Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1984, Blaðsíða 8
8 DV. FOSTUDAGUR 2. MARS 1984. KAFFI * mm V BJOÐUM EINNIG: fiskréttahlaðborð fyrir hópa og samkvæmi, köld borð, smurt brauð og snittur.! Verið velkomin. Wc KVÖLDIN ÖLL FIMMTUDAGS-, FÖSTUDAGS- OG LAUGARDAGSKVÖLD KAffl • mm , Grandagaröi 10 - Sími: 15932 C. ÞOHSTEINSSON 8 JOHNSON H.F. MASTER HITABLÁSARAR FYRIRLIGGJANDI Frá 30.000 BTV til 300.000 BVTV B-30 B-66 B-100 B-150 B-300 Verð frá kr. 9.874,- Árs ábyrgð. Upplýsingar i síma (91)—85533. Ármúla 1 Sími 85533 Seljum næstu daga ÚTSALA staka stóla, borðstofustóla. borðstofuborð, borðí borðkrókinn, skrifborð, hjónarúm, svefnsófa, stereobekki og ýmsar lítið gallaðar vörur með miklum afslætti RJRUHÚSÍÐ HF. SUÐURLANDSBRAUT 30 105 REYKJAVÍ • S:86605 Neytendur ‘ IVeytendur 11 Neytendur Kostnaðurinn við að reka bíl hækkar stöðugt. Nú er ráðgert að hækka biiatryggingar um 10prósent. Tryggingar: Bflatryggingin hækk- ar um tíu prósent „Þaö er rétt að þaö stendur til aö hækka bifreiðatryggingar um 10%. Viö hér hjá Tryggingaeftirlitinu erum að bíða eftir bréfi frá félögunum þess efnis,” sagði Erlendur Lárusson, for- stööumaöur Tryggingaeftirlitsins. Erlendur sagöi aö nú stæöi fyrir dyrum þessi hækkun. Líklega yröi þessi hækkun 10 prósent á ábyrgðar- tryggingu ökutækja og ökumanns og farþegatryggingu. Einnig er gert ráð fyrir því að sjálfsábyrgðin hækki úr 2500 krónum í 3500 krónur en til þess að þaö verði þarf samþykki dómsmála- ráöuneytisins og er það ekki enn kom- iö. Þá er ennfremur gert ráö fyrir aö vátryggingarupphæöin hækki í 8,5 milljónir en hefur verið fram aö þessu 6 milljónir. Ástæðurnar fyrir þessum hækkunum eru m.a. tjónareynsla fé- laganna á sl. ári og einnig mat þeirra á þeim verölagsbreytingum sem átt hafa sér staö. Bruno Hjaltested, aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Sam- vinnutryggingum, sagöi að Trygginga- eftirlitiö væri búiö aö samþykkja þessa hækkun óformlega og vantaöi nú stað- festingu á því hversu mikið vátrygg- ingin og sjálfsábyrgðin ættu eftir að hækka. Gjalddagi trygginganna var nú 1. mars og er gert ráö fyrir því aö reikningarnir berist í hendur neytenda í næstu viku. APH Að þvo í vél eða leggja í bleyti — hvorterbetra? Þaö hefur færst nokkuö í vöxt seinni ár aö þvegið er meö því að leggja í bleyti í þar til gerö þvottaefni. Sam- kvæmt könnun sem var gerö í Noregi kom í ljós aö oft heföi farið betur aö þvo flíkina í þvottavél í stað þess aö leggja hana í bleyti. Þaö eru margir sem halda því fram aö þaö fari betur með flíkur aö leggja þær í bleyti frekar en að þvo þær í þvottavél. Þessi könn- un viröist vísa því á bug. Þaö kom í ljós aö litaöur fatnaður eöa annar litaöur þvottur litaði meira frá sér þegar lagt var í bleyti en þegar þvegiö var í þvottavél. Þaö er því mjög mikilvægt aö vera öruggur um það hvort litirnir eru ekta og þoli aö þeir séu lagðir í bleyti áöur en slíkt er gert. En þaö er ekki svo auðvelt vegna þess aö merk- ingar á fatnaði eru því miður ekki nægilega góöar. Ef þaö á annaö borð er getiö um aö þvo eigi viökomandi flík eina sér viö fyrsta þvott er mikilvægt að farið sé eftir því. I þessari könnun kom í ljós aö tegund þvottaefnis skiptir litlu máli .þegar þvotturinn litar frá sér. Þaö sem skiptir mestu máli er hvemig þvegiö er. Þaö er mikilvægt aö þvotturinn sé á hreyfingu á meðan þvegiö er. Sérstaklega ef maöur er ekki viss um aö litimir séu ekta. Litirnir eru meira i hættu þegar lagt er i bieyti en þegar þvegið er i þvottavél. Þaö var lítill sem enginn munur á lit- un þegar þvegið var við 40° C hita og 60° C hita. Það var einnig lítill munur á því hvort þvotturinn lá í bleyti í tvo eöa átján tíma. En hins vegar smituöu litirnir mun meira frá sér þegar lagt var í bleyti en þegar þvegiö var í vél. Jafnvel þó að þvotturinn heföi einungis legið í bleyti í hálftíma kom í ljós að hann litaði mun meira frá sér en þegar hann var þveginn í þvottavél. -APH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.