Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1984, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1984, Blaðsíða 5
wnw ^HUOAauTiaov.w DV. FOSTUDAGUR 2. MARS1984. b 5 Þorsteinn Pálsson gagnrýnir Dagsbrúnarsamkomulagið: Óeðlilegt að semja við félag sem fellt hefur samningana Umræður um samkomulag fjár- málaráðherra og Verkamannafélags- ins Dagsbrúnar um samræmingu á launakjörum Dagsbrúnarmanna við opinbera starfsmenn var meginefni f undar sameinaðs þings í gær. Karl Steinar Guðnason hóf umræður utan dagskrár og beindi ýmsum fyrir- spurnum um máliö til fjármálaráð- herra. Karl Steinar sagðist fagna þessu samkomulagi enda hefði ASI lengi reynt aö ná þessu fram, meðal annars í tíð síðustu ríkisstjómar en ekkert hefði gengið. Spurðist hann fyrir um í hverju þessi samræming ætti að vera fólgin og nefndi dæmi um mismunandi kjör verkamanna og opin- berra starfsmanna. Kæmi það meðal annars fram í greiðslu fýrir yfirvinnu, persónuuppbót á laun, lengra orlofi og betri launum í veikinda- og slysatilfell- um. Sagði hann að verkalýðsfélög úti um land hefðu víðs vegar náð sam- bærilegum kjaraatriðum fram þar sem þau væm ekki stöðugt vöktuð af Vinnuveitendasambandinu. En samt væri víðar tilefni til samræmingar en hjá Dagsbrún, meðal annars hjá Sókn og Framsókn. Albert Guðmundsson fjármálaráð- herra hóf ræðu sína með því að segja að hann hefði orðið fyrir þungum ásök- unum siðustu daga vegna þessa sam- komulags við Dagsbrún. Sagöist hann þó hafa talið þessa aðgerð svo sjálf- sagöa aö hann hefði strax gengist inn á hana þegar Dagsbrún fór fram á það. En ef Alþingi teldi aö hann hefði brotið gegn embættisskyldum sínum þá yrði hann aö taka ábyrgð á þessum gjörð- um sínum. Albert sagði að ef orðið yrði við öll- um kröfum Dagsbrúnar gæti þetta samkomulag kostað ríkissjóö um eina milljón króna. Þetta væri nú kostnað- urinn við þetta samkomulag sem skap- að hefði allt þetta moldviðri undan- fama daga. Sagöist hann helst trúa því aö kostnaðurinn við þennan emb- ættisgjörning sinn væri ekki meiri en kostnaðurinn við að senda þingmenn á þing Norðurlandaráðs. Fjármálaráðherra sagöist vera þannig gerður að ef hann væri beðinn Áheyrendapallar voru þéttskipaðlr og þingmenn aldrei þessu vant nokkuð þaulsætnir í sætum sinum er utandag- skrárumræður fóru fram um Dags- brúnarsamkomulagið. 1 ræðustól er Guðmundur Einarsson, þingmaður Bandalags jafnaðarmanna. DV-mynd Bj. Bj um að leiðrétta misrétti þá gerði hann það ef hann gæti og sagöist hafa verið aö gera það eitt meö þessu samkomu- lagi. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, vék að þeim kjara- samningum sem nýverið hafa verið undirritaöirafhálfuASIogVSl. Sagöi hann að niðurstaða þeirra gerði ráð fyrir almennum launahækkunum í nokkrum áföngum, en á hinn bóginn væri ekki gert ráð fyrir að hreyft yrði við öðrum kjaraatriðum. Þetta hefði verið gert vegna þeirra þröngu efna- hagsaöstæðna sem við byggjum nú við. Sagt hefur verið að samkomulag f jármálaráðherra og Dagsbrúnar sé ekki sist áhyggjuefni fyrir Reykjavíkurborg sem fordæmi. Davíð Oddsson borgarstjóri sat í hliðarsal og hlustaði á umræður. Hér er hann ásamt konu sinni, Asthildi Thoroddsen, Kjartani Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, og Braga Michaelssyni, varaþingmanni