Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1984, Blaðsíða 16
16 DV. ÞRIÐJUDAGUR 8. MAI1984. Spurningin Ert þú í einhverri friðarhreyf- ingu? Olöf Sigurðardóttir: Nei, ég er það ekki. Mér finnst hún ferleg þessi friöarumræöa sem á sér staö. Mikið af þessu fólki sem tekur þátt í henni leik- ur tveim skjöldum, eins og þegar ein- hver var laminn fyrir utan Sigtún af mönnum sem voru aö koma af friðar- tónleikum. J Hálfdán Steingrímsson prentari: Nei og mér finnst aö þaö ætti aö taka þeim öllum meö varúö. Alda Vestmann afgreiðslustúlka: Nei og ég hef lítið fylgst með friðarumræö- unni en Sjálfsagt eru þær góðra gjalda verðar. Jóna Guöjónsdóttir: Nei, ég hef bara lítið hugsað út í þessi mál. Hrefna Beckman húsmóðir: Nei og ég get varla sagt aö ég hafi hugsaö mikiö útíþessi mál. Heiðrún Stefánsdóttir tækniteiknart: Nei, ég geri þaö nú ekki en er engu aö síður mikill friðarsinni. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Verkalýðsforystan hef ur brugðist —fiskvinnslufólk láglaunað og réttlausf Guövarður Jónsson skrifar: Mánudaginn 16. apríl var stofnaö Félag verkafólks viö fiskvinnslu. Mun aðalmarkmið þessa félags vera aö gæta réttar fiskvinnslufólks viö gerð kjarasamninga. Þó mun félagiö ekki vera sjálfstæöur samningsaöili heldur mun það eiga aö starfa innan va-ka- mannafélagsins Dagsbrúnar og verka- kvennafélagsins Framsóknar. Verkalýösforustan hefur brugðist fiskvinnslufólki viö gerð kjarasamn- inga á undanfömum árum og fisk- vinnslufólk veriö lægst launaöa og rétt- minnsta fólk landsins. Til þess aö bæta upp þessi lágu laun er notaö bónus-' kerfi, sem þýöir aukið vinnuálag, en nú er stefnt aö því aö nota hluta af bónusn- um til þess aö fylla upp í dagvinnu- trygginguna. Ef þessi þróun verður látin halda áfram verður ekki langt í þaö aö bónus og yfirvinna veröi látin hverfa inn í lágmarks kauptrygging- una. Fyrir síöustu kjarasamninga voru notuð gömlu slagorðin um að þaö þyrfti sérstaklega aö bæta laun hinna lægst launuöu. Efndirnar voru í svip- uöum dúr og vanalega, úr því varö bara vindhögg — sennilega eins og til var ætlast. Lítum aöeins á hvaö þeir menn sem hafa s jáif ir um 40 þús. á mánuöi og þar yfir sömdu um fyrir láglaunafólk í síö- Dæmi um bíl sem fluttur er inn i tvennu lagi. HEILIR BÍLAR OG HÁLFIR í RÍKISSIOD Skuggi skrifar: Við lestur fréttar í DV laugardaginn 28.4. 1984 um að fluttir væru inn dýrir bílar í tvennu lagi, og þannig spöruð aöflutningsgjöld, kom mér í hug eftir- farandi: Þessi innflutningur er aöeins eitt dæmi af mörgum sem sýnir hve vitlaus og skammsýn núverandi tollalöggjöf er, hvort sem hún snýr aö ríkissjóði eöa neytendum. Þessi tollalöggjöf er gjaldalega séð frá því fyrir daga EFTA-samningsins og hefur veriö reynt aö aölaga hana þeim samningi jafnóðum og tilfelli hafa komið upp um samkeppnisvörur, venjulega meö þeim árangri aö inn- lendur iönaður í viðkomandi grein hef- urlognastútaf. Hér þarf því að höggva aö rótum meinsins og um leið halda nauðsynleg- um tek jum ríkissjóðs óskertum. Vegna þess aö bifreiöar eru til um- ræöu er hægt að benda ríkinu á ein- falda leiö: Afnema meö öllu tolla og innflutn- , ingsgjöld af skráningarskyldum öku- tækjum og taka þess í staö upp skrán- ingarskatt á þessi tæki, sem innheimt- ur yrði af bifreiðaeftirliti viö nýskrán- ingu. Þennan skatt gæti þá fjármála- ráöherra ákvarðaö eftir því sem hæfi- legt þætti og yröi miðað viö stærðir, hestöfl og eöa eigin þyngd, eftir því sem hagkvæmast og eðlilegast þætti. Með þessu yrðu allir jafiiir fyrir lögun- um, bæöi þeir sem gætu tekið sundur sína bíla og þeir sem ekki gætu þaö, og jafnframt þyrfti ekki nýtt kerfi til að vinna þetta, það er þegar fyrir hendi og þá einnig kunnáttumenn til aöskoöa og meta bifreiðina. Og á ég þar við Bif- reiöaeftirlit ríkisins. Þegar er vísir að þessu kerfi þegar um er aö ræða fólksflutningabíla yfir 30 manna, en þeir eru nú tollfrjálsir en greiöa bifreiöagjald. Einnig mætti yfirfara þetta kerfi á víötækari hátt, til daémis meö þvi aö gera allar vinnuvél- ar skráningarskyldar og innheimta innflutningsgjöld af þeim á sanria hátt, þó með einni breytingu, þaö er í stað þess aö innheimta alla upphæðina i einu væri hægt að dreifa henni á þrjú til fimm ár til aö