Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1984, Blaðsíða 6
6 DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. APRlL 1984. Neytendur Neytendur__________Neytendur_______ Neytendur Lofað og lastað Áleggog barnatrú „Mér til mikíllar furöu uppgötv- aöi ég merkilegan hlut í síöustu viku. Þessi uppgötvun er varðandi verö á ýmsu kjötáleggi,” sagöi neytandi einn sem kom að máli við okkur. „Þar sem ég stóö í verslun einni og bar saman verð á hinum ýmsu kjöttegundum rann upp fyrir mér ljós. Frá frumbemsku hefur mér veriö talin trú um að lambakjöt- ið sé ódýrast og best af öllu og okk- ur beri aö borða þaö í tima og ótima. Svo befur baraatrúin verið sterk að ég ieyfði mér aldrei að kaupa svinakjöt eða kjúklingakjöt nema á stórhátíðum. En nú er öldin önnur.” , ,Það sem svipti hulunni f rá aug- um mínum var verð á hangiáleggi, svínaskinku, lambaskinku og rúllu- pylsu í lofttæmdum umbúðum,” heldur viðmæiandi okkar áfram. Og takið nú efUr. Kílóverð á svína- 3kinku í sneiðum í þessum tilteknu umbúðum er 491.40 krónur. Verð á lambaskinku, einnig i sneiðum, er 548.90 krónur kílóið. Tæplega sexUu króna verðmunur á svína- og lambaskinku og dýrari sú úr lambakjötinu. Hangikjötssneið- amar kosta svo 567.25 og rúllupyls- an 534 krónur. „Eg vona bara aö með þessum orðum minum opnist augu fleiri neytenda.” Rúilupylsan lækkaði Svo mörg voru þau orð. Viö könnuöum málið í viðkomandi verslun. Þaö er rétt verð sem við- mælandi okkar nefndi. En síöan hann var þar á ferð hefur verð á rúllupylsu lækkað niður i 369.40 kr. kílóið. Það verð er miðaö við rúllu- pylsusneiðar í lofttæmdum umbúð- um. Kílóverð á rúllupylsu er svo enn lægra ef sneiðarnar eru ekki í loft- tæmdu umbúðunum, til dæmis af- greiddar „í bréfum" í kjötborði verslunarinnar. Þá fer kílóverðið í 335.30 kr. Sama má segja um annað kjötálegg, þaö er langdýrast í loft- tæmdum umbúöum. En sú verö- lagning er oft dálitið skondin, því að stundum munar tveimur krón- um á kílóverði, stundum rúmlega 20 krónum á kilóinu, satt aö segja litil samræming í verölagningu á umbúöunum. Manni finnst að þess- ar tilteknu umbúðir, vinnan viö að setja áleggið í þær og annað, hljóti alltaf aö vera fastur kostnaður. Breytingar En neytandanum okkar, sem lét skyndilega af barnatrúnni í inn- kaupaferð í síöustu viku, viljum viö benda á að margt hefur breyst í þessum málum á skömmum tíma. Frá áramótum hefur verð á svina- kjöti lækkað um ein 15%. Allt síðastliðið ár hefur verið nánast sama verð á kjúklingakjöti og þaö er verðlækkun. Búvöruverðshækk- un varð 2. mars sl. og þá hækkaöi lambakjötið. Og síðast en ekki síst hefur ýmislegt gerst í verðlagsmál- um okkar síðustu dagana. Frjáls álagning er á unnum kjötvörum, til dæmis áleggi, og ekki er lengur f ast verð á lambalærinu góða eða bryggnum. Því er komið að neyt- endum að vera á verði í þessum málum. Við eigum völ í dag — og kannski kvöl líka. Viö höfum stund- um bent á verðmismun á áleggi í verðkönnunum okkar því að hann hefur verið mikill og þá sérstak- lega eftir umbúöunum. En gerum