Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1985, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1985, Blaðsíða 13
DV. FÖSTUDAGUR1. MARS1985. 13 ng Menning Menning Andres Bjomsson. látið þulinn lesa þetta.” Ef þetta er rétt er útvarpsstjóri sekur um stór- felld embættisafglöp. Hann átti auð- vitað að gera ráðstafanir til þess að stofnunin fengi starfað eðlilega. Það skipti þvi meira máli fyrir hann að taka af öll tvimæli um að hann sýndi embætti sínu trúnað, sem formaður annars starfsmannafélags útvarps- ins (ögmundur Jónasson) er tengda- sonur hans, en hinn (Dóra Ingva - dóttir) er eða hefur verið ritari hans. í öðru lagi kemur það fram á bls. 54—55, að Andrés hafi ákveðið föstudaginn 5. október að loknum útvarpsráðsfundi að hefja fréttaút-i sendingar, hver svo sem úrskurður Kjaradeilunefndar yrði og ekki hætt við, fyrr en menntamálaráðherra hafi bannað honum það. Hvað var á ferð- inni, sé þetta rétt? Útvarpsstjóri gerir um það samblástur við undirmenn sína, sem hann hefur áður horft á aðgerðarlaus brjóta landslög, að hafa að engu úrskurði yfirvalda. Með þessu var svo sannarlega gráu bætt ofan á svart. Við hvern var trúnaður Andrésar? Þjóðina eða starfsmenn stofnunarinnar? Aðgerðaleysi Andrésar hinn 1. október var ekki vegna þess að hann kynni ekki við að kæra fólk vegna áskapaðrar eða áunninnar hæversku. Siður en svo. Hann kærði frjálsu stöðvarnar tvær 5. október, þegar er hann taldi sig hafa nægileg gögn i höndunum til þess. öll framkoma hans er furðuleg, og ef höfundarnir greina rétt frá, stórámælisverð og jafnvel refsiverð. KœrOiAndrés tilað tryggja friO um stofnunina? Höfundar bókarinnar gagnrýna Ragnhildi Helgadóttur menntamála- ráðherra fyrir að skipa Markús örn Antonsson útvarpsstjóra. Þeir segja að fyrri útvarpsstjórar hafi gjarnan verið fræðimenn, tákn þess sem sam- einaöi þjóðina fremur en sundraöi. Gústav B. Arnar. Með skipun Markúsar Arnar hafi friðurinn i kringum stofnunina verið rofinn. Þeir gleyma tvennu. Jónas Þorbergsson, fyrsti útvarpsstjórinn, var siður en svo neitt sameiningar- tákn. Hann var ekki fræðimaður, heldur harðskeyttur stjórnmála- maður. Og Andrés Bjömsson varð ekki til þess meö kærumálum sinum og samblæstri við starfsmenn aö auka neinn frið i kringum stofnun- ina. Hann kann að hafa aukið frið inni I stofnuninni, en aðeins með þvi að hefja hernað með starfsmönnum hennar gegn hlustendum. Skylt er einnig að geta þess að Markús örn Antonsson hefur margra ára starfs- reynslu úr sjónvarpinu og getið sér gott orð þar sem annars staðar. t siðustu grein minni sný ég mér að deilunni i verkfallinu um NT og fer nokkrum orðum um umræðumar á Alþingi um frjálsu stöðvarnar. Fimmtíu milljónir drepnar á hverju ári Talað er um styrjaldir og ógn þeirra. Menn berjast fyrir mannréttindum og friði. En það er þögull hópur, sem fáir berjast fyrir. Það eru hin ófæddu börn, sem drepin eru miskunnarlaust. Siðast- liðiö ár voru 50 milljón börn tekin með valdi úr sinum verndaða verustað, móðurlifinu og þeim kastað eins og hverju öðru rusli. Heiðin hugsun Kona ein, sem var í heimsókn á kristniboðsstöð í Suður-Ameríku, sagði frá atviki, sem hafði mikil áhrif á hana. Það var móðir, sem kom með fimm daga gamalt barn sitt á sauma- fund i kristniboðsstöðinni. Hún