Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1984, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1984, Blaðsíða 25
DV. LAUGARDAGUR 25! FÉBRÚAR1984. 25 niemendahljómsveit jassdeildar Tónlistarskóla Félags íslenskra hljóm- listarmanna. Fremri röð frá vinstri: Vilhjálmur Guðjónsson, Leó Torfason og Davið Guðmundsson. Aftari röð: Helgi Þór Ingvason, Einar Sigurðsson og Gunnar Jónsson. (Ljósmynd Guðjón Einarsson.l DJAMM-SESSJÓN JAZZKLÚBBSINS Jazzklúbbur Reykjavíkur Fréttatilkynning Önnur djamm-sessjón Jazzklúbbs Reykjavíkur veröur í Kvosinni, veitingastaðnum í húsi Nýja bíós, sunnudaginn 26. febrúar og hefst klukkan þrjú síðdegis. Þar koma fram tvær hljómsveitir skipaðar nemendum í jassdeild Tónlistarskóla Félags ís- lenskra hljómlistarmanna. Aðra nemendahljómsveitina skipa Vilhjálmur Guðmundsson á gítar, Einar Bragi á altsaxófón, Davíð Olafs- son á trompet, Össur Geirsson á básúnu, Gunnar Jónsson á slagverk, Þorsteinn Gunnarsson á trommur og Skúli Sverrisson á bassa. Hin nemendahljómsveitin er skipuö Helmingssam- drátturá næstu loðnuvertíð — er spá íslenskra, norskra og EBE fiskifræðinga Fiskifræðingar frá Islandi, Noregi og Efnahagsbandalagi Evrópu komu saman í fyrri viku fyrir samningafund fulltrúa þessara ríkja um loönuveiðar á næstu vertíð og spáðu fyrir um hugsanlegar veiöar þá. Sú spá er byggð á frumgögnum en frekari gagna verður aflað meö leiðangri í haust áður en vertíðin hefst. Töldu þeir frumgögn benda til þess að ekki væri ráðlegt að veiða nema 300 þúsund tonn á næstu vertíð, en til samanburöar er leyfilegur afli á ver- tíðinni nú 640 þúsund tonn. Við fyrstu sýn virðist því sem helmingi minna megi veiða á næstu vertíð en nú. Um svipað leyti í fyrra lágu álíka frumgögn fyrir fiskifræðingum og á þeim byggðu þeir ráðleggingar sínar um aðeins 375 þúsund tonna veiðar á vertíðinni nú. En rannsóknir sl. haust og eftir áramótin urðu til þess að kvót- inn var hækkaður í 640 þúsund tonn. Fiskifræðingar vara við að það sé ein- hver meginregla að kvóti hækki frá því sem hann er ráðinn af frumgögn- um og segja hann allt eins geta lækkað. -GS Helga Þór Ingvasyni á píanó, Einari Sigurðssyni á bassa, Gunnari Jónssyni á trommur, Vilhjálmi Guðmundssyni á gítar, Leó Torfasyni á gítar og Davíð Guðmundssyni á gítar. Einnig kemur fram á sessjóninni söngsextettinn TONEKA ásamt undir- leikurum. Sextettinn skipa þau Þór, Habbí, Rúna, Sibbí, Debbí og Skarp- héðinn. Undirleikarar þeirra eru Carl Möller á píanó, Árni Scheving á bassa og Alfreð Alfreðsson á trommur. Síðast en ekki síst skal telja sveiflu- sveit undir stjóm Guðmundar R. Einarsson með trommur sínar. Honum til fulltingis eru Gunnar Egilsson á klarinett, Ámi Elfar á píanó, Jón Sig- urðsson á bassa og Trausti Thorberg á gítar. Aðgang að sessjóninni fær hver sá sem orðinn er 'eða vill gerast félagi í JR, en félagsg jald fyrir áriö er kr. 200. NÝTT MEGRUNAR DUFT Á MARKAÐINN Mikil fjölbreytni er nú orðin í alls konar mcgrunarfæði i verslunum, enda aukakilóin mörgum erfið. Sænskt megrunarduft, Latt b Matt ILétt og mett) hefur verið á boðstólum undanfarið og reynst mörgum vel, að sögn inn flytjandans, Sigrúnar Jónsdóttur í Kirkjumunum við Kirkjustræti. Sigrúnu þekkja flestir fyrir batiklist hennar en Sigrún hefur dvalist lang dvölum í Sviþjóð síðustu ár og þar kynntist hún þessu megrunardufti og hóf innflutning á þvi. Létt og mett er mjög eggjahvíturíkt efni. Þetta er bragðlaust duft, sem sagt er að best sé að blanda í vatni og drekka siðan. Hæfilegt er að setja 10 grömm í eitt glas. Að sjálfsögðu má blanda duftinu saman við margt annað en