eins og viðmælandi okkar — gerum verðsamanburð, þá kemur ýmislegt í ljós. -ÞG EITT ERR EBA TVÚ í síðustu viku birtum við niður- stöður verðkönnunar Verölagsstofn- unar, sem gerð var dagana 20. febrú- ar — 2. mars. Þessi könnun var tvi- þætt, annars vegar verðsamanburð- ur milli hverfisverslana og hbis veg- ar samanburður milli vörumerkja. í siðara tilfellinu var verðsamanburð- ur á nokkrum hreinlætisvörum og plast- og álfilmu i mismunandi þyngdareiningum. í frásögn okkar af þeim þættinum slæddist ein prentvilia. Það var greint frá að Dixan þvottaefni i 300 g pakka værí 141% dýrara en sama magn af Sparr þvottaefni í 2 kg poka — ekki átti að standa Sparr heldur Spar. Nokkuð mikill munur er á, þeg- ar eitt r bætist i enda orðsins og dæmið breytist, þvi að bæði er á markaðnum Sparr þvottaefni og SPAR. Sparr er íslensk framleiösla en Spar er innflutt frá stóru Spar- keðjunni í Hollandi. 1 þessum verð- samanburði á lágfreyðandi þvotta- efni var Spar, það hollenska, ódýr- ast, aftur hið innlenda um 14% dýr- ara. Biðjumst við velvirðingar á r-við- bótinni sem breytti myndinni. Annað atriði þessarar könnunar, sem vert er að komi einnig fram, er varðandi verð á uppþvottalegi. Ödýr- asta vörutegundin í þeim flokki var í könnuninni Primó, verð pr. 100 ml 3,11 kr. En þá kemur aftur Spar — með einu errri til skjalanna. Þeir eru með 2,39 kr. pr. 100 ml af uppþvotta- legi, því með ódýrustu vöruna í þess- um flokki einnig. Þessi breyting hef- ur veriö staðfest af fulitrúa Verð- lagsstofnunar. -ÞG FORFALLA TRYGGING, SKYLDA EDA VAL? Um síöustu áramót tók ferðaskrif- stofan Urval upp fast aukagjald á alla farseðla í hópferðir og ferða- skrlfstofan Utsýn hefur haft þetta aukagjald um eins árs skeiö. Þetta gjald er fyrir forfallatryggingu. Ið- gjaldið fyrir hvem farþega er 300 krónur en 150 kr. fyrir böm innan 12 áraaldurs. Við höfum heyrt óánægjuraddir sumra farjjega með þetta fastagjald, og þeir hinir sömu hafa haldiö því fram að það eigi að vera hverjum farþega í sjálfsvald sett, hvort þeir taki þessa tryggingu eða ekki. For- fallatrygging eigi ekki að vera skyldutrygging. Við höfum leitað okkur upplýsinga um forfallatrygginguna, en þessar tvær ferðaskrifstofur, sem hafa tekið hana upp, endurtryggja hjá Almenn- um tryggingum. Hjá Samvinnuferðum-Landsýn fengum við þær upplýsingar að þessi trygging væri ekki skyldutrygging en farþegum bent á gildi hennar. Hvað er forfallatrygging? Hér er tekiö beint úr vátrygging- arskilmálum fyrir forfallatryggingu hjá Almennum tryggingum: Vátrygging þessi greiðir bætur komi tii eftirtalinna tilvika. a) að aðili, sem pantað hef ur ferð h já vátryggingartaka, forfallist vegna h'kamsmeiðsla af völdum slyss, veik- inda, þungunar, barnsburöar eða sóttkvíar, enda vottað af hæfum, skráöum starfandi lækni. b) að aðili, sem pantað hef ur ferð h já vátryggingartaka forfallast þar sem honum er stefnt til að bera vitni fyrir dómi. c) að aðili, sem pantað hefur ferð hjá vátryggingartaka andast. d) að einhver ættingi eða náinn við- skiptafélagi þess, sem