Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1984, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1984, Page 8
DV'.'MÁN'UÐAGUK 28: MAI1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Söguiegu þingi finnska Kommúnistaf lokksins lokið: Moskvukommum var sparkað úr nnð- stjóm fbkksins Tuttugasta þingi finnska komm- únistaflokksins lauk i gæi'. ÞingiÖ var sögulegt því aö trúir Moskvu- harölínumenn biöu þar mikinn ósigur og sovésk sendinefnd er var viöstödd þingið hefur tæpast verið ánægö meöúrslitin. Harðlinumennirnir hafa krafist þess að nýtt þing verði haldiö og segjast ekki una því aö enginn úr þeirra hópi var valinn í miðstjórn flokksins. Hógværari armur flokksins reyndist hafa tuttugu atkvæöa meirihluta á þinginu, 183 þingfulltrúar kusu hina nýju miö- stjórn flokksins en 163 voru á móti. Meðal þeirra sem var sparkaö úr miöstjórninni var Jouko Kajanoka, hinn 41 árs gamli formaður flokksins. Ráðamenn í Kreml höfðu opinberlega lýst stuðningi sínum viö aö hann yröi endurkosinn og haföi honum borist persónuleg stuðnings- yfirlýsing frá Konstantín Tsjern- enko, forseta Sovétríkjanna. I staö Kajanokas var Arvo Aalto, 51 árs gamall framkvæmdastjóri flokksins, kosinn sem nýr flokksfor- maöur. Hann haföi sætt gagnrýni ráðamanna í Moskvu fyrir að vera ekki trúr hinni marx-lenínísku stefnu. Harðlínumenn í finnska Kommúnistaflokknum höföu einnig gagnrýnt hann mjög harðlega fyrir aö vera of fús tU aö starfa meö öörum stjórnmálaflokkum. Kommúnistaflokkurinn er fjóröi stærsti stjórnmálaflokkur Finn- lands. Hann hefur í raun verið klof- inn í tvær andstæðar fylkingar frá miöjum sjöunda áratugnum. Meiri- hlutinn er fylgjandi svokölluöum Evrópukommúnisma en minnihlut- inn vill fylgja Moskvu í einu og öllu. ZANUSSI heimilistækin eru falleg og vönduð og njóta vaxandi vinsælda erlendis. Og nú stendur yfir freistandi vortilboð h]á Rafha; 9 gerðirkæli- og frystitækja i hvltum lit fráZANUSSI með 13% staðgreiðsluafslætti og 10% afslætti með afborgunarkjörum. Tilboðið stendur til 1. júnl 1984. Verslunin Rafha, Austurveri, Háaleitisbraut G3. Símar: 84445,86035. Hafnarfjörður, símar: 50022,50023,50322. K*ll *kfUr ZB 1401 140 I Staö- greiðs,u' verdkf - Kaelis kápur Z 21/10 iir 200 I . Too 1 ws"f Stad KarMskápvr 7 20/’S 200 I k*1!', Í40 I fry5 Sta<5 greiðslU' verð kf ■ SAMA ZERD UM LAND ALL T Augu umheimsins beinast nú að Persaflóanum og Persafióastriðið getur þvi ekki lengur kallast „gleymda striðið " eins og það var yfirleitt kallað. Nú eru olíuhagsmunir umheimsins í húfi eftir að oliuskip á flóanum hafa að undanförnu margsinnis orðið fyrir árásum. Nágrannaþjóðir íraks og írans gera sér grein fyrir að vaxandi hætta er á að þau dragist inn iátökin. Sjón- varpið i Kuwait birti á dögunum mynd af syngjandi hermönnum sem greinilega voru við öllu búnir. Verður Ceausescu tekinn til bæna af Kremlverjum? Nicolae Ceausescu, forseti Rúmeníu, heldur til Moskvu 4. júní næstkomandi til viöræöna við ráðamenn í Kreml. Rúmenía er eina Varsjárbandalags- ríkiö sem ætlar aö taka þátt í ólympíu- leikunum í Los Angeles í sumar. Moskvuheimsókn hans var sögö ákveðin áður en Rúmenar tilkynntu aö þeir ætluöu aö taka þátt í ólympíu- leikunum en fuilvíst þykir aö viðræöurnar í Moskvu muni aö verulegu leyti fjalla um þessa ákvöröun Rúmeníu. Ceausescu er þekktur fyrir að fara eigin leiöir og utanríkisstefna Rúmen- íu þykir mun sjálfstæðari en annarra Varsjárbandalagsríkja. Ceausescu mun aðeins hafa eins dags viðdvöl í Moskvu og þá ræöa við Konstantín Tsjemenko. Þrjú ár eru nú Jiöin frá því að Rúmeníuforseti átti síöast formlegar viöræður viö leiðtoga Sovétmanna. Einvígi Karpovs og Kasparovs verður haldið í Moskvu Einvígi sovésku skákmannanna Anatolí Karpovs og Gary Kasparovs um heimsmeistaratitilinn i skák hefst í Moskvu þann 10. september að því er Alþjóöaskáksambandiö FIDE skýröi fráumhelgina. Sigurvegari í einvíginu veröur sá sem verður fyrri til að vinna sextán skákir og veröa jafntefli ekki talin meö. Aðaldómari í einvíginu verður júgóslavneski stórmeistarinn Svetozar Gligoric. Henrik príns íheim- sókn í Suður-Kóreu Henrik prins, eiginmaöur Margrétar Danadrottningar, er nú staddur í Suöur-Kóreu. Um helgina ræddi hann við Chun Doo Hwan, forseta Suöur- Kóreu. I yfirlýsingu sem gefin var út um viðræður þeirra sagði að þær hefðu miðað að því að auka vináttu og samstarf þjóðanna tveggja. Henrik prins er í forsæti 37 manna sendinefndar Dana er kom til Suður- Kóreu siðastliðinn f immtudag. A síöasta ári keyptu Danir vörur af Suður-Kóreumönnum fyrir 118 milljón- ir dollara og seldu þeim í staðinn vörur fyrirj.13 milljónir doilara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.