Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1984, Blaðsíða 2
2 DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. APRIL1984. Fjölmargir á hálendinu um páskana: Hafþór Ferdinandsson á Toyota- jeppa sinum, einn þeirra sem fóru fyrstir norður fyrir Hofsjökul að vetrariagi. DV-mynd GVA. JEPPAFERD * sses. NORDUR FYRIR , HOFSJÖKUL T' —í fyrsta sinn sem þessi leið er farin aðvetrarlagi Fjöldi manna lagði leiö sína um hálendið yfir páskahelgina. Ekki færri en 150 manns lögöu leið sina inn í Þórs- mörk á vegum ferðafélaganna, á föstudaginn langa voru 25 vélsleðar og 10 jeppar staddir í Landmannalaugum og fjórir félagar úr Flugbjörgunar- sveitinni gengu frá Nýjabæjarfjalli upp af Eyjafirði og yfir hálendiö fyrir austan Hofsjökul og komu niöur í Sig- öldu. Sjálfsagt hafa ferðahópar víöar verið á hálendinu yfir páskana og er þá ógetið fyrstu ferðar sem farin hefur verið norður fyrir Hofsjökul að vetrar- lagi á bílum. Þaö voru félagar úr Feröaklúbbnum 4X4 eða Jeppavina- félaginu, eins og það er nefnt meðal félagsmanna, sem fóru þessa ferö á 12 jeppum. Hópurinn kom saman á Hvera- völlum og lagöi þaöan af staö á föstudagsmorgun. Þann dag var komið viö í Ingólfsskála en gist um nóttina að Laugafelli þar sem er upphitaöur skáli. A laugardeginum var haldiö áfram með viðkomu íNýjadal og gist í Lindarkoti á laugardagsnótt. A sunnudeginum hélt síðan hluti hópsins í Landmannalaugar en aðrir dóluöu sér beint heim í páskaeggin. Að sögn Hafþórs Ferdinandssonar, sem var einn þeirra sem fóru þessa ferð, voru ekki mikil snjóalög fyrir norðan Hofsjökul og enginn bílanna festi sig eða lenti í neinum vandræðum. Hægt var að fara yfir allar Blöndu- kvislar og JiStulsár eystri og vestri á ís.. Sagði Hafþór að galdurinn við aö komast áfram í svona ferðum væri að vera á nógu breiöum dekkjum og hleypa úr þeim loftinu að hluta þannig að þau fletjist út til að dreifa þungan- um og fá betra grip. Bílamir voru búnir talstöövum og auk þess tveimur Loran C miðunartækjum. Einnig voru með í förinni rafsuðutæki og annar viðgerðarbúnaður en ekki þurfti að grípa tilhans. ÖEF Þúsundir manna lögðu leið sina iskiðalöndin ipáskafríinu enda blíðskapar- veður og gott skíðafæri. Þessi mynd var tekin i Skálafelli á laugardaginn þar sem langar biðraðir voru i skíðalyfturnar allan daginn. DV-mynd GVA. í Þórsmörk voru að minnsta kosti 150 manns á vegum ferðafélaganna yfir helgina. Þar var steikjandi sól og einmuna bliða. Þessiloftmynd af skála Ferðafélagsins var tekin á laugardag. DV-mynd GVA. Karpov sigraði á skákmótinu f Osló: JÓN NÁÐIJAFNTEFLI VIÐ HEIMSMEISTARANN Hinu firnasterka skákmóti í Osló lauk á páskadag með sigri heims- meistarans Anatoli Karpov sem fékk 6 vinninga. I 2.-3. sæti lentu Makaris- hev og Miles sem fengu 5,5 v. DeFirmian, Agdestein og Adorjan fengu 4,5 v. og Jón L. Ámason, Hort og Wedberg fengu 3,5 v. Sigur Karpovs í mótinu var nokkuð öruggur. Hann vann 3 skákir og gerði 6 jafntefli. Vinningsskákir hans gegn Agdestein, Hort og Miles þóttu sérlega laglegar og tefldi heimsmeistarinn snöfurmannlega og afgreiddi andstæð- inga sína vafningalítiö. Jón L. Arnason fékk aðeins 1 v. úr síöustu 4 umferöunum. 1 6. umferð féll hann á tíma gegn Makarishev og haföi þá verri stöðu. I 7. umferö gerði hann jafntefli viö heimsmeistarann en Karpov hafði þá svart og tefldi Petroff-vörn sem þykir gefa svörtum mikla jafnteflismöguleika. 18. umferö tapaði Jón fyrir Agdestein. Fékk Jón betri stööu gegn Norðmanninum unga en lék síöan ónákvæmt þannig að taflið snerist gegn honum og að lokum lék Jón sig í tapið að eigin sögn. I síðustu vildi hins vegar ljúka mótinu með sigri virkari stööu svo að yfirburöir Jóns í umferö tefldi hann við Wedberg sem og vann hann fljótlega peð af Svíanum. mannafla nýttust honum ekki til að bauö jafntefli áður en skákin hófst og Síöan lenti Jón í tímahraki, vann þó knýja fram vinning og skákinni lauk síðan aftur að 10 leikjum loknum. Jón annað peð, en Svíinn fékk fyrir það meðjafntefli. -FRI/óbg. Frönsku kaupmönnunum leist greinilega velá islenska saltfiskinn. Frökkum kynnt íslensk matvara Fulltrúum frönsku verslanakeöj- unnar Euromarche var kynnt íslensk matvælaframleiðsla á sýningu sem haldin var í Átthagasal Hótel Sögu á föstudaginn langa. Euromarche sérhæfir sig í verslun með matvæli og eru fulltrúar fyrirtækisins hingað komnir fyrir tilstilli Alberts Guðmundssonar f jármálaráðherra. Á sýningunni voru hátt á annan tug framleiðenda mættir með framleiðslu sína. Þar í hópi voru framleiðendur svaladrykkja, saltfiskverkendur, framleiðendur kavíars og bitafisks, bakarameistarar, efnagerðir, fram- leiðendur sælgætis og kjötvinnslur. Þá var einnig til sýnis hunda- og katta- matur sem framleiddur er undir nöfnunum Lucy og Lady. Frakkarnir létu í ljós áhuga á vörun- um en enn á eftir að koma i ljós hvort með þessu opnast nýir markaðir fyrir íslenska matvælaframleiðendur. ÖEF Fimm á slysadeild Aðfaranótt laugardagins varð umferðarslys á Akureyri, í svokölluöu gripahúsahverfi, er bíl var ekiö á ljósa- staur. allir fluttir á slysadeild en fjórir þeirra fengu að fara þaðan skömmu síðar. Sá fimmti var lagður inn til nánari rann- sóknar. . .Fimm-mgnns vorju, í.bílhuio og voru FRI.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.