auðvelda verktökum að flytja inn ný tæki í staöinn fyrir not- uö eins og nú er algengast. Gæti þetta gjald sem best verið forgangslögveð í vélunum sem aöeins félli niður ef vélin yröi flutt aftur úr landi á tímabilinu. Ekki á ég von á aö þessar ábending- ar veröi taldar nothæfar við svokallaöa endurskoðun tollaskrár, sem nú er í gangi, vegna þess aö þeir sömu endur- skoöa og sömdu, þannig aö hugmynda- auðginni er ekki fyrir aö fara, enda tollskráin miðuö viö aö draga sem mestar tekjur í gegnum tollstjóraemb- ættið í Reykjavík sem orðiö er að dæmigerðu skrifstofubákni sem senni- lega er ekki sambærilegt við neitt vest- an jámtjalds. Gaman væri samt aö sjá hvort ein- hverjir sem hagsmuna eiga aö gæta, innflytjendur og neytendur, hafa ein- hverja skoðun á þessu og þora aö láta hana í ljós. , ^ :.:CÍ & 6l ustu samningum og hvernig samning- arnir verka í reynd. Tökum mann sem vinnur í skreiðar- vinnu (11 flokk A) á fyrsta ári og er í bónus. Hann fær ekki lágmarkskaup- aö borga sjálfum sér þaö sem á vantar aö hann nái lágmarkskauptryggingu og taka þaö af bónusnum. Á árs grund- velli borgar hann því sjálfum sér kr. 23.112 af bónusnum til þess aö fá þau Fiskvinnslufólk, það lægst launaða á landinu að sögn bréfritara. tryggingu, kr. 12.660 á mánuði, vegna þess að hann er á bónus heldur fær hann kr. 10.734 á mánuði sem er kaup- taxtinn fýrir skreiöarvinnu. Hann þarf því aö nota kr. 1.926 á mánuöi til þess lágmarkslaun sem verið var aö semja um við atvinnurekendur. Ef við segjum svo að sami maður hafi engan bónus og vinni bara á tíma- kaupi, þá skyldi maður ætla aö hann fengi kr. 12.660 á mánuði, en svo er þó ekki. Ef þessi maður skyldi fá ein- hverja yfirvinnu er hann settur á kr. 10.734 á mánuði og yfirvinnan notuö til þess aö fylla upp í þær kr. 1.926 sem vantar upp á lágmarkslaunin. Hann þarf sem sagt aö vinna 267 tíma á ári í eftirvinnu til þess aö fá eftirvinnu greidda fram yfir lágmarkslaunin. Lítum aöeins á þau 5 % sem f engust í launahækkun, hvað úr þeim veröur. Eg sem þessar línur skrifa fæ i kaup- hækkun kr. 586 á mánuði. Eg leigi og húsaleigan hækkaði um 12,31% þann 1. febrúar eða um 565 kr. á mánuði. Þeg- ar ég hef svo greitt húsaleiguna á ég eftir 21 kr. til þess að mæta öörum veröhækkunum. Þaö eru þó nokkrar líkur á því aö ríkissjóður vilji fá þessa 21 kr. og vel þaö, svo þaö er ekki mikil von til þess aö min kauphækkun veröi notuö til þess aö mæta hækkuöu mat- vöruverði. Það er ljóst að á meöan eitt þjón- ustufyrirtæki getur hirt alla kaup- hækkun láglaunafólks á einu bretti eru kjarasamningar eins og þeir sem gerð- ir voru nú síðast eintóm hringavitleysa og sekkur láglaunafólkiö enn dýpra niður í eymd og volæöi. Ef boriö er saman viö hvað fékkst fyrir mánaöarlaun verkamanns árið 1974, og hvaö fæst nú áriö 1984 kemur í ljós að kaupmáttarrýrnun er orðin um 60%. Þrátt fyrir aö láglaunafólk sé bú- iö aö gefa atvinnurekendum um 60% af launum sínum á þessum 10 árum virð- ist atvinnureksturinn vera verr á vegi staddur fjárhagslega nú en hann var áriö 1974. Þaö má því telja víst aö þó láglaunafólk gæfi atvinnurekendum alla sína vinnu mundi þaö ekki bjarga atvinnurekstrinum. Skólastjór- inn drekkur á vistum nemenda Þrír nemarskrifa: Við erum nemendur í ónefnd- um héraösskóla. Við viljum fá aö vita hvort ekki væri hægt aö kæra skólastjórann fyrir aö neyta áfengis á vistum nemenda. Skólastjórinn okkar er alkó- hólisti. Þaö væri allt í lagi ef hann drykki heima hjá sér en hann drekkur og er meö hávaöa á vist- um eftir aö búið er að loka og um miöjar nætur. Er ekki bannaö aö neyta áfengis á opinberum stofn- unum? Yröi tekið mark á nem- endum ef þeir myndu kæra hann? Óþolandi dagskrár- kynningar Elsa skrifar: Mikiö skelfing fara þessar kynningar dagblaðanna á dag- skrá útvarps og sjónvarps í taug- amar á mér. Eg er búin aö vera gift sama manninum í 25 ár og þurft að þola sitt lítið af hverju. En alveg ætlar hann að drepa mig þegar hann situr fyrir fram- an sjónvarpið og þylur yfir mér hvaö hafi staðið í blöðunum um hinn og þennan þáttinn. Getum við ekki fengiö frið og notið þess sem boöið er upp á í sjónvarpi og útvarpi án þess að þurfa aö vita þaö allt fyrirfram?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.