Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1984, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1984, Blaðsíða 39
DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. APRIL 1984. 39 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Friðjón Sigurðsson. Friójón hættir Á næstunni veröa manna- breytingar i skrifstofusölum Alþingis. Þá lætur af störfum Friftjón Sigurösson skrif- stofustjóri sem veröur sjötugur á þessu ári. Mun starfið veröa auglýst laust til' umsóknar innan tíðar. Friðjón hefur starfað á skrifstofu Alþingis í fjóra áratugi og sem skrifstofu- stjóri frá 1956. Að sjáifsögðu er farið að ræöa um hugsanlegan eftir- mann Friðjóns, eins og títt er þegar væn störf eru í boði. Þykir einna helst koma til greina Olafur Oiafsson iög- fræðingur. Hann hefur starf- að á skrifstofu Alþingis um langt skeið og mun þar þvi iillurn hnútum kunnugur. Gjöf til Starf Hrekkjalóma- félagsins í Vestmannaeyjum mun standa með miklum blóma um þessar mundir. Hefur það í ýmsu að snúast enda er einn félagsmanna sjálfur Árni Johnsen þing- maftur. Hafa bræður hans í regiunni fært honum gjöf sem er forláta iampi í líki box- Árni hefur i ýmsu að snúast. hanska, með reimum og öllu tilheyrandi. Þá hafa félagsmenn ákveðið að framvegis verði spiluð ný útgáfa af Olseu, Olsen-spilinu á fundum þegar Árni mætir. Megi hann einn ráða með hvaða spili verði breytt um iit. Ef einhverjir spilafélagar verða með múður yfir vali Arna hafi hann, samkvæmt reglunum, leyfi til að „svara þeim að sjómannasiö”. I kaffi hjá Nokkur kurr mun vera meðai starfsmanna aðal- banka Landsbankans um þessar mundir. Stafar hann af þvi að yfirmenn bankans létu loka mötuneyti hans, nema á matmálstímum. Áður var það þannig að starfsfólk bankans gat fengið sér kaffisopa í mötimeytinu þegar litið var að gera. Þótti því notaiegt að eiga sopann visan i amstri dagsins. Yfir- mönnum þótti hins vegar f uil- mikið rennirí i mötuneytið alian liðlangan daginn og brugðu því á það ráð að loka, nema á matmálstimum. t Búnaðarbankanum, sem er næsta hús við Lands- bankann, er hins vegar stand- andi kaffi og tilheyrandi í af- greiðsiusalnum alian daginn. Er það ætlað fyrir viðskipta- vinl og starfsfólk. Hafa starfsmenn Landsbankans gert sér tíðar ferðir í sali Búnaðarbankans að undan- förnu, eða síðan mötuneytinu var lokað. Erindið er að dreypa á sjóðheitum kaffi- sopanum og ræða við kolleg- ana um landslns gagn og nauðsynjar. Af sem áður var Miklar værlngar hafa verið innan Alþýðubandalagsins í kringum samningana. Hafa skrif Þjóðviljans farið mjög fyrir brjóstið á allaböllum í Alþýðusambandinu. Og hæst risu Ulindin þegar stjórn Verkaiýðsmálaráðs Alþýðu- bandaiagslns, með Asmund Stefánsson í broddi f ylkingar, samþykkti ályktun þar sem skrlf ÞjóðvUjans um verka- lýðsmál voru harðlega for- dæmd. En þótt samningar séu nú að mestu leyti um garö Asrnundur Stefánsson. gengnir eimir enn eftir af þessu sérkennUega bræðra- þeli vcrkalýðsforkóifanna. Segir sagan að ÞjóðvUja- batrið á skrifstofum ASt iogi enn svo glatt að starfsmenn þar taki blaðið á morgni hverjum, brjóti það pcnt saman og stingi því ólesnu i ruslafötuna. Þykir mönnum því málgagn vcrkaiýðsins mega muna timana tvenna. Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir. i j dag mælir Dagýari í dag mælir Dagfari Í dag mælir Dagfari Fellir kakómjólkin ríkisstjómina? l'a rTu Duroccu rl l\lA VEflA . Ellecak . . IHBHH —— HHHHHK jKvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndirj St jörnubíó/ Educating Rita: Leikur að orðum Stjömubfó. Educating Rita. Leikstjóri: Lewis Gilbert. Aðalhlutverk: Michael Caine, Julie Walters. Báöir aðalleikararnir í þessari mynd, Caine og Walters, voru út- nefnd til óskarsverðlauna fyrir leik sinn og auk þess hlaut myndin Gold- en Globe-verðlaunin í Bretlandi sem besta mynd ársins 1983. Lewis Gilbert, sem áður var eink- um þekktur fyrir leikstjóm á nokkr- um James Bond-myndum, hefur tekist að gera hér mjög huggulega og netta gamanmynd um menntun ungrar stúlku í enskum bókmenntum en vitneskja hennar á því sviði fyrir var þannig að hún taldi Yates vera sjampó og bókina Howards End eftir Forster klámfengna í meira lagi sem er svona eins og einhver íslensk stúlka teldi Laxness vera nafn á sápu. Rita, leikin af Walters, er ofan- greind stúlka. Hún er 26 ára hár- greiðsludama sem ákveðin er í að afla sér æðri menntunar og finna sjálfa sig í leiðinni en þetta reynist henni erfiðara en hún taldi í byrjun, einkum þar sem kennari hennar er lífsþreyttur, drykkfelldur prófessor, Frank, leikinn af Caine, sem hefur mun meiri áhuga á góöu viskíi en góðri bók þegar hér er komið sögu í ævi hans. Þau tvö, Caine og Walters, fara á kostum í túlkun sinni á þessum tveim persónum og samspili þeirra. Það sem kannski háir öörum en breskum áhorfendum þessarar myndar er að viðkomandi verður að hafa nokkuð góða þekkingu á enskum bókmennta- persónum til að skilja marga brand- ara og orðaleiki í myndinni en á heildina litið kemur það þó ekki svo mjög aö sök þar sem orðaleikimir eru í sjálf u sér ekkert aðalatriði. Gamansemin í myndinni er svona eins og kryddið í pottréttinum en „kjötið” aftur á móti er saga Ritu sem breytist úr einfaldri lágstéttar- stúlku með skondinn „Cockney- hreim” í ákveðna, menntaða konu með sínar eigin skoöanir á því sem hún hefur lært, skoöanir sem á stundum hlaupa fyrir brjóstið á drykkfelldum, lífsþreyttum prófess- ornum. Þannig má hafa töluverða ánægju af myndinni þó að maöur sé með það á hreinu að Yates sé í raun- inni sjampótegund. Þetta kemur einkum til af því að töluverðum hluta myndarinnar er eytt íaðsýnaheimilisaðstæðurRitu, sex ára hjónaband með rafvirkja sem á sér það æösta takmark að Rita hlaöi niður krökkum hans, án þess þó að það komi í veg fyrir heimsóknir hans á bjórkrána á horninu. Sá verður svo fyrir vonbrigðum mánaðarlega því Rita tekur pilluna á laun. Undir lokin kemst prófessorinn ekki hjá því að verða hrifinn af þess- um nemanda sínum en Gilbert stýrir nett framhjáþvíatriðioglæturper- sónurnar skilja í lokin, hvora á sinn hátt reynslunni ríkari. Friðrik Indriðason. ÖblTÍ^^DEYFAR ____________HABERG HF. • Skelfunnl Sa — Sími 8*47*88 ▼ VARTA _ OFURKRAFTUR - “ ÓTRÚLEG EIMDING SAMAN VERÐOG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.