Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1984, Blaðsíða 12
12 DV. MÁNUDAGUR 28. MAl 1984. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUM5ULA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla.áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuði 250 kr. Verö í lausasölu 22 kr. Helgarblað25kr. ^ Sjónvarpið ogÁsgeir Sjónvarpið stóð sig vel á laugardaginn. Þá fengu ís- lendingar tækifæri til að fylgjast meö Ásgeiri Sigurvins- syni í beinni útsendingu frá Þýskalandi þegar hann og fé- lagar hans í Stuttgart hrepptu meistaratitilinn í vestur- þýsku knattspyrnunni. Leikurinn sjálfur var hvorki skemmtilegur né æsandi á aö horfa og lið Ásgeirs beið lægri hlut án þess að það hnekkti meistaratigninni. Um slíkt getur enginn sagt fyr- irfram enda aukaatriði. Þaö sem skiptir máli var hitt aö íslenska sjónvarpið og einstakir starfsmenn þess gerðu sér grein fyrir að íslendingar upp til hópa voru gífurlega áhugasamir um þennan knattspyrnukappleik. Þeir vildu fylgjast með „sínum manni” og verða vitni að þeim við- burði þegar íslenskur knattspyrnumaður, strákur frá Vestmannaeyjum, náði þeim einstæða árangri að vinna til fyrstu verðlauna í sjálfri Bundeslígunni. Það gerist ekki á hverjum degi. Meö tilliti til áhugans og skilningi á hlutverki sínu gengu sjónvarpsmenn í að útvega réttindi til beinnar útsending- ar. Þeir skildu aö sýningin á leiknum var þjónusta við við- skiptavini, rétt viðbrögð og svar viö þeirri athygli sem frammistaða Ásgeirs Sigurvinssonar hafði vakið hér á landi. Vinnubrögð af þessu tagi eru því miöur of sjaldgæf hjá ríkisreknum fyrirtækjum sem ekki þurfa að óttast sam- keppni. Stjórnendur slíkra stofnana hafa tilhneigingu til að líta á almenning sem sína eigin þjóna. Þeir sjálfir, stjórnendurnir, eru herrarnir sem ráða ferðinni. Við þekkjum þetta alls staðar í kerfinu. Fólk er látið bíða eftir afgreiöslu, sitja og standa aö geðþótta yfirvalda, þakka fyrir greiðann og lúta hvers kyns duttlungum og hroka þess sem valdið hef ur. Sjónvarpið íslenska hefur stundum verið þessu marki brennt. Dagskrá er sniðin eftir smekk fárra, einhverjum innanhússlögmálum eða þröngsýnu vali. Þetta hefur leitt til þess að mörg kvöld vikunnar má sjá fleiri borgara á myndbandaleigum í leit að bitastæðu efni en hina sem sitja viö sjónvarpstæki sín yfir skemmtilegri dagskrá. Það verður að segja íslenska sjónvarpinu til hróss að það hefur haft uppi viðleitni til aö mæta kröfum áhorf- enda um lifandi efni. Sjónvarpið hefur fært sér í nyt nýja tækni sem felst í beinum fréttamyndum og útsendingum frá atburðum um leið og þeir gerast. Leikurinn á laugardaginn var gott dæmi þar um. íþrótt- ir eru gott sjónvarpsefni vegna þess að keppnin er spenn- andi meðan úrslit eru óviss og útsendingin skapar þau áhrif sem viöstaddir sækjast eftir: stemmningu, augna- blikið, úrslitin. íþróttaviöburður í sjónvarpi eftir á, eða frásögn af honum þegar úrslit eru kunn, hefur óverulegt aðdráttarafl miðað við hitt að fylgjast með honum beint frá staðog stund. íslendingar geta státað af mörgum góðum afreks- manninum í íþróttum. En fáir þeirra hafa náð þeim árangri sem Ásgeir Sigurvinsson hefur fagnað á ferli sín- um. Það er einstætt afrek að komast í hóp hinna bestu í hinni höröu knattspyrnukeppni í Vestur-Þýskalandi. Ásgeir er einn af okkur, fulltrúi lands og þjóðar í íþrótt, sem er vinsælli öllum öðrum. Nafn hans er þekkt um alla Evrópu og það var óvænt og ánægjulegt að geta fylgst með honum á lokasprettinum. Þökk sé íslenska sjónvarp- inu. Þökk sé Ásgeiri Sigurvinssyni, geðþekkum og glæsi- legum íslenskum íþróttamanni. Hróður hans er mikill. Það sáum viö á laugardaginn. „...eða haldiö þið að þurft hafi sjúkrabifreið meö manninn sem var að aðstoða bifreiðarstjórann við að setja keðjur á eina sjúkrabifreiðina í Oddsskarði í vetur?” *. ^ SJÚKARFLUTNINGAR Margt er skrítið í sparnaðarkerfi hins opinbera. A sama tíma og hlutur sjúklinga í greiöslu vegna lyfja og læknishjálpar er hækkaöur vegna spamaðar í tryggingakerfinu er bruölað meö milljónir í sjúkraflutn- ingakerfinu. Hér á ég við flutninga á fólki meö sjúkrabifreiöum lands- manna þar sem hægast væri og stór- sparnaður yröi í aö nota leigubifreið- ir þegar sjúklingar þurfa