Sjálf stæðisflokksins. DV-mynd Bj. Bj. Efnahagslífiö hefði ekki þolað meira nema leitt hefði til víðtæks atvinnu- leysis eða nýrrar verðbólguholskeflu. I þessum samningum hefði boginn ver- ið spenntur til hins ýtrasta. Síðan sagði Þorsteinn: „Þessir kjarasamningar eru nú til umfjöllunar meðal verkalýðsfélag- anna. Flest þeirra samþykkja samn- ingana. Það er þó eins og ævinlega ólíkar skoðanir og það hefur komiö fram núna, að það er af ýmsum aöilum markvisst unnið að því að fella þá í því skyni að stuðla hér að upplausn, koma ríkisstjóminni frá og verðbólgunni á. Að þessu er unniö í pólitískum tilgangi. Fyrsta stéttarfélagið sem reið á vaðið og felldi kjarasamningana var verka- mannafélagiö Dagsbrún. Eg tel óeöli- legt að ríkisstjómin viö þessar aðstæð- ur gangi til samninga við stéttarfélag sem hefur fellt heildarkjarasamning- ana og samþykkt hluta af viöbótar- kröfum þess. Það er ljóst að það fellir kjarasamningana af þeim sökum að það hefur ekki náð fram öllum sínum kröfum. Hluti af þessum kröfum hefur verið samþykktur af hæstvirtum fjár- málaráðherra. Eg tel það óeðlilegt af ríkisstjómarinnar hálfu að ganga þannig til móts við það stéttarfélag sem hefur riðið á vaöið meö að fella samningana. Það hlýtur að leiða til meiri óvissu við afgreiöslu þessara samninga og stofna verðbólgumark- miðum ríkisstjórnarinnar í meiri hættuenorðiðer.” Þorsteinn sagði að einnig hefði verið óeðlilegt að ganga að þessum samningum þar sem hvorugur aðilinn vissi hvað í þeim fælist. Þorsteinn sagði að hann liti þetta samkomulag sem alvarlegt mál. Það væri mikilvægt fýrir stjórnmálamenn að gæta sín þegar yfirlýsingar væru gefnar þannig að þeir hefðu flokka sína á bak við sig og gætu framkvæmt það sem sagt væri. Sagði hann að þetta mál yrði rætt innan flokksins og yrði gert opinberlega grein fyrir þeirri niöurstööu þegar þaö hefði verið rætt til hlítar. Fjöldi þingmanna tók til máls og stóðu umræður í þrjár klukkustundir. OEF SPAR rauðkál. 680 g.................kr. 45, gl. SPAR eplamauk, 720 g,................kr. 25,- gl. SPAR jarðarber, 1/2 ds.............kr. 55,- ds. SPAR sveppir, skornir, 275 g,.......kr. 63,- gl. SPAR hreinn appelsinusafi, II..........kr. 39,- SPAR hreinn eplasafi, 11...............kr. 30,- SPAR mayones, 650 g..................kr. 47,- gl. SPAR mayones, 350 g..................kr. 33,- gl. SPAR tekex........................kr. 18,90 pk. ORA grænar braunir, 1/1 ds........kr. 25,65 ds. ORA grænar baunir, 1/2 ds.........kr. 15,90 ds. ORA bakaðar baunir, 1/2 ds„.........kr. 31,- ds. ORA bakaðar baunir, 1/4 ds„........kr. 21,- ds. MAROKKO appelsínur................kr. 32,40 kg. Rauð epli USA.....................kr. 32,40 kg. KIKI vörurnar vinsælu frá SPAR KIKI sjampó (mild og herbal)........kr. 38,- gl. KIKI handsápa (3 stk. i pakka). . . . kr. 29,- pk. SPAR þvottaefni, 2 kg„.............kr. 87,- pk. Stórlækkað verð á svínakjöti. Allt álegg á tilboðsverði. kr. 195,- kg. kr. 185,- kg. kr. 68,- kg. kr. 105,- kg. Opið föstudag til kl. 10, laugardag til kl. 4. Opið í hádeginu. IMæg bílastæði. ÚRVALS-VÖRUR FRÁ SPAR Folaldakjöt Fol. snitzel..... Fol. gullach..... Folaldahakk...... Reykt folaldakjöt ÞAÐ ER GOTT AÐ VERSLA HJA DALVERI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.