Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1984, Blaðsíða 12
c* r 12 Chevrolet Malibu Classic station árg. 1979, ek. 83.000 km , blár, tvilitur. Verð kr. 290.000,- Datsun 280 C disil árg. 1980, beinsk., 5-gira, vökvastýri, hvítur. Toppbíll. Daihatsu Charade Runabout 1981, vinrauður, sumardekk, útvarp + segulband fylgir, toppbill. Verð kr. 190.000,- Chevrolet Citation 1981, sjálfsk., vökvastýri, ekinn að- eins 10.000 km., silfurl. Verð kr. 350.000,- Sem nýr, ath. skipti á ódýrari bil. Chevrolet Malibu Classic station 1981, ekinn 34.000 km., 6 cyl., sjálfsk., vökvastýri, grænn, toppbíll. Chevrolet Citation 1980, 6 cyl., sjálfsk., ekinn 21.000 km., út- varp, rauður/hvitur. Verð kr. 270.000,- Willys jeppi m/blæju árg. 1965, hvítur, allur nýuppgerður. Verð kr. 160.000,- Ford Bronco árg. 1974, beinsk., vökvastýri, rauður. Verð kr. 155.000,- Isuzu Trooper árg. 1982 bensin, m/vökvastýri, ekinn aðeins 15.000 km, hvitur. Verð kr. 540.000,- BIFREIDADEILD SAMBANDSINS HÖFÐABAKKA9 SÍMI 39810 OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA KL. 9-18 (OPIÐ I HÁDEGINU) LAUGARDAGA KL. 13—17 ,18CI HAUH83T .ÖS HUOAQHADtJA, I VO ---DV. LAUGARDAGUR 25. FEBRUAR 1984. FÍKNIEFNA- ]\EYSLA „Fyrirbyggjandi aðgerðir haf a verid fálmkenndar99 — seglr Árni Einarsson fulltrái Áfengi á líklega sök á fleiri harm- leikjum í heimiiium en nokkurt annaö eiturefni. Er það því skynsamlegt, þegar hinir fullorðnu skaða sjálfa sig með áfengi, að unga fólkið vinni sjálfu sér tjón meö maríhúana? Foreldrar, sem vilja banna börnum sínum að nota maríhúana, hafa ekki haft aðgang að staðreyndum byggðum á óhrekjanlegum rannsóknum. Nýj- ustu rannsóknir sýna nú að maríhúana er örugglega skaðlegt og hættulegt efni. Maríhúana safnast saman í h'kaman- um, sérstaklega í heilavef. Neysla maríhúana og annarra ofskynjunar- lyf ja veldur eins konar skammhlauDÍ í heilanum, skaðar að verulegu leyti skammtímaminni neytandans, ruglar tímaskyn og kannabisnotkun getur valdiö vansköpun á fóstri í móðurkviði. Hér að framan er vitnað í niðurstöð- ur rannsókna tólf lækna í Bandaríkjun- um um skaðsemi maríhúananeyslu. ,,Nú þarf að setja lappimar undir þessa vitneskju, þannig að fólk setji sér ákveðin takmörk og sýni ábyrgð, til dæmis gagnvart ófæddum einstaklingum,” segir Ámi Einarsson, sem við erum sest að máh við. Umræðuefnið er hvers konar fíkniefna- neysla. „Við höfum tahö okkur hafa vit- neskju um það í mörg ár að áfengi og önnur fíkniefni hafi slæm áhrif á fóstur. Nú þegar nýlegar skýrslur staðfesta shkt þarf fólk að gera sér grein fyrir því að fíkniefnaneyslan á ekki ahtaf viö.” Þarf að taka þjóðina á beinið og f ræða hana um fíkniefnin ? „Já, þaö má segja það,” svarar Árni. „Hvað varðar fræðslu í framtíðinni um þessi mál, þá á ekki aö beina henni ein- göngu til bama og unglinga, heldur allra aldurshópa. Það má benda full- orönu fólki á, eða fá það til að viöur- kenna að fíkniefnaneysla eigi ekki við alltaf við öll tækifæri og raunar í sumum tilvikum alls ekki. Á þeirri staðreynd þarf að verða þjóðarviður- kenning. Ef við lítum svo á hvaða mynd for- eldrar gefa börnum sínum í þessu til- liti, þá er samtengt í myndinni áfengis- neysla og skemmtanir. Pabbi og mamma fara út að skemmta sér og þau fara í partí. Á meðan þau em að ferðbúast heima, fá þau sér í glas. Nú, og síöan fara bömin í partí og þá f á þau sér í glas með sama hætti og for- eldrarnir. Ef foreldrarnir færu öðru hverju á skemmtanir án þess aö bragöa áfengi, væri búið aö rjúfa samasemmerkið á mihi áfengisneysl- unnar og skemmtana. Það em ekki órjúfanlegir hlutir að skemmta sér og drekka. Heldur er þetta hugsanarútína sem eykur líkumar á því að bömin líta ekki á neinn annan valkost. Ef börnin fara svo ung með áfengi í partíin eins og fullorðna fólkið gerir, þá em við- brögð hinna fullorðnu dæmigerð