pantaö hefur ferð hjá vátryggingartaka. I) andast H) hljóti líkamsmeiðsl af völdum slyss eða veikist, enda vottað af hæf- um, skráðum, starfandi lækni. Framangreind tilvik skulu vera þess aðlis, að óhjákvæmilegt verði að afturkalla áður gerða pöntun í hóp- ferð. Félagið mun greiða vátryggðum þá upphæð, sem hann er samnings- bundinn til aö inna af hendi. Ýmislegt fleira er tíundað í skil- málum tryggingarfélagsins, svo sem greint frá forföllum sem ekki eru tekin gild. Almennir ferðaskilmálar Samkvæmt almennum ferðaskil- málum Félags íslenskra ferðaskrif- stofa er heimilt að afturkalla far- pöntun án kostnaðar, sé það gert inn- an viku frá því aö pöntun var gerð. Berist afpöntun síðar en með meira en fjögurra vikna fyrirvara, áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til að halda eftir 5% af verði ferðarinn- ar. Sé pöntun afturkölluö með minna en 30 daga en meira en 15 daga fyrir- vara heldur ferðaskrifstofan eftir 10% af verði ferðarinnar. Berist afpöntun með skemmrii en 15 daga fyrirvara á feröaskrifstofan kröfu á 50% fargjaldsins, en sé fyrir- varinn aöeins tveir virkir dagar eða skemmri er allt fargjaldið óaftur- kræft. Um pöntun á þátttöku í hópferð gilda ákveðnir skilmálar, sem ekki verða tíundaðir hér. Fast gjald hjá erlendum ferðaskrifstofum Samkvæmt upplýsingum sem við fengum bæði hjá Útsýn og Urvali hafa erlendar ferðaskrifstofur haft fastagjald á farseölum vegna for- fallatryggingar í mörg ár. Þeir far- þegar sem panta hér í gegnum ís- lenskar ferðaskrifstofur hópferðir með erlendum ferðaskrifstofum greiöa slíkt fastagjald aö þeirra sögn. Andrés Andrésson, fulltrúi hjá Al- mennum tryggingum, tjáöi okkur að nokkuð mörg tilvik hefðu komið upp síðastliðiö sumar hjá farþegum sem pantaö höfðu far í hópferðir hjá Ut- sýn en orðið að hætta við á síöustu stundu. Og vegna forfallatrygging- arinnar og gildra tilvika voru greidd- ar bætur. Skiptar skoðanir Við höfum heyrt að það hafi veriö lauslega rætt innan Félags íslenskra ferðaskrifstofa að allar ferðaskrif- stofur tækju upp forfallatryggingu fyrir hópferöafarþega, sem skyldu- tryggingu. En ekki höfum við fengið þær f réttir staöfestar. En þeir aðilar sem við ræddum við hjá Urvali og Utsýn, sem tekið hafa upp fast iögjald fyrir forfallatrygg- ingu á hvern farseðil, telja að hér sé um mikið hagsmunamál fyrir far- þega að ræða. En skoðanir eru skiptar um þessa tryggingu. Farþegar kaupa farseðla hjá ferðaskrifstofum eðli málsins sam- kvæmt. Alveg eins og neytandi fer út í búð að kaupa sykur hjá kaupmann- inum. En það er spurning hvort kaupmaðurinn getur skyldað við- skiptavininn til aö kaupa lika hveiti. Þeir sem eru ósáttir við þessa tryggingu sem skyldutryggingu, telja að um þetta eigi viðskiptavinur- inn sjálfur aö velja. -ÞG Tvær ferðaskrifstofur hafa tekið upp iðgjald af forfallatryggingu sem fast gjald á hvera farseðil hópferðafarþega. Þessi mynd er tekin hjá Ferðaskrifstofunni Úrvali, sem er annar aðilinn, hin ferðaskrifstofan er Útsýn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.