Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1984, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1984, Blaðsíða 19
DV. FIMMTUDAGUR 23. AGUST1984. 19 John Riis, 28 ára skipstjóri Kisuca. Hann er danskur eins og eigandi snekkj- unnar, Torben Karishoy, sem búið hefur í Bandarikjunum i mörg ár. Þar á hann skipafélag. D V-myndir: Kristján Ari. lega að koma við á íslandi. Það er ástæðan fyrir því aö við sigldum hing- að.” — Hefurðu komið áöur til íslands á sjómannsferli þínum? „Nei, þetta er í fyrsta skiptið sem ég kem tillslands.” Fljótandi skrifstofa I rauninni er Kisuca meira en for- kunnarfögur lystisnekkja. Hún er líka fljótandi skrifstofa, og þaö fullkomin. Á nokkrum sekúndum getur Torben Karlshoy náö sambandi til Bandaríkj- anna, svo fullkomið er fjarskiptakerfið í Kisuca. Á skrifstofu hans er líka full- komintölva. Til gamans má geta þess aö hún sér um að reikna út allar breytingar sem veröa á matvælabirgðum í skipinu. Hversu mörg kíló af kartöflum eru nú um borö? Og þú færð svariö á svip- stundu. Bátur eins og þessi er i framiest Kisuca. Ekkert annað að gera en slaka honum á flot og draga sjó- stangirnar fram. Þrjár dætur eiganda Kisuca Nafn skipsins, Kisuea, er skemmti- lega til komið. Dætur Torben Karlshoy heita Kimberley, Susanna og Caroline. Þar meö liggur nafnið ljóst f yrir. Viö spurðum John Riis skipstjóra hvað væri í stórri framlest skipsins. Svarið kom okkur á óvart. 1 henni er um 30 feta lúxusbátur, ætlaður fyrir sjóstangaveiöi. Ekkert annað en slaka bátnum í sjóinn og draga stangimar fram. I lokin má geta þess aö Kisuca er um þúsund brúttólestir að stærð. Skipið er skráð á Caymenn Island, eyju í Karíbahafinu. -JGH. ORÐSENDING TIL HAGSÝNNA HÚSMÆÐRA Nú standa útsölur sem hæst. Á mörgum þeirra má gera mjög góð inn- kaup. Við hvetjum alla til að drýgja tekjurnar með því að versla ódýrt. Að versla ódýrt er ekki nóg. Notagildi vörunnar verður að vera allt að því jafnmikið eins og hún hafi verið keypt á fullu verði til að þú sért að spara. Við bendum á að á flestum útsölum er verið að selja sumarvörur. Á vöruloftinu, Sigtúni 3, er að hefjast verksmiðjuútsala á vetrarvörum. Þar færð þú vetrarbuxur á svipuðu verði og sumarbuxur á útsölu annars staðar. VERKSMiÐJUÚTSALAN, VÖRULOFTINU, SIGTÚNI3 l/’ AVCer fyrir IWIO alla Starfsmaöur Hriugrásar stendur hér við stafla af úrgangspappír sem búið er að ganga frá til útflutnings. Hver bali vegur um 300 kíló. Pappírinn á rætur sínar að rekja til prentsmiðja og stórmarkaða. DV-mynd: Bj.Bj. Hringrás: Selur pappír í endurvinnslu Hringrás nefnist nýtt dótturfyrirtæki Sindra-Stáls hf. sem kynnt var blaða- mönnum og öðrum fyrir skömmu. Mun fyrirtækiö annast söfnun og pökkun á úrgangspappír sem seldur verður er- lendum aöilum til endurvinnslu. Jónas Aðalsteinsson, stjórnarfor- maöur Hringrásar, sagði í viðtali við DV að fyrirtækinu hefðu borist vélar í vor og væru þær nú þegar teknar til starfa. Þær gætu afkastað um 4000 tonnum á ári, en talið er að um 30 þús- und tonn af pappír séu flutt til landsins árlega. Sagöi Jónas að meö auknum vélabúnaði væri eflasut unnt aö nýta allt að 6000 tonn af úrgangspappír hér álandiáári. Pappírinn er fluttur í gámum til Hollands þar sem hann er bleyttur og unnið úr honum upp á nýtt. Verðiö á úr- gangspappír er breytilegt eftir gæðum og markaösaöstæöum. Fjórir menn munu vinna við fyrirtækið til að byrja með. Framkvæmdastjóri Hringrásar er Ásgeir Einarsson. haust-ogvetrarlistinn kominn P ■ Cai I I |^Stc óska eftir að fá sendan KAYS pöntunarlista í póstkröfu. Fatalista kr. 90 □. Fata- og vörulista kr. 200 □. Aö viöbættu póstburöargjaldi. Nafn........................ Heimilisfang................. Staður...............Póstnr. A B. MAGNUSSON HÓLSHRAUNI 2 • SIMI 52866 • P.H 410 • HAFNARFIRÐI n i í EA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.