Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1985, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1985, Blaðsíða 5
DV. FÖSTUDAGUR1. MARS1985. 5 Vinnubrögð á Alþingi í endurskoðun: MM fjölgun fyrirspuma Frumvarp væntan- legt um þingsköp: Gagngerðar breytingar Nýja frumvarpiö er í burðarliðnum og verður líklega lagt fram í næsta mánuði. 1 því munu verða lagðar til gagn- gerðar breytingar frá gildandi þing- sköpum. Hjá þeirri nefnd sem unnið hefur að endurskoðun þingskapa hefur áhersla verið lögð á ýmis atriði sem hafa grundvallarþýðingu fyrir stjómun þingsins, skipulag og mark- viss vinnubrögð. Lagt er til að ýmis ákvæði verði felld niður sem þjóna ekki lengur tilgangi og eru orðin úrelt. Eitt nýmæla í frumvarpinu er að settar verða reglur um hnitmiðaöri meðferð þingsályktunartillagna. Stuðl- að verði að þvi að þær verði aöeins bornar fram í sameinuðu þingi og á fyrri umræðu af tveimur nauðsyn- legum verði sett takmörkuð tíma- lengd. Reglum um fyrirspumir verði breytt og ræðutími þar styttur. Akvæði um utandagskrárumræður er að finna í frumvarpinu nýja. Lagt er til að fjölgað verði um eina fastanefnd í sameinuðu þingi, félags- málanefnd, og að fjárveitinganefnd verði heimilaö að skipa undimefnd til að starfa að sérstökum verkefnum milli þinga. -ÞG. og umræðna utan dagskrár I desember 1983 kaus Alþingi þing- skapanefnd. Formaður hennar er Þor- valdur Garðar Kristjánsson, forseti sameinaös þings. Nefndin hóf störf í febrúar í fyrra. „Hugmyndir eru uppi um að gild- andi lög þurfi verulegra breytinga við,” sagði Þorvaldur Garðar að- spurður um endurskoðun þingskapa. „Ég á von á því aö nýtt frumvarp til þingskapalaga verði lagt fram fljót- lega, væntanlega í næsta mánuöi.” Hann var spuröur um utandagskrár- umræður á þingi, hvort þær heföu auk- ist í seinni tíð. „Já, þær hafa aukist mjög á síöari árum. Það vaknar því sú spurning hvort meiri þörf sé fyrir því að mikil- vægum málum sé hreyft þannig frekar en í venjulegum farveg. En utandag- skrárumræða á ekki að vera nema í undantekningartilf ellum. ” Þorvaldur Garðar sagði að fyrir- spumum á Alþingi hefði einnig fjölgað geysilega síöustu ár. Á síðasta ári komu fram 148 fyrir- spumir, nú þegar hafa 120 fyrirspumir verið lagöar fram á yfirstandandi þingi. Sumir telja að aukningu á fyrir- spumum og utandagsikrárumræðum megi rekja til fjölmiðlanna sem gjarnan fylgjast grannt með þessum þáttum í störfum Alþingis. 1 sérstöku ákvæði í þingsköpum Al- þingis um fyrirspurnir segir að vilji alþingismaður óska upplýsinga ráðherra eða svars um opinbert mál- efni eða einstakt atriði þess gerir hann það með fyrirspum í sameinuðu Alþingi er afhent sé forseta. Fyrirspumin skal vera skýr, um afmörkuö atriði eða mál, sem ráðherra ber ábyrgð á og sé við það miðað að hægt sé aö svara henni í stuttu máli. Fyrirspyrjandi segir svo til um það hvort hann óski svars skriflega eða munnlega. Spyrjandi hefur leyfi til að taka tvisvar til máls og ráðherra einnig. Ráðherra má ekki tala lengur en 10 mínútur i hvort skipti og spyrj- andi 5 mínútur í senn. Aðrir þingmenn eða ráðherrar sem taka til máls vegna fyrirspurna mega tala í 2 mínútur í senn. Nokkur gagnrýni hefur verið uppi af þingmönnum sumum og utanþings- mönnum á vinnubrögð í þingsölum. Meðal annars hafa menn gagnrýnt fyrirspumatímana sem stundum hafa tekið á sig mynd eldhúsdagsumræðna. Ákvæði um utandagskrárumræður er ekki að finna í núgildandi þing- skapalögum. Þau eru í endurskoðun og nýtt frumvarp í burðarliðnum. -t»G. Verflur dregifl úr umrœðum utan dagskrár? Síldarverksmiflja auglýst á nauðungaruppbofli. Sfldarverksmið ja Búlandstinds hf. auglýst á nauðungaruppboði í Lögbirtingablaðinu: Auglýsingin fór því miður inn — Búlandstindur skuldar Póstgíróstofunni orlofsfé Jf „Við vorum of seinir á okkur, það var ekki hægt að stöðva þessa aug- lýsingu. Hún fór því miður inn en við vorum búnir að semja um lausn þessa máls við bæjarfógetann,” sagði Gunnlaugur Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri Búlandstinds hf. á Djúpavogi í gær. Umrædd auglýsing er í síðasta tölublaöi Lögbirtingablaðsins. Þar er síldarverksmiðja Búlandstinds hf. auglýst á nauöungaruppboði að beiðni Póstgíróstofunnar. Ástæöan er sú að orlof starfsfólks hafði ekki veriö greitt Póstgíróstofunni nema aðhluta. Skuld Búlandstings hf. við Póst- gíróstofuna nemur um 1,4 milljónum króna. Fyrirtækið hafði fengið frest til að greiða sýslumanninum þessa upphæð er Lögbirtingablaðiö kom út en sýslumaðurinn annast innheimtu- aðgerðir fyrir Póstgíróstofuna. Gunnlaugur sagði aðspurður að umrædd verksmiöja væri notuð til að bræða bein, í henni færi engin loönu- bræðsla fram. I lokin má geta þess aö Búlands- tindur hf. greiddi um 48 milljónir kr. á síðasta ári i laun og launatengd gjöld. Fyrirtækið rekur frystihús, beinaverksmiðjuna auk útgerðar. -JGH. NYTT LYKTARLAUST KOPAL A ELDHUSIÐ KOPAL FLOS og KOPAL JAPANLAKK Nú er þér óhætt að leggja til atlögu við eldhúsið heima KÓPAL-lakkið er lyktarlaust og mengctr því ekki and- hjá þér. Þú getur lakkað auðveldlega með nýja rúmsloftið. Áferðin er skínandi falleg, bæði gljáandi KÓPAL-lctkkinu - bæði veggi, skápa, innréttingar, borð (KÓPAL JAPANLAKK) og perlumött (KÓPAL FLOS). Þú og stóla án þess að hafa áhyggjur af sterkri lykt eða getur lakkað svo að segja hvað sem er - og skolað höfuðverk af þeim sökum. síðan pensla og áhöld með vatni. Betra getur það varla verið. !

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.