ekki að liggja í sjúkrakörfu né nota annan búnaö sjúkrabifreiðanna, sem oft kemur fyrir, eöa geta ekki legið í sjúkrakörfu af ýmsum ástæöum. Eftir að hafa ekið sjúkrabifreiðum í nokkur ár tel ég mig hafa vissu fyrir þessu þar sem ótaldir sjúkra- flutningar hafa veriö þannig að sjúklingur hefur setið í framsæti viö hlið bifreiðarstjóra en ekki verið í körfu, eða haldið þið að þurft hafi sjúkrabifreið með manninn sem var að aðstoða bifreiöarstjórann við að setja keðjur á eina sjúkrabifreiöina í Oddsskaröi í vetur? ÆGIR KRISTINSSON, BIFREIDARSTJÓRI. FÁSKRÚOS- FIRDI. ar, þangaö sem oftast er farið með sjúklinga, kostar kr. 7.980. Leigubif- reið sömu leið kostar kr. 2.000 í dag- vinnu og kr. 2.850 í næturvinnu. 4.400 í dagvinnu og um kr. 6.500 i næturvinnu. Sjúkrabifreiö frá heilsu- gæslustöðinni á Egilsstöðum út á flugvöll kostar t.d. kr. 700, leigubif- reiöumkr. 100. Víða má spara Af þessu tölum má sjá aö víöa er hægt að spara í kerfinu. Nú skilst mér að í reglum Tryggingastofnunar rikisins um sjúkraflutninga eigi ein- ungis að greiða fyrir flutning sjúklinga sem þurfa að liggja í sjúkrakörfu en ekki þá sem sitja í framsæti sjúkrabifreiða, að ekki sé talað um þá sjúklinga sem notaðir eru til að setja keðjur á bifreiðina. Mér finnst alveg ótækt að send sé sérútbúin sjúkrabifreið með sjúklinga sem ekki þurfa á því aö halda, hvað ef t.d. sjúkrabifreiðin hefði skroppið frá Stöðvarfirði til Neskaupstaðar með fingurbrotinn mann og alvarlegt slys hefði orðið á meðan bifreiðin var í 120 km fjar- lægð? Hlutur sjúklings í kostnaði sjúkraflutnings er 1/8 hluti af fyrr- greindu verði, þó aldrei hærri en kr. 700. W „Mér finnst alveg ótækt að send sé sérút- búin sjúkrabifreið með sjúklinga sem ekki þurfa á því að halda. . .” Máli mínu til stuðnings skal ég sýna ykkur taxta sjúkrabifreiöa og leigubifreiöa, til viðmiðunar, á milli staða hér austanlands. Sjúkrabifreið frá Fáskrúðsfirði til Neskaupstað- Sjúkrabifreið frá Djúpavogi til Nes- kaupstaðar kostar kr. 17.947, ennþá ódýrara er sjúkraflug, en flugvél frá Flugfélagi Austurlands kostar kr. 12.000 og leigubifreið þessa leið kr. Nú er þaö viðkomandi læknir sem ákveður hvenær senda þarf sjúkling á sjúkrahús og finnst mér að hann ætti einnig að ákveða hvort nota þurfi rándýrar sjúkrabifreiðar eöa margfalt ódýrari leigubif reiðar til að koma hinum sjúka á sjúkrahús, að ekki sé talað um ef hægt er að senda sjúklinginn með flugvél, sem er sennilega besti kosturinn í mörgum tilfellum. Fyrir hvern ekinn km í sjúkrabifreiö þarf að greiða kr. 83,09 á móti kr. 9,65 á dagtaxta og kr. 14,47 á næturtaxta leigubifreiða. Ægir Kristinsson. Ofbeldi í skólum —vangaveltur móður tveggja skólabarna Tveir 14 ára drengir, í nýtísku „punk” klæðnaði, standa rétt utan við skólalóöina er 6 ára drengur fer hjá. Þeir snúast á hæli, samtímis, hrifsa í ökkla hans, lyfta honum upp, svo höfuðið snýr niður, og slengja honum í stéttina fjórum sinnum. Þá fleygja þeir honum niður, henda sér yfir hann og slá hann í andlitið í 45 sekúndur. Þá yfirgefa þeir staðinn, hlæjandi, en eftir stendur yfir sig hræddur 6 ára drengur veinandi af kvölum. Tveim mínútum seinna endurtaka stóru strákarnir þetta ailt, nú er fórnarlambið 7 ára stúlka. A skólalóðinni í öðrum skóla skammt frá skríöa þrjú 6 ára böm í örvinglan í drulluna undir lausu kennslustofunum, skitköld og skjálf- andi, til aö reyna aö flýja daglega árás 13 og 14 ára strákanna í HOPE KNÚTSSON skólanum. 8 ára strákur er í fulian klukkutíma að komast heim úr skólanum sem venjulega er 5 minútna gangur. Hann var eltur og honum ógnað af hópi 13 ára bama sem hann hafði aldrei séð fyrr. 10 ára stelpa er á leið eftir skóla- ganginum úr einni kennslustofu í aðra. Það er töluverður troðningur. Allt í einu fær hún hnefahögg í and- litið úr þrönginni. Átta ára gömul vinkona dettur skyndilega um sama leyti vegna þess aö bmgðið er fyrir hana fæti. Slys? Tveir 10 ára koma eftir ganginum og spjalla saman. Aðrir tveir 14 ára koma á móti þeim og er þeir mætast bregða þeir stóm þeim litlu svo þeir detta harkalega á steypt gólfiö. Og ganga síðan hlæjandi á brott. Þeir sem eftir liggja skilja varla hvað hefur skeð. ebs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.