Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1984, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1984, Blaðsíða 21
DV. LAUGARDAGUR 25. FEBRUAR1984. 21 5©5J,6V£NDUHöjS^ nynd. A þessurn myndum sést hvar listamaðurinn hefur áritað myndir sinar. Rumminn, eínkum á annarrimyndinní, hefur farið yfir nafnið að híuta. sem i samningum um sölu skipsins átti allt að fylgja og eins og ég sagði áðan voru myndimar teknar sem „inventar”.” Guöjón sagði að Esjan hefði verið glæsilegt skip og vel heppnað í alla staði. Það varð eins konar bylting, hvað tæknivæðingu snerti, þvi um borð var vélræn loftræsting og rennandi heitt ogkaltvatn. Þegar Esjan kom til landsins voru viðsjárverðir tímar, enda stríð við þröskuldinn. Skipið var smiðað i Ala- borg, og var Ingiriður, er þá var trúlofiið Friðrik Danaprinsi, fengin til að skira skipið sem hún og gerði. Þannig stóð á myndinni af henni um borð. En síðan lagði skipið af stað til Islands. Fóru skipstjórnarmenn mjög varlega, enda óttuðust þeir aö Þjóöverjar kynntu að hefta för þess. Þeir læddust því upp með Noregs- strönd og svo yfir hafið til Islands. Og komust heilu og höldnu og var skipinu vel fagnaö við komuna til landsins. Myrtdirnar gleymdar Gunnlaugur Scheving mun hafa arfleitt Listasafn Islands að einhverj- um mynda sinna. Við ræddum við Beru Nordal safnvörð. Hún sagðist aöspurð að vísu hafa heyrt á þessar myndir minnst en hvorki hún né aörir starfs- menn safnsins heföu hugmynd um hvar þær væru niðurkomnar. Ekki hefðu heldur verið né væru neinar hug- myndir uppi um það að grennslast fyrir um þær. Reyndar hefðu menn á safninu verið búnir að gleyma tilvist þeirra. 500 þúsund króna gjöf En á hvað skyldu þessar myndir vera metnar í dag? Viö lögðum þessa spurningu fyrir Beru, Gunnar Kvaran listfræðing og Guðmund Axelsson, uppboðshaldara í Klausturhólum. ,,Hver mynd Scheving færi á- reiðanlega á tugi þúsunda,” sagði Bera. „Aðminnstakosti20þúsund.” „Þaö er afskaplega erfitt að segja,” sagði Gunnar Kvaran. ,íln ég gæti látiö mér detta í hug að hver mynda Scheving færi á svona 40 til 50 þúsund. Þessir menn eru komnir í toppveröflokk. Bara nafnið er nóg til þess aöhleypa verðinu upp.” „Eg myndi giska á að hver mynd Schevings færi á svona 20 til 40 þúsund og málverk Jóns Þorleifssonar á svona 100 til 150 þúsund,” sagði Guðmundur Axelsson. Þess ber að geta að tölur þessar eru auðvitað ágiskun eftir aö hafa heyrt óglöggar lýsingar á Scheving-myndun- um og alls engar á málverki Jóns Þor- leifssonar, nema myndefninu. Þá er og tekið mið af því á hvað myndir og málverk þessara tveggja snillinga íslenskrar listasögu hafa veriö slegnar á uppboöum. Ef reiknað er út verðmæti þessara mynda í heild og gert ráð fyrir að hver mynda Schevings sé 30 þúsund króna virði og málverk Jóns 140 þúsund er hér um að ræða 500 þúsund króna g jöf. Þaö munar um minna. >ga sömu teikningu og Esjan var gerð eftir. Esjan tekin i þjónustu Ríkisskips þeg- ar það fyrirtæki var stofnað. Skipiö tók 118 farþega og hafði á að skipa 28 manna áhöfn. Skipið var selt úr landi ’38. Ári síðar kom hingað til lands annað skip sem einnig hlaut nafnið Esja. Þetta var mikið skip, tók 148 farþega og 40 manna áhöfn var um borð. Og það var einmitt í matsal þessa skips sem málverk Gunnlaugs Schevings og Jóns Þorleifssonar voru. Þessi Esja var i strandferðum á vetuma en á sumrin var siglt á milli landa, til Glasgow, Bergen, Kristjánssands og Kaupmannahafnar. Þetta skip var svo selt úr landi ’69. Og það var einmitt þessi Esja sem fór til Petsamo 1940 og sótti tæplega 300 Islendinga er dvalið höfðu á Norðurlöndum en ekki komist heim fyrr vegna styrjaldarinnar. En það er önnur saga. Þriðja Esjan var tekin í gagnið árið 1971. Hún var smíðuö á Akureyri, það eina af þessum skipum sem smíðað var hérlendis. Skipið.tók 12 farþega og hafði 15 manna áhöfn. Hún var seld ’83. Fjórða Esjan var svo keypt hingað til lands um mitt siðasta ár. Hún eins og Esjan sem var á undan henni er einkum í flutningum alls konar, en tekur þó 4 farþega og hefur á að skipa lOmannaáhöfn. Skömm að láta myndirnar fara Tryggvi Blöndal var stýrimaður og síðarskipstjóriá Esjunni: „Hvort ég man eftir þessu. Eg held að listamennimir hafi veriö sér- staklega fengnir til að mála þessar myndir í skipiö, en þær voru settar þar strax ’39. Þetta voru allt original myndir, samstæðan hans Schevings hékk í reyksalnum og málverk Jóns af Reykjavíkurhöfn í matsalnum. Svo var líka þama um borð ljósmynd af Ingiríði Danadrottningu í fallega dekoremðum ramma. Hinar myndirnar vom í trérömmum og skrúfaðar á veggina sem vom úr viði, alltnaglfast. Mér finnst voðaleg skömm að hafa látið myndimar fara með skipinu. Þama var um stórverðmæti aö ræða. Mynd Jóns Þorleifssonar var alveg sérstakt mótíf af Reykjavíkurhöfn og haföi sögulegt gildi, hvernig umhorfs var við höfnina á þessum árum.” „ öll þessi saga er röð af tilviljunum frá upphafi tH enda." Jón Rósmunds- son. Myndirnar álitnar „inventar" Guðjón Teitsson var forstjóri Ríkis- skips á árunum ’53 til ’76: „Jú, jú, ég man alveg eftir þessum myndum. Þær héngu í matsal skipsins. Eg man ekki betur en lista- mennirnir hafi verið fengnir sér- staklega til að mála þessar myndir.” — Var þetta dýr útgerð á sínum tíma? ,,Eg var nú ekki orðinn forstjóri þegar skipið var keypt og myndunum komið fyrir. Hins vegar held ég að þetta hafi ekki kostað neitt stórfé á þeim tíma. Um verðmæti þessara mynda í dag hef ég enga hugmynd.” Samkvæmt upplýsingum DV hvíldi mikil leynd yfir því þegar Esjan var seld úr landi með öUum myndunum. Þótti almenningi hneykslanlegt að selja slík verðmæti úr landi en engin eða lítil svör fengust við því hvers vegna það var gert. Blaðamenn á þeim tíma reyndu hvað þeir gátu en forráða- menn fyrirtækisins neituðu að ræða þaö. — Hvernig datt ykkur í hug að láta myndimar með skipinu? ,,Nú, við seldum skipið með öllu, sem í því var, meira að segja borðbúnaðinum. Og myndirnar voru álitnar „inventar”.” — Hef ur þú ekkert séð eftir því ? „Um það var ekkert að ræða þar -KÞ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.