vatn, t.d. kaffi, saft og kjötteningasoð, svo nokkuð sé nefnt. Ætlast er til að drukkin séu tvö glös af Létt og mettblöndunni. Sé það gert i fimm daga og algjörlega sleppt að neyta sykúrs eða saltrikra drykkja er talið nokkuð öruggt að félk léttist um 2-4 kíló. Vilji fólk léttast meira má endurtaka þetta aftur eftir hálfan mánuð. Nauðsynlegt er að drekka mikið á meðan verið er í þessum kúr, minnst tvo litra á dag. • Létt og mett inniheldur eins og áður segir eggjahvítu, lecitin, þangmjöl og auk þess vita- mín og steinefni. Fimm daga skammtur af Létt og mett kostar 275 krónur. Auk duftsins fást sérstakar eggja- hvituefnatöflur sem gott er að borða milli mála. Töflurnar kosta 125 krónur. Það má nota Létt og mett á margan hátt, öðruvísi en að hræra duftinu saman við vökva. T.d. er gott að blanda það saman við jógúrt. Þessa megrunaraðferð má einnig nota, t.d. með þvi að sleppa einni máltið á dag. Fyrir þá sem vilja losna við alh að 10 kg er þetta mjög þægi leg aðferð og kemur i veg fyrir hörgulsjúkdóma. Svo er hérna uppskrift eftir Maríu Sveins dóttur matreiðslukonu sem notar Létt og mett i eftirréttinn: 200 g Látt & Mátt 112 lítri léttmjélk 5 eggjarauður 3 msk. sykur 1 peli rjómi 4 nýjar perur 150 g vinber vanilludropar Mjólkin er hituð upp að suðu . eggjarauðunum og sykrinum hrært vel saman. Heitri mjólkinni er hellt út í eggjahræruna ásamt Látt & Mátt. Þetta er siðan sett aftur í pott og hitað að suðu, má alls ekki sjóöa. Hrært stöðugt i á meðan kremið er að kólna. Gott er að setja pottinn i kalt vatnsbað á meðan á kælingu stendur. Þá er þeytta rjóman um bætt út i ásamt vanilludropum. Perurnar eru afhýddar og skornar i báta og látnar sjóða í litlu vatni í 5 min. Perurnar eru siðan settar i desertskálar og kreminu hellt yfir þær þegar þær eru kaldar. Skreytt með vinþerjutn. MEGRUNARSALAT 3 msk. Látt & Mátt . 1 peli súrmjólk 1 pressuð sitróna 4-5 nýir sveppir 1 msk. Horseradish Mustard 2 msk. saxaður laukur, graslaukur 50 g 35% ostur i litlum bhum 1 msk. saxaðar asíur dill 1 epli, skorið i litla bha salatblað og tómatar til skreytingar. Þetta salat er t.d. gott með hrökkbrauði, grófu brauði og steiktum eða soónum fiski. ÍDÝFA 150 g Látt & Mátt 100 g skyr hrært með sykurlausum ávaxtasafa. kryddað með örlitlu hvitlauksdufti og papriku- dufti. Þetta er gott með alls konar grænmeti, skornu i strimla, t.d. gúrkum, gulrótum og sellerö, einnig með eplum og mandarinum. KÖLD SÓSA 200 g Látt & Mátt 100 g kotasæla 100 g sýrður rjómi safi úr einni sítrónu 1 msk. sinnep Góð sósa með grænmeti. fiski og kjöti. Verslunin Kirkjumunir, Kirkjustræti 10 - Reykjavík. VersluninBrynja - Akureyri. Kaupfélag Eyfirðinga, útibú Siglfirðinga. CHRYSLER MEIRIHÁTTAR VERÐLÆKKUN Um helgina seljum við síðustu Chrysler bifreiðarnar af árg. 1982. Að sjálfsögðu þarf ekki að taka fram að þetta eru allt amerískir lúxusbilar, með deluxe innréttingu, sjálfskiptingu, aflstýri, aflhemlum o.fl., o.fl. DODGE ARIES 499.700, LÉTT OG METT samningana Félagsfundur var haldinn í verka- lýðsfélaginu Rangæingi í Rangárvalla- sýslu í fyrrakvöld um nýgerða kjara- samninga. Líflegar umræður urðu á fundinum, að sögn Sigurðar Oskarssonar, fram- kvæmdastjóra félagsins. Niðurstöður atkvæðagreiðslu um samningana urðu þær að þeir voru samþykktir með öll- um greiddum atkvæðum, með fyrir- vara um að yfirlýsing ríkisstjórnarinn- ar frá 21. febrúar sl. tæki gildi. -JSS Rangæingur: Samþykkti DODGE CHARGER 453.200,- JOFUR mf Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600 NIIMG LAUGARDAG OG SUNNUDAG KL. 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.