og þeir kalla þessi börn vandræðaungl- inga.” Það er rétt að geta þess áður en lengra er haldiö að Árni Einarsson hefur verið í hálfu starfi hjá mennta- málaráöuneytinu í rúmt ár og verður út þetta árið. Einnig starfar hann sem erindreki hjá Áfengisvarnaráði. „TUgangurinn með ráðningu minni hjá menntamálaráðuneytinu er að undirbúa fræðslugögn um ávana- og fíkniefni fyrir gmnnskólana. Til ýmis- legs annars er ætlast tU af mér í starfi mínu hjá ráðuneytinu, meðal annars að leiða saman aöila sem hafa sinnt AB YELJA OG HAFAA Fræðsla um fíkniefni getur í mörgum tiifeUum haft þveröfug áhrif við markmið hennar í upphafi. Sérstaklega á þetta við um fræðslu sem fyrst og fremst beinist að áhrifum og gerð þessara efna. Árið 1970 gerðu tveir HoUendingar könnun á mismunandi kennsluað- ferðum og kom í ljós að besti árangurinn náðist þegar athyglin beindist ekki einungis að fíkniefnun- um sjálfum heldur þegar kennarinn beindi nemendum sinum inn á aðrar brautir í sambandi við vandamál þeirra. Unglingsárin eru-stundum fuU af aUskyns vandamálum og freistingum en ekki bara fíkniefna- ncyslu. Þessi mál hafa ungUngar þörf á að ræða og komast til botns í. Könnunin sem Hollendingarnir tveir gerðu byggðist upp á því að borin voru saman þrjú mismunandi kennsluform. Það fyrsta undirstrikaöi hætturnar sem fylgja fíknlefnaneyslu. Nemendur fengu staðreyndlr um afleiðingar neyslu og voru varaðir við að neyta þeirra. Það næsta var fólgið í því að upp- lýsa nemendurna aðeins um stað- reyndir í sambandi viö fíkniefni. Þriöja aðgerðin byggðist upp á umræðuhópum þar sem nemendurnir fengu að mestu leyti að velja umræðuefnið sjálfir. Valin voru umræðuefni sem snerta unglinga og voru sjálf fíkniefnin lítið rædd. Um eitt þúsund nemendur tóku þátt í könnun þessari. Eins og oft er venja í slíkum hópum var einn viðmiðunarhópur sem fékkenga fræðslu. Seinna var síðan kannað hversu margir hefðu byrjað að neyta fíkni- efna. Kom í ljós að í fyrsta hópnum höfðu 7,3 prósent nemenda neytt fikniefna. í öðrum hópnum 4,6 prósent og í þeim þriöja 2,6 prósent. í hópnum sem enga fræðslu fékk höfðu 3,6 prósent neytt f íkniefna. Þessi könnun gefur vísbendingu um að sú fræðsla sem beinist fyrst og fremst að cfnunum sjálfum og áhrif- um þeirra geti í mörgum tilfcllum vakið upp forvitni ungs fólks á fíkni- efnum. Bent hefur verið á að þörf sé á því að gera unglingum ljóst að þeir standi frammi fyrir vaii, geti valið og hafnað á lífsieiðinni. Fræðsia sem hefur þetta sem markmið hefur vakið athygli víða erlendis og getur skólinn skipt miklu íþví sambandi. Siíkt kennsluform byggist upp á því að ef unglingar læra að kanna sitt eigið mat á verkum og gjörðum og séu þjálfaðir upp í því að vera meðvitaðir um sína stöðu bæði gagn- vart sjálfum sér og umhverfinu muni þeir ná fram féiagslegum þroska sem muni síðar veröa til þess að minni hætta sé á að þeir verði fyrir sálrænum og félagslegum vandamálum. Kennsla sem hefur þetta að markmiði hefur meðal annars verið reynd í Noregi og gefið góða raun. Til að mlðla henni hefur verið lögð mikii áhersia á leikræna tjáningu nemenda. Þeir eru látnir leika atriði sem mæta þeim í lifsbar- áttunni og gera sér grein fyrir því að þaö eru þeir sjáifir sem standa frammi fyrir vali í hinum ýmsu tilvikum og að valið getur haft mis- munandi afleiðingar. Einnig hefur video verið notað í sambærilegri kennsiu. Svo virðist sem augu flestra sem starfa að þess- um málum scu að opnast fyrir þeirri staðreynd að mikilvægast sé að vinna að fyrirbyggjandi starfi. Starfi sem hefur það markmið að ungling- ar geri sér fulla grein fyrir orsökum og afleiðingum fíkniefnaneyslu og öðrum athöfnum. Ekki beina athygl- inni aðeins að fikniefnaneysiu heidur að öllum þeim vandamálum sem ungiingarstandaframmifyrir. -ÞG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.