Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1984, Blaðsíða 8
8 DV. FIMMTUDAGUR 23. AGUST1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Sovésku fjölmiðlarair hafa verið grunsamlega hljóðir um forseta Sovétríkjanna, Konstantin Tjernenkó, á meðan forverar hans voru daglega í fréttunum. fyrra og hvarf af opinberum vettvangi voru stöðugt birtar ýmsar tilskipanir og yfirlýsingar í hans nafni sem gáfu til kynna að hann væri tryggur í sessi og stýrði landinu. Síðustu fimm vikurnar hefur aðeins verið birt ein tilkynning í nafni Tjern- enkós. Það var bréf sent Sean MacBride, forseta alþjóða friðarstofn- unarinnar í Genf. Um leið hefur ýmis mál borið á góma í sovéska sjónvarp- inu þar sem venjulega hefði verið birt mynd af sovéska forsetanum eða vitn- að í einhver hans ummæli en hefur ver- iö látiö undir höfuö leggjast síöustu vikurnar. Tjemenko hjúp- aður þögninni — kvittur um að hann sé veikur en um leið vaknar grunur um að hann sé ótraustur á valdastóli Löng þögn, sem ríkt hefur um ferðir Konstantíns Tjemenkos, forseta Sovét- ríkjanna, hefur vakiö nokkra undran meöal almennings í Sovétríkjunum og vangaveltur á Vesturlöndum um raun- veruleg völd hans. 15. júlí var kunngert í Kreml aö Tjemenko (72 ára) heföi tekið sér orlof en ekkert var gefiö til kynna um hvar hann dveldist eða hve lengi. Síöan hafa sovéskir fjölmiðlar veriö óvanalega hljóðir um hann. Er þaö öfugt viö venjuna um forvera Tjemenkos sem létu jafnan töluvert á sér bera, þótt í orlofi væm, meö fund- um og móttökum erlendra leiötoga eöa pólitískum yf irlýsingum. Þessi þögn er einkanlega áberandi fyrir þaö aö hálfa áriö þar á undan var Tjemenko stööugt í sjónvarpsfréttun- um (daglega), þar sem hann var sýnd- ur við ýmsar hátíðlegar athafnir og í ræðustóli. Um hríö hefur nokkur orörómur ver- iö á kreiki um að Tjemenko væri bilaö- ur aö heilsu og jafnvel er gengiö svo langt aö segja aö hann hafi veriö lagð- ur inn á sjúkrahús í Moskvu. — Ekki vilja menn kaupa þá sögu dým veröi því að orðskvittir em tíöir í Sovét- ríkj unum um f yrirmennina. Mörgum þykir hitt trúlegra aö áhugaleysi ríkisfjölmiðlanna á Tjem- enko sé merki þess aö honum hafi ekki tekist aö treysta valdatök sín í Kreml eftir s jö mánuöi í valdastólnum. Þegar Brezhnev fór í orlof á Krím- skagann (sem var hvert sumar) hitti hann einatt aöra leiötoga úr Varsjár- bandalaginu, sem sjónvarpið greindi síöan frá, eöa birtar voru myndir af honum í heimsóknum í skólum eða meöal verkafólks. Eftir aö Júri Andropov veiktist í Af er það áður var. Varla er mikið um kossaflens hjá Birai og Maríönnu þessa dagana. Bjöm Borg að skilja Sænska tennisstjaman Bjöm Borg ætlar að skilja viö hina rúm- ensku eiginkonu sína, Maríönnu, eftir aöeins fjögurra ára hjóna- band, eftir því sem umboðsmaður hans greinir frá. Þau gengu í hjónaband í Búka- rest í júh' 1980 en aö undanförnu hefur Borg veriö orðaður við sautján ára sænska feguröardís, Jannicke Björhng, og eru þau sögð í skemmtiferö á Hawaii. Umboösmaöur Borgs segir að samkomulag hafi náöst um skiln- aðinn. Hefeia heimiM páfans er CIA — segir í nýútkominni bók I bók sem gefin er út i dag er því haldið fram aö páfinn hafi vikulega fundi með mönnum bandarísku leyni- þjónustunnar CIA. Að sögn höfunda bókarinnar er leyniþjónustan traust- asta heimild páfa. Höfundamir, Gordon Thomas og Max Morgan-Witts, báðir breskir, segja aö menn frá CIA stööinni í Róm hitti páfa á hverjum föstudegi og segi Nýtt haf narverkfall hjá Bretum Hafnarverkamenn í Bretlandi virðast staðráönir í að leggja niöur vinnu í annaö sinn á þessu ári ef stál- iöja ríkisins gerir aivöru úr því aö af- ferma erlent kolaskip þrátt fyrir mót- mæli þeirra. — Sjálfir neita þeir að losa skipiö og yrði þá að nota annan starfskraft. Leiðtogi hafnarverkamanna, John Connoliy, segir að meðal þeirra hafi Southfork- búgarðurinn seldur Southfork-búgarðurinn, heimih