Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1984, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1984, Blaðsíða 32
VISA Eitt kort alstaðar. Faðirínn laus úrgæslu: í VITORDI EFTIRÁ Faöirinn sem setiö hefur í gæslu- varöhaldi vegna ránsins hjá ÁTVR var látinn laus í gær. Ljóst þykir aö hann vissi ekki um rániö fyrr en eftir aö þaö gerðist. William kom heim til foreldra sinna skömmu eftir ránið. Hann ræddi viö fööur sinn sem stóö þá frammi fyrir því hvort hann ætti aö hylma yfir meö syni sínum eöa ekki. Nítján ára pilturinn sem játað hefur á sig aöild aö ráninu heitir Ingvar Þóröarson. Hann býr í Hafnarfirði. Nú þykir aö mestu ljóst hvernig hann tengist ráninu. -JGH Svínakjöt lækkar um 15 prósent Tímabundin lækkun veröur á svína- kjöti vegna aukinnar framleiðslu undanfarið ár. Félagsráö Svínaræktar- félags Islands ákvað í fyrradag aö selja umframbirgöir af svínakjöti meö 15 prósent afslætti af verði fram- leiðanda. Er hér aðeins um tímabundna lækkun aö ræða aö sögn Halldórs Kristinssonar hjá félagsráði svína- kjötsframleiöenda. „Við erum jafn- framt aö þreifa fyrir okkur um leiö hver markaðurinn er fyrir svínakjöt,” sagði Halldór. Þá hefur veröiö lækkað verulega frá því aö vera um 70 prósent dýrara en dilkakjöt fyrir nokkrum árum,” sagöi Halidór. Ástæöu aukinnar framleiöslu sagöi hann meðal annars f jölgun í hópi framleiöenda svínakjöts sem eru nú um 100. HÞ Brim tefur björgun Sandeyjar Ohagstætt veður alla þessa viku hefur hindrað Kristin Guðbrandsson og aöra starfsmenn Björgunar hf. í því aö hefjast handa við aö velta Sandey II við og koma henni á flot. Kristinn fór út aö sanddæluskipinu í morgun til aö kanna aöstæður. Trúlega verður ekki hægt aö byrja í dag því mikið brim var viö Engey í morgun. -KMU. j LUKKÍJÐAGAR 2. mars: 52363 HLJÓMPLATA FRÁ FÁLKANUM AD VERÐMÆTI KR. 400. | Vínnmgshafar hringí í síma 2Ö068 j .::ES • V S:/:::'.'.1:;:::: ... rs: LOKI Hví kaupir Albert ekki Rammageröina? Sprengdi Albert fjárlagarammann? —er spurningin sem Steingrímur leitar svara við í dag „Þaö er vafalaust rétt sem fram hefur komiö aö fjármálaráðherra hefur rétt til aö gera kjarasamninga og þessi mál eru á hans valdsviöi. ÞaÖ er hins vegar spuming hvort Al- bert hefur sprehgt fjárlagaramm- ann með þessu samkomulagi," sagði Steingrímur Hermannsson forsætis- ráöherra í samtali við DV í morgun. Steingrímur kom heim frá þingi Noröurlandaráðs í gærkveldi og mun ræöa við ráðherrana í dag. Hins vegar veröur ekki haldinn ríkis- stjórnarfundur í dag eins og boðað hafði verið. Fjórír ráöherranna eru enn erlendis og sagöist Steingrímur vilja hafa fullskipaðan ríkisstjórnar- fund er þetta mál yröi tekið þar fyrir. Steingrímur mun meðal annars ræða viö fjármálaráöherra í dag. Hann kvaðst ekki geta sagt til um hvort reynt yröi að ógilda samkomu- lag fiármálaráðherra við Dagsbrún. Sagöi hann aö þetta réöist af þvi hvort f járlagaramminn væri sprung- inn og síðan yrði aö taka tillit til þeirrar siðferðisleguskylduráðherra aö hafa samráö við samráðherra sína um mál sem næöu langt út fyrir verksviö þeirra. OEF Riddart samningaborðstns hamp- ar hér happdrættisvfnningi á kút- magakvöldi Lionskiúbbsins Ægis á Sögú i gærkvöidi. Hvor vinning- urinn var vita menn ekki, en hon- um var þó vandíega pakkað i „álpappir." 