Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1984, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1984, Blaðsíða 13
nV. LAUGARDAGUR25. FEBRUAR1984. 13 Skaddaðar frumur Samkvæmt rannsóknum dr. Gabriels Nakas við háskólann í Columbia truflar mariiiúana framleiðslu líkamans á efni sem stjórnar frumuskiptingu. Þetta veikir mótstöðu gegn sjúkdómum. Dr. Forrest S. Tennant, forstjóri með- ferðarstöðvar fyrir lyfjaneytendur við Californiu-háskólann í Los Angeles, telur náið samband á milli krabbameins og þessarar röskunar á mótstöðu líkamans. Með því að nota geislavirkt THC (tetra- hydrocannabinol) hafa vísindamenn komist að þvi að snefilefni marihúana verða eftir í vefjum líkamans í marga daga. Sá sem reykir marihúana vikulega eða oftar hefur þvi efnið alltaf í líkaman- Persónu- leikasköddun Dr. Andrew Malcom er sálfræðingur sem hefur meðhöndlað eiturlyfjaneyt- endur í New York, London og Toronto í 20 ár. Hann segir að neytendurnir verði af- skiptalausir, sinnulausir og lifsorka þeirra dvíni. Einnig segir hann aö í þeim heimshlutum þar sem marihúana hefur verið notað í margar aldir sé mikill hluti fólksins syfjulegur, latur, hafi ruglað tímaskyn og sé sinnulaus um hreinlæti. Kæruleysis- einkenni Ef unglingur notar kannabisefni (marihúana) þrisvar i viku efta oftar meira en þrjá mánufti koijia fram kæru- leysiseinkenni. Breytingar á persónu- leika neytandans og lífi eru mjög óljósar en hann missir áhugann á nær öllu ncma cfninu. þessum málum og hvetja til skoöana- skipta. I september í fyrra tók ég þátt í undirbúningi alþjóðlegrar ráöstefnu sem hér var haldin. Rúmlega tvö hundruö manns tóku þátt í ráöstefn- unni. Samantekt um efni ráðstefnunn- arveröurvæntanlegatilbúin fljótlega til dreifingar. Þama var rætt almennt um áfengis- mál og önnur ávana- og fíkniefni. Meðal annars um leiðir semmenn hafa Ég skal segja þér eitt,” heldur Arni áfram, „aö á námskeiöum hef ég látið fulloröiö fólk svara spurningunni, hvaö gæti helst fengiö þig til aö hætta aö drekka? Yfirleitt er svariö, slæm per- sónuleg reynsla. Fræösla er aldrei nefnd í því sambandi. En svo á fræðslan aö duga gagnvart bömum, er þetta ekki tvískinnungur? Það em orðnar nokkuð margar fundargerðimar þar sem bókaö hefur Árni Einarsson, fulltrúihjá Áfengisvarnaráði. DIf-mynd Loftur til aö ná meö fræðslu í gegnum fjöl- miölana.” Nú hefur áfengisfræösla verið í skólum nokkur undanfarin ár, hefur hún ekki boriö árangur? „Það getur verið aö þaö sem ég segi nú sé frekar mín tilfinning,” svarar Ámi, „en mér finnst aö hún hafi frekar leitt til þess að vaknað hafi gagnrýni barna á foreldra sína, þeirra neyslu- venjur. En ekki að krakkamir setji sig inn í þá mynd sem dregin hefur verið upp.” En framtíðarsýnin? „Mínar hugmyndir, svona í grófum dráttum, eöa það sem ég geng út frá í dag er aö koma fræðsluefni um ávana- og fíkniefni inn í sem flestar náms- greinar. Ætla slíkri fræðslu til dæmis rúm í líffræöi, efnafræöi og samfélags- .fræði, já, og líka í íþróttakennslu. Sömuleiðis er í huga mér að útbúa stutt verkefni sem kennarar geta gripiö til þegar stund gefst. En í raun hefur mér komiö á óvart hvaö öll fræösla er vandmeðfarin og mikil til- trú er á möguleikum hennar. Þaö getur verið aö maöur þurfi aö reima skóna sína upp á nýtt og endur- meta þetta. veriö að stórauka þurfi fíkniefna- fræösluna í skólunum. En ein sér dugar ekki slík fræösla, eins og ég sagði fyrr, þá verður fræðslan aö ná til ■ allraaldurshópa. Viö