Ewing-fjölskyldunnar í „Dallas- sjónvarpsþáttunum, hefur verið seldur fasteignabraskara sem ætl- ar að hafa hann til sýnis ferðafólki. Jafnframt er ætlunin að leigja íbúðarhúsið til ráðstefnuhalds, einkasamkvæma, eins og giftinga, og hveitibrauðsdagadvalar. — Ekki var látiö uppi hvað búgarður- innkostaöi. lengi komiö til greina aö efna til sam- úðarverkfalls með kolanámumönnum sem hafa verið í hálft ár í verkfalli til þess að mótmæla áætlunum um lokun á námum er óhagkvæmar eru í rekstri. Stáhöjan hefur tilkynnt aö losaðar verði 90 þúsund smálestir af kolum úr Panamaskipinu Ostia fyrir Ravenscraig-stáUöjuveriö svo að þaö hafi kol til þess aö halda hitanum viö í ofnum sínum. — Skipið bíður undan ströndum N-Irlands og á aö koma til hafnar í Hunterston-höfn í Skotlandi. Sams konar deila leiddi til 12 daga vinnustöðvunar í 61 höfn Bretlands og setti aUt á annan endann þegar flutn- mgabílstjórar stöövuðust beggja megin Ermarsunds út af verkfaUinu. VerkfaUsveröú- námumanna hafa gert út menn til varöstöðu við stáUöju- ver og í Hunterston-höfn tU aö hindra að stálverum berist kolabirgðir. honum þá frá stöðu mála í heiminum. Þannig, segja þeir, frétti páfinn viku fyrirfram að pólska verkalýöshreyf- rngin Eining yrði bönnuð og leiötogi hennar Lech Walesa handtekinn. CIA á Uka að hafa verið fyrst meö fréttirnar þegar sovétieiötoginn Leonid Breszhnev dó, þegar Yuri Andropov tók við og þegar hann dó. Tvímenningamir, sem áöur hafa skrifað bækur um páfa, segja aö hann fái upplýsingar frá leyniþjónustunni um stööuna í Mið-Ameríku, um athafn- ir vinstrisinnaöra klerka í Nicaragua, E1 Salvador og víðar. Talsmenn páfa, sendiráðs Banda- ríkjanna í Róm og CIA í Washington hafa ekki vUjað gefa neinar yfirlýsmg- ar um staöhæfingar bókarinnar. Að sögn annars höfundar bókarinn- ar, sem heitir Ar armageddons, reyndi Vatikaniö ekki aö stööva útgáfu henn- ar. I bókinni er því haldiö fram að Vatikanið hafi haft tengsU við banda- rísku leyniþjónustuna undanfarin 40 ár. Jóhannes Páll páfi hafi fyrst hitt yfirmann Rómarstöðvar leyniþjónust- unnar mánuöi eftir aö hann var kosúu páfi áriö 1978. Sá fundur hafi verið svi leynilegur aö engar dagbækur haf i ver ið skrifaöar um hann. Þá segja höfundamir að sambanc páfa og CIA hafi stirönað mjög eftii morötUraunina við páfa áriö 1981 Suma ráðamenn í Vatikaninu mui hafa grunaö aö CIA hafi vitaö fyrh- fram um samsærið. Hálsbrotnaði íbreakdansi 27 ára gamall sykurreyrsskurð- armaöur háisbrotnaöi og dó á eyj- unni St. Kitts þegar hann var aö dansa breakdans af of mikUli inn- lifun. Hann var aö reyna heljar- stökk aftur á bak þegar hann háls- brotnaöi. Jóhannes Páll páfi annar: Vikulegir fundir meö bandarísku leyniþjón- ustunni CIA? Reagan útnef ndur í Dallas Ronald Reagan kcm, sá og sigraði á landsþingi Repúblikanaflokksins bandariska í DaUas í gær, eins og búist hafði verið við. Reagan og George Bush voru útnefndir forsetaefni og varaforsetaefni flokksins samtímis. Ræðumaöur eftir ræðumann lofaöi Reagan sem sterkan leiðtoga sem myndi leiða flokkinn tU sigurs og þjóö- ina tU hagsældar. Á móti lýstu þeir Walter Mondale, forsetaefni demó- krata, sem máttlausum og ráöalaus- ummanni. Einna umtöluðustu ræðuna hélt þing- maðurinn Barry Goidwater, sem hefur verið einn af hörðustu stuðningsmönn-’ um hægristefnunnar í Bandaríkjunum. „Leyfið mér aö minna ykkur á aö öfgastefna tU varnar frelsinu er ekki slæm sagði hann og endurtók þar með setningu sem hann var mjög gagnrýndur fyrir þegar hann bauð sig fram til forsetaembættis áriö 1964. Ronald Reagan dvaldi á hóteli i DaUas, svo sem venja er, á meðan hann var útnefndur. Á morgun mun hann flytja ræöu þegar hann tekur á móti útnefningunni, sem verður sjón- varpað um ÖU BandarOcin og mun hún marka kosningabaráttu hans fram í nóvember, en þá veröur kosiö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.