1' OV-mvnd Loftur DEILANI MiÓLKUR- SAMSÖLUNNILEYST Starfsfólk Mjólkursamsölunnar í Reykjavík hóf vinnu kl. sex í morgun þar sem lausn hafði fundist á kjara- deilu þess viö fyrirtækið. Að sögn Guölaugs Björgvinssonar, forstjóra MS, er búist viö að dreifing mjólkur verði með eðlilegum hætti í dag. Starfsfólk Mjókursamsölunnar lagöi niöur vinnu í gær þar sem Vinnuveitendasambandið haföi hafnað kröfum þess. Þær voru m.a. tilfærslur á töxtum, hækkanir í launaflokkum, aukiö öryggi á vinnu- staö, kröfur um hlíföarfatnaö o.fl. Afleiðingar verkfallsins urðu þær að mjólk gekk til þurrðar í verslunum í gærdag. Deilan leystist síöan er forstjóri Mjólkursamsölunnar gaf út einhliða yfirlýsingu um að ekki yrði um neinar skaðabótakröfur aö ræöa af hálfu fyrirtækisins enda kæmi ekki til frekari fyrirvaralausra vinnu- stöðvana. Þá hefur VSI fallist á viöræður viö Dagsbrún sem er stéttarfélag starfsfólksins. Var fyrirhugað aö halda fyrsta fundinn kl. 11 í morgun og átti að fjalla þar um sérkröfur starfsfólks Mjólkur- samsölunnar. -JSS Nýtt búvöruverd: Mjólkur- lítrinn hækkar I dag hækkar mjólkurlítrinn um 9,35% og kostar nú einn lítri í femum 18,70 en kostaði áöur 17,10.1 gær ákvað sex manna nefndin aö hækka búvöru- verö og er hækkunin á bilinu 6—9%. I nefndinni eiga sæti þrír fulltrúar bænda og þrir fulltrúar neytenda. Tveir fulltrúar neytenda, þeir Geir Þorsteinsson og Gunnar Hallgrímsson, greiddu atkvæði gegn þessi hækkun en allir fulltrúar bænda greiddu atkvæði meö henni. Auk þeirra greiddi einn fulltrúi neytenda, Torfi Ásgeirsson, sem tilnefndur er af félagsmálaráð- herra, atkvæði með þessari hækkun. Hækkunin, sem ákveöin var í gær og gengur í gildi í dag, nær yfir verð á kinda- og nautakjöti í heilum og hálfum skrokkum. Kindakjöt hækkar um 5—6% og kostar nú 123,05 kr. en kostaði áöur 116,45 kr. Nautakjöt hækkar um 6—7%. Mjólkurvörur um 7—9,5%. Hækkunin á mjólkurvörum er nokkuð misjöfn eftir tegundum. Ástæðumar fyrir þessum hækkunum eru taldar stafa m.a. af hækkun á kjamfóöri og einnig kemur nú sú verö- hækkun sem átti að vera 1. október inn í verðlagið en henni var frestað þá með tímabundnum niðurgreiöslum á áburði. Samfara þessum hækkunum hækka launtil bænda um5%. -APH Grindavíkurskákmótið: Enn tapar Jóhann Jóhann Hjartarson tapaöi fyrir Jóni L. Ámasyni í 2. umferð Grindavíkur- skákmótsins í gærkvöldi. Hafði Jón svart og vann í aðeins 20 leikjum. önnur úrslit urðu þau aö McCam- bridge vann Björgvin en jafntefli geröu Lombardy og Helgi, Christian- sen og Elvar, Haukur og Ingvar, Knezevic og Gutman. Biöskákum úr 1. umferð lauk í gær. McCambridge vann Jón L., Gutman vann Heíga, Lombardy vann Björgvin en jafntefli geröu Elvar og Knezevic eftirlanganþæfing. Eftir 2 umferöir er McCambridge efstur með 2 vinninga. Þriðja umferð hefst í dag kl. 16. -BH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.