vildi fá hjálp til þess að ljúka við jakka, sem hún var að búa til handa barninu sinu. Þessi kona sagði frá því að þegar hún hefði eignast fimmta barnið þá hefði fólk sagt við hana: „Kastaðu barninu bara. Það er hvort eð bara stelpa.” Þannig er heiðindómurinn. Konan vildi vera kristin og gat þess vegna ekki hugsaö sér aö kasta barninu sinu. Vissulega er átakanlegt að heyra slika hluti, en þetta er ekkert einsdæmi. Við hugsum með hryllingi til þess að i heiðnum sið voru börn borin út hér á Islandi. Fregnir frá Kína segja að nú SKÚLI SVAVARSSON KRISTNIBOÐI Á AKUREYRI þegar hjón mega aöeins eiga eitt barn þá komi oft fyrir að stúlkubörnum sé hent vegna þess að foreldrarnir hafa ákveðið sjálfir að þeir vilji heldur eign- ast dreng. Það sem hér er að gerast eru þó smá- munir samanborið viö þær 50 milljónir ósjálfbjarga barna, sem eytt er I móð- urllfi á hverju ári. Norskur læknir sagði í erindi, sem hann hélt nýlega: „Frjálslyndu fóstur- eyðingalögin hafa gert fóstrið að rétt- lausri veru, sem hinir fullorðnu geta ráðskast meö að eigin geðþótta. Áður fyrr var litið á börn sem Guðs gjöf og foreldrarnir voru til vegna barnsins. I dag virðast margir hugsa að börnin séu til vegna foreldranna. Barnið á að full- nægja þörfum hinna fullorðnu.” Ef hið ófædda bam fullnægir ekki þörfum hinna fullorðnu eða kemur sér illa fyrir þá, þá er bara að kasta þvi og það er löglegt. Er hægt að láta slfkt við- gangast? Konan frá Suður-Ameríku, sem vildi vera kristin, hún gat ekki hugsað sér aö fara eftir þeim ráðleggingum, sem henni voru gefnar um aö kasta barninu sínu. Þetta er sjónarmiö kristinnar trú- ar. Mannlifið er heilagt. Þar sem hið kristna sjónarmið er fótum troðið, er ekki von á góðu. Smánarblettur Islensku fóstureyðingalögin er ólög og smánarbiettur á þjóðinni. Við segj- umst vera friðelskandi þjóð. Eigi það að vera satt þá megum við ekki taka þátt í þessu mannskæðasta og misk- unnarlausasta striði aldarinnar. Við viljum berjast fyrir mannréttindum og dæmum hart þá, sem brjóta almenn mannréttindi. Þess vegna ber okkur að hafa forgöngu um að vernda litilmagn- ann i móðurlifi, sem ekki getur barist sjálfur gegn þeim órétti, sem hann er beittur. Þjóðir, sem fremja mannréttinda- brot, hafa alltaf einhverjar afsakanir fram að bera, sem þeim finnst réttlæta brotin. En brot gegn mannréttindum og eyöingu lífs sjálfstæðra einstaklinga er ekki hægt að réttlæta. Fóstureyð- ingalögunum verður að breyta. Það er timi til kominn að iðrast og snúa af þessari braut og biðja Guð að fyrirgefa sér synd sína. 0 „Þjóðir, sem fremja mannrétt- indabrot hafa alltaf einhverjar afsakanir fram að bera, sem þeim finnst réttlæta brotin. En brot gegn mannréttindum og eyðing lífs sjálfstæðra einstaklinga er ekki hægt aðréttlæta.” VERSLANIR! Hin sívinsœla og myndarlega FERMINGAR- GJAFAHANDBÓK kemur út 21. mors nk. Þeir auglýsendur sem áhuga hafa á ad auglýsa.í FERMINGARGJAFAHANDBÓKINNI vinsamlegast hafi samband vid auglýsingadeild DV, Síðumúla 33, eða í síma 82260 milli kl. 9 og 17.30 virka daga fyrir 8. mars nk. Ipollux? Pollux vinnu- fatnaóur auðveld- ar þér störfin. Bjóðum aðeins það besta. poiÍux< Ármúla 5, við Hallarmúla, sími 82833. Skúii Svavarsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.