höfum enga ástæöu til annars en aö ætla aö sterkari efni fylgi í kjölfar áfengisneyslunnar, sem er á uppleið. Reyndar eru nú þegar komin önnur efni til viðbótar og fíkniefnaneyslan rokin upp. Menn vilja gera eitthvað, en hvar á aö byrja?” spyr Árni. „Þaö er sjaldan sem menn kalla sig til ábyrgöar. For- dæmin blasa víöa viö okkur. Spumingin er hvort viö viljum í raun og veru breyta ástandinu, það er fyrsta skrefið. Ef viö viljum breyta því verður hvert og eitt okkar aö vera ábyrgt. Þau viðbrögð vildi ég gjaman sjá í minni framtíðarsýn. En breytingin á ekki eingöngu aö gerast í gegnum skólakerfiö, ekki ein- göngu hjá löggæslunni, heldur verður aö hnýta saman alla mögulega enda. Viö veröum öll að spyrja okkur per- sónulegra spurninga. Allar fyrirbyggj- andi aögeröir hingaö til hafa verið fálmkenndar, tilviljunarkenndar og ómarkvissar,” segir Árni meö þunga. „Nei, ég hef enga patentlausn á mál- inu. En ég held að ég geti sagt meö sanni að sú fræösla sem einkum er horft á til þessa hefur ekki dugað. Sú leið sem mér er efst í huga nú er nokkuð annars eðlis. Hún beinist í sjálfu sér ekki alfariö aö fíkniefna- neyslunni sjálfri, heldur einstaklingn- um og samfélaginu. Og eins aö segja frá því hvaöa áhrif fíkniefnin hafa á líkamann, eöa heilsufræðiþáttinn. Hvaö snertir samfélagið þá hefur al- mennt verið ríkjandi jákvætt viöhorf gagnvart áfengisneyslu. Sá sem kemur inn í þetta samfélag hlýtur aö finna fyrir ákveðnum þrýstingi og væntingum af áfengisneyslunni. Og þaö hefur stundum verið viöloöandi okkur Islendinga aö taka ekki mikið mark á upplýsingum. Og á meöan viöhorfin tÚ neyslunnar eru jákvæö er sú hætta fyrir hendi aö einstaklingur- inn fari aö neyta fíkniefna einmitt þess vegna. Af hverju byrjaöir þú aö drekka? spyr ég oft, og fæ svarið... af því bara. Þetta kalla ég afþvíbarakenninguna. Þessi neysla er sjálfsögö í hugum fólks, það tekur í raun enga ákvöröun eöa veltir fyrir sér hvaö mælir meö neyslunni eöa á móti. En um þaö á málið aö snúast aö geta valið og hafnaö. Valiö til dæmis á grundvelli þekkingarinnar. Félagsleg ástæöa var til dæmis fyrir því að ég smakkaði vín fyrst. Mér tókst aldrei aö hafa þau not af fylleríi eins og til stóö svo ég ákvað að drekka ekki. En umhverfiö gaf mér ekki leyfi til að ákveöa mig, mín skoðun var ekki virt. Eg átti aö viröa skoðanir þeirra sem drukku en þeir ekki mína aö vilja ekki drekka. Unglingar í gamla daga áttu ekki sjö dagana sæla, það er aö segja þeir sem ekki drukku, það var hreinlega sest aö þeim. Og líklega er þetta þannig enn. Fyrir unglinga sérstaklega er viöur- kenning hópsins, eða þörfin á aö til- heyra hópnum, sterk. Þaö er oft erfitt fyrir þá að standast þrýsting, erfitt í samfélaginu viö hina aö standa á móti. Viö skulum vera sammála um aö eitthvaö þurfi til aö rjúfa þessa þróun sem átt hefur sér staö í aukinni fíkni- efnaneyslu hér á landi,” segir Ámi Einarsson. „En þaö gerir enginn einn, ekki heldur örfáir, samstööu margra þarf til að rjúfa samasemmerkiö og breyta viöhorfum. Áfengisneyslan er hluti af „kúltúr” fullorðna fólksins. Þaö er fullorðna fólkiö sem skapar venjumar í kringum fíkniefnaneysluna og hefur peningana og völdin. Þaö em ekki börn og unglingar sem hafa byrjaö á fikniefnaneyslunni og þaö em ekki börn og unglingar sem flytja inn til landsins fíkniefni. Viö þurfum að gera meiri kröfur til okkar sjálfra, fulloröna fólkið.” -ÞG wm isɧ ■'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.