Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1984, Blaðsíða 4
4 • f T r ■ T T . , Tn • /-- T» TTT **,t T - DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. APRIL1984. írsku þotuf lugmennimir höfðu aldrei séðneittþessu líkt: Síðasta útkall og hrossin gengu um borð „Þessi óvenjulega ganga hrossanna um borö í flugvélina sýnir trausta skapgerö íslensku hrossanna,” sagöi Siguröur Sæmundsson hrossabóndi í Holtsmúla í Landssveit í samtali viö DV í gær. I gærmorgun gengu 130 hross um borö í leiguflugvél frá írska flug- félaginu Aer Turas sem leigö var hing- aö sérstaklega fyrir þennan hrossaút- flutning. Eftir nokkurra mánaöa undirbúning virtust allar bjargir útflytjendum bannaöar þegar . élin var lent um hálf- níuleytið í gærmorgun. Sliskju vantaði til aö koma hrossunum um borð í vélina. Utflytjendur höföu farið fram á aö fá sliskju frá Sambandinu til afnota sem ekki reyndist framkvæmanlegt. Og ekki var slikur útbúnaður meö flug- vélinni. „En þessi nýstárlega aðferð við lestun hrossanna gekk eins og í sögu og égerekkiviss umaöhinaöferöinheföi tekiö skemmri tíma,” sagöi Siguröur. Um klukkan ellefu fór vélin í loftiö meö þau og lenti skömmu eftir hádegi í Gautaborg. Þaön verður hrossunum dreift á bílum til kaupenda í Svíþjóö, Noregi, Danmörku, Finnlandi, Austur- ríki og Þýskalandi. Taldi Siguröur aö allþokkalegt verö heföi fengist fyrir þau eöa 35 þúsund krónur fyrir hvert. Flest hrossin eru af Suðurlandi. ,Jín þaö kom mér á óvart aö heldur reynd- ist erfitt aö fá reiöhross sem uppfylltu óskir kaupenda því mikiö hefur veriö talaö um geysilegt framboð af reiöhestum hér til útflutnings. Við erum nú meö pantanir á sjötíu hross- um til viðbótar, sem þurfa að fara eftir mánuð,” sagöiSiguröur. Hrossaflutningurinn í gær er sá stærsti sem farið hefur frá landinu meö flugi. Irsku flugmennirnir, sem flugu vélinni, hafa víöa fariö og ýmis- legt flutt en þeir höfðu orð á því í gær. aö aöra eins „landgöngu” heföu þeir aldrei séö. Og engin önnur hross en íslensk hefðu tekiö óvenjulegum aöstæðum meöslíku jafnaðargeöi. -ÞG. Reynir Aðalsteinsson og Sigurður Sæmundsson sáu um stærsta hrossaút- f/utning með f/ugi til þessa frá /andinu igær. DV-mynd S. „Siðasta útkall — og farþegar eru beðnir að ganga um borð" — islensku útflutningshrossin tóku göngu þessari með jafnaðargeði. Þinghald í 417 klukkustundir — umræðan um lánsf járlögin tók rúmar 24 klukkustundir Þaö sem af er yfirstandandi Alþingi sama tíma tók að ræöa þingsályktun- hefur þinghald staðið í 417 klukku- artillögu um aukna kennslu í Islands- stundir. Þar af hefur þinghald í efri sögu. Umræöur um stjómarfrumvarp deild staðið í 90 klukkustundir en 327 um Húsnæðisstofnun ríkisins hafa tek- samtals í neöri deild og sameinuöu iö 8 klukkustundir og er ekki lokiö. þingi. Tæpar 10 klukkustundir tóku umræöur um bráöabirgðasamning ríkisstjómar- Þau mál sem mesta umræðu hafa innar viö Alusuisse. Þingsályktunartil- fengiö á Alþingi eru sem nærri má geta iaga um friöarfræðslu í skólum og á fjárlögin fyrir áriö 1984 og lánsfjárlög. dagheimilum hefur hins vegar tekiö Umræðan um fjárlagafrumvarpiö tók fuuar 10 klukkustundir enda hafa þing- samtals rúmlega 24 klukkustundir en menn séö bæöi ástæöu til að lesa upp úr umræðan um frumvarp til lánsfjár- heilagri ritningu og fara meö langa laga tók 17 klukkustundir. Þá var íjóöabálka til stuönings sínu máli viö framvarp til staðfestingar á bráöa- þessa umræöu. Henni er ekki lokið enn. birgöalögum ríkisstjómarinnar um Þess má geta að venjulegt þinghald launamál eitt af fyrirferðarmeiri mál- stendur tvær klukkustundir á dag ef um þingsins. Umræöur um þaö mál ekki er boöaö til kvöldfunda, en slíkir spönnuöu 18 klukkustundir samtals. fundir heyra til undantekninga nema Af öðrum málum þingsins má nefna fynj- jólaleyfi og þegar draga fer nær að umræður um stefnuræöu forsætis- þingslitum. ráðherra tóku á sjöttu klukkustund og ÖEF Fjölmiðla- risi á Norð- uriandi? „Það birtist bara þegar þaö verðúr stofnaö,” sagöi Valur Amþórsson, kaupfélagsstjóri KEA á Akureyri, í samtali viö DV er hann var spurður um