Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1984, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1984, Blaðsíða 7
DV. ÞRIÐJUDAGUR 8. MAI1984. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Borðum ekki kartöflur „Við erum hætt að borða kartöflur á mínu heimili,” sagði einn „grandvar” neytandi við okkur hér. Eftir fréttir af skemmdu, finnsku kartöflunum, sem dreift hefur verið í verslanir, og slsma reynslu af þeim eru raddir neytenda orðnar háværar. Við höfum heyrt frá fjölmennum starfshópum á nokkrum vinnustöðum. Hugur er í fólki að hætta kartöfluneyslu, í bili að minnsta kosti, á meðan ekki býðst annað betra. Og auðvitað er hægt að snúa sér að öðru, eins og hrísgrjónum, spaghetti og grænmeti. Ef farið er út í að reikna það dæmi hvað er dýrt og ódýrt er víst að kartöflupoki með 10—15% rusli af heildinni sé ekki dýr. Nú hefur Grænmetisverslunin reyndar innkallað allar kartöflur úr verslunum á Reykjavikursvæöinu eða það verk stendur yfir. Hvort annaö betra kemur í staöinn verður að koma í ljós, en þangað til er betra að sjóða hrísgrjón með soðningunni. -ÞG. UPPBOÐ ÓSKILAMUNA HALDIÐ Á NÆSTUNNI Hið árlega uppboð á óskilamunum verður haldið bráðlega. Enn hefur ekki verið ákveðið hvenær það verður haldið en búast má við þvi að það verði nú í byrjun maí. Haldið er uppboð á þeim óskilamun- um sem hafa borist til lögreglunnar og eru það hlutir sem hafa legið þar í eitt ár eða lengur án þess að þeirra hafi verið vitjað. Eins og venjulega má búst við því að nokkur f jöldi hjóla verði á þessu uppboði og er oft hægt að gera ágætis kaup. Uppboðið er haldið í Borgartúni 7 og verður auglýst í dagblööunum hvenær þaðáaðfarafram. APH. Sjöfn í stað Friggjar Samband islenskra samvinnufélaga hefur nú nýverið tekið upp á þeirri nýjung i verslunum sinum að hafa á boðstólum ákveðnar vörutegundir á tilboðsverði. Þetta framtak hefur verið nefnt samvinnusöluboö. I fyrsta söluboöinu var boðiö upp á vörur frá verk- smiöjunni Frigg, sem framleiðir þvottaefni. Hjá KEA á Akureyri hafa þessar vörur ekki verið. í söluboðinu. Hjá SIS fengum við þær upplýsingar að kaupmönnum væri í sjálfsvald sett hvort þeir væru með allar vörurnar í viökomandi sölutilboði eða ekki. Hjá KEA var okkur sagt að vörur frá Frigg væru einungis seldar í tveimur verslunum KEA og þótti því ekki ástæða til að hampa þessum vörum með sérstöku tilboði. Hins veg- ar hafa sambærilegar vörur frá Sjöfn á Akureyri verið settar á tilboðsverð í verslunumKEA. -APH. Vantar þeytara í hrærivélina Ellen Sveins hringdi og bað okkur um að hjálpa sér. Hana vantar nýjan þeytara í hrærivélina sína sem er af Hamilton Beach gerð. Hún sagðist hafa reynt mikið til aðfá þennan þeytara en enginn vissi hver hefði umboð fyrir þessar hrærivélar. Þessar vélar áttu miklum vinsældum að fagna hér áður fyrr og fékk Ellen sína vél fýrir 25 árum og gengur hún ennsemný. Eftir að hafa hringt nokkur símtöl komumst við að því að umboðið er í höndum Ljósbogans að Mjölnisholti 14. Þar fengum við þær upplýsingar að til væru nokkrir varahlutir j þessar vélar en framleiðsla þeirra er löngu hætt. Og svo var að heyra að líklega væri til þeytarihjá þeim. Vertíöartilbod Nú ber vel í veiði. 2 > J3 I "SIRIMIR im SNORRABRAUT 56 SIMI 1 35 05 GLÆSIBÆ SIMI 3 43 50 AUSTURSTRÆTIÍO SÍMI 27211 Ekki bara benjuleg verslun!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.