okkur unnt aö veröa viö þeim óskum svo vel líki? Hingaö til höfum við veriö aö notast viö einhverja heimatilbúna staöla eöa gaUaeftirlitskerfi og síðan miðað vinnsluaöferöir viö þaö án tillits til markaösóska. Bók þessi er byggð á mjög víðtækum rannsóknum og hefur dr. Jónas Bjarnason haft veg og vanda af samantektinni. Bókin segir ekki aöeins hvaöa eiginleika fullunninn saltfiskur eigi aö hafa, heldur einnig með hvaöa ráöum á hinum ýmsu vinnslustigum þeim eiginleikum veröi náö. Hér viröist því vera á ferö- inni gagnlegasta handbók saltfisk- verkenda til þessa, sem hlýtur aö teljast fagnaðarefni í ljósi nýjustu atburöa í saltfiskviðskiptum okkar. almennings og stjórnvalda á mikil- vægi iðnaöar fyrir atvinnu- og efna- hagslíf þjóöarinnar. Sýningin er ekki haldin í fjáröfl- unarskyni fyrir FH heldur er félagiö einungis bakhjarl hennar. Ekkert tívolí veröur á staðnum en fremur veröur lögö áhersla á sýningar og uppákomur í tengslum viö sýninguna sjálfa. Miðaö viö aösókn aö fyrri iön- sýningum vonaöist Bjami Þór til aö gestafjöldi yröi 50 til 60 þúsund manns, enda nær sýningartímabiliö yfirþrjárhelgar. Einn liöur í undirbúningi sýningar- innar varalmennsamkeppni um ein- kunnarorö hennar. Alls bárust 670 tillögur, sem unnið hefur veriö úr aö undanfömu og veröa úrslit tilkynnt í næstu viku. Verðlaun fyrir bestu hugmyndina eru 15 þúsund krónur. Þá hefur Hilmari Sigurössyni í Auglýsingastofunni Argus veriö faliö aö sjá um auglýsingar og teiknun merkis. Gunnar R. Bjamason leik- tjaldamálari mun sjá um skipulag og hönnun sýningarsvæöisins og skreyt- ingar. Formaöur sýningamefndar er Ágúst Valfells verkfræöingur. Bjarni Þór Jónsson, framkvæmda- stjóri sýningarinnar, var áður bæjarstjóri í Kópavogi. -<---------------------«K Merki sýningarinnar, sem Auglýs- ingastofan Argus teiknaði. IÐNSYNING 19/8-4/9' FÉLAG ÍSLENSKRA ÐNREKENDA 50ÁRA Skeljungs- menn f unda Að undanförnu hafa staöið yfir fræðslufundir með bensínaf- greiðslumönnum Skeljungs í Reykjavík og nágrenni og eru þess háttar fundir jafnvel á dagskrá víðar um land á næstunni. Þessir fundir eru upphaf skipulagðra fræðslufunda á meðal starfsmanna um fyrirtækið og starfsemi þess, í þeim tilgangi að auka meðvitund starfsmanna um reksturinn í heUd, enda samanstendur rekstur heils oliufélags af mörgum ólíkum þáttum. Á fundunum er m.a. fjallað um eldsneyti, olíur, tilurð þeirra, vinnslu, flutninga og umsvif Shell í heiminum. Þá er fjallað um sögu Skeljungs frá upphafi, fjallað um niðurstöður ýmissa rekstrarþátta og loks er svo erindi um mannleg samskipti. Allir fundargestir eru á launum á meðan á fundum stendur. Myndin er tekin á einum fundinum og sjálfsagt kannast lesendur við mörg andlitin úr dagsins önn. Frá námskeiði Tölvumiðstöðvarinnar í Borgarnesi. Við þekkjum þarna Sigurð Ingólfsson hjá Hannarr sf. og örn Guðmundsson framkvstj. Kassagerðar Reykjavíkur hf. Námskeið í framleiðslu og birgðahaldi Námskeiö um tölvuvædd fram- leiöslu- og birgöastýrikerfi var haldiö fyrir skömmu á vegum Tölvumiöstöðvarinnar hf. Fór þaö fram aö Hótel Borgarnesi. Fyrirlesari og stjórnandi nám- skeiösins var Lennert Bjernfalk, sænskur hagverkfræöingur, sem hefur fimmtán ára reynslu á sviöi framleiöslu- og birgðastýr- ingar með tölvum. Hefur ráð- gjafarfyrirtæki hans þróaö eigið kerfi í samráöi viö fyrirtæki í Svíþjóö og Danmörku. Aö sögn Ölafs Tryggvasonar fram- kvæmdastjóra Tölvumiðstöðv- arinnar hf. er ákveöiö aö halda annaö sams konar námskeiö næsta haust enda ykist skilningur óðum á því að góö framleiðslu- skipulagning og skipulegt birgöa- hald fyrirtækja væri einn af hom- steinum velferðar þeirra. SvenirBergmann kaupfélagsstjóri á ísafiröi Um síðustu áramót tók Sverrir Bergmann við stöðu kaupfélagsstjóra Kaupfélags Isfiröinga. Sverrir útskrifaðist sem matreiöslumaöur frá Hótel- og veitingaskóla Islands áriö 1975 og hélt þá til Sví- þjóöar, þar sem hann veitti klúbbveitingastað forstööu í tæpt ár. Áriö eftir rak hann Hótel Flókalund yfir sumar- vertíðina en þá um haustiö, 1976, gerðist hann verslunar- stjóri í Herraríki viö Snorra- braut. Þá var þar einn starfs- maður annar. Undir hans stjóm hefur sú verslun veriö stækkuö þrisvar sinnum og þrjár aörar Herraríkisversl- anir hafa aö auki verið opnaöar á Reykjavíkursvæöinu. Þaö var svo um jólin að Sverri bauöst nýja staöan, sem hann tók viö um áramótin. Hann er 28ára. EinarHermannsson framkvæmdastjóri Farskipa hf. Einar Hermannsson skipa- verkfræðingur tók viö starfi framkvæmdastjóra Farskipa hf. á sl. hausti. Hann er fertug- ur aö aldri, lauk prófi í grein sinni frá háskólanum í New- castle í Bretlandi árið 1966. Næstu sex árin starfaði Einar í Bandaríkjunum, í New York og Houston, þá var hann fjögur ár í Singapore og önnúr þrjú á Noröurlöndunum. Fjögur árin áöur en Einar tók viö hinu nýja starfi starfaöi hann hér á landi, hjá Hafskip hf. og sem ráö- ejafarverkfræðingur. Bjöm Jónsson starfsmannastjóri Skeljungs Björn Jónsson lögfræöingur var ráöinn starfsmannastjóri Skeljungs fyrir nokkru. Þetta er ný staöa hjá félaginu og er starfið m.a. fólgið í umsjón meö ráðningarsamningum, launa- málum og launasamræmingu, starfsþjálfun starfsmanna, öryggismálum á vinnustöðum Skeljungs, skipulagningu sumarleyfa, orlofsgreiðslna og almennra tengsla stjórnenda og annarra starfsmanna. Björn er stúdent frá M.A. og lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Islands áriö 1977. Þaö ár geröist hann fulltrúi Guömund- ar Ingva Sigurössonar hæsta- réttarlögmanns, sem m.a. hefur unnið viö mörg lögfræöi- mál Skeljungs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.