undirbúning að stofnun fjölmiöla- fyrirtækis á Norðurlandi. Á svæðisfundi Kaupfélags Þingey- inga, sem haldinn var á Húsavík fyrir skömmu, urðu nokkrar umræöur um fjölmiðlafyrirtækið Isfilm. Að sögn Víkurblaösins á Húsavík minntist Val- ur í ræðu sinni á aö veriö væri aö stofna fyrirtæki á Noröurlandi á þessu sviði. Yröi kaupfélögunum og verkalýðs- hreyfingunni á Noröurlandi boöin þátt- taka í fyrirtækinu. Heföi Valur sagst hrifnari af því fyrirtæki en Isf ilm. Valur vildi ekkert segja um hvaöa aöilar stæðu að þessu fjölmiölafyrir- tæki né hve langt undirbúningur væri kominn. Hann játaði aöeins að málið væri í undirbúningi. Jón Helgason, formaður verkalýös- félagsins Einingar, kannaöist ekkert viö þessar hugmyndir. Heföi ekki veriö leitaö til félagsins um þátttöku í slíku félagi. JBH/Akureyri. í dag mælir Dagfari í dag mælir Dagfari í dag mælir Dagfari Aðalfundur Seölabankans var með hátíðarbrag aö venju, þegar hans heilagi lét þau boð út ganga aö nú værl runnin upp stundin fyrir alls- herjarboöskap páfadómsins. Þvi miður varö enn einu sinni aö efna til aðalfundarins i aðþrengdum húsa- kynnum viö Hafnarstræti, þar sem musterið í Arnarhóli er ennþá sviðið fyrir bilageymslur neðanjarðar. Það hamlaði hins vegar ekki feikna góðri fundarsókn. Ráðherrar hröðuðu heimför sinni frá útlöndum, bankastjórar lokuðu biðstofum og embættismenn og alþingismenn klæddu sig í betri fötin. Eftirvænting ríkti og loft var rafmagnað af til- hlökkun. Fundarmenn gerðu sér grein fyrir að þeir voru í hópi hinnar útvöidu framvarðarsveitar almætt- isins í peningamálum þjóöarinnar, og heiður þeirra og frami undir því kominn að framkoma öll og alvöru- svipur væri í samræmi við viðhöfn- ina. Ef menn halda að jarðarfarir séu alvarlegustu samkundur þjóðarinn- ar, þá er það hér með leiðrétt. I fund- arsal Seölabankans má sjá stífpress- aða jakkaklædda broddborgara ganga með slikum armæðu- og ábúö- arsvip, að grafalvarlegasti jarðar- stigandi í fundahaldið, sem nær há- marki, þegar Jóhannes erkibiskup stígur sjálfur í pontu. Það ríkir þögn í salnum, ræðumaður fær sér sopa úr vatnsglasi, litur mUdum en ákveðn- um augum yfir efri brún gleraugn- anna, ræskir sig og aUt feUur i dúna- logn. Ráðherrar og þingheimur aUur situr hnipinn við borðsendann meðan hans heUagi kveður upp sinn stóradóm um horfur í efnahagsmál- um, og rekur áUt Seðlabankans (les: Jóhannesar) á aðdraganda og ástandi. Hann fjaUar um sveigjanlega gengisskráningu og tUtölulega hag- stæða þróun i f jármálum, sem verð- ur þó að aðlagast breyttum viðhorf- um í samræmi við lánsfjármarkað og skuldabyrði þjóðarbúsins, þar sem gætt verði jafnvægis í sam- neyslu og þjóðartekjum. Undir þessari efnahagsvisku sitja menn andaktugir og láta á engu bera, þótt þeir skilji hvorki upp né niður. Það skiptir beldur ekki öUu máU. Hans heUagi ræður hvort sem er þvi sem hann viU ráða. Þess vegna koma ráðherrarnir á fundinn. Þeir vUja vita hvað þeir eigi að gera. Dagfari. fararsvipur kemst þar hvergi í hálf- kvisti. Menn ganga þar hljóðlega og há- tíðlega um sali, heUsa með þéttu handabandl og skipa sér í sæti eftir tignar- og valdastöðu. Minni spá- menn dreifa sér um salinn aftar- lega, en ráðherrar taka sér sæti sitt til hvorrar handar æðstapresti, Jó- hannesi fyrsta. Einstaka maður reynir að slá á létta strengi, en al- vörustundin nálgast óðfluga og það er djúpt á brosum, enda flestum niðri fyrir. Segja fátt, hugsa djúpt og bera sig karlmannlega þrátt fyrir þrúgandi ábyrgð að þeirri upphefð, sem boðskortiö á þennan merka aðalfund felur í sér. Og svo rennur stundin upp. For- maður bankaráðs Seðlabankans fær orðið og má líkja þeirri ræðu við þann siðmUlivegalengdahlaupara að fá sér sprettharðan minniháttar hlaupagarp tU að hita upp hlaupið og halda uppi hraða á fyrstu hringjum. Það nefnist héri. Þannig héra hefur erkibiskupinn í Seðlabankanum. Sá er einnig for- maður bankaráðsins og flytur ræðu, sem enginn hlustar á og enginn minnist einu sinni á, hvorki á undan né eftir. Þannig fæst aftur á móti Erkibiskups boðskapur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.