Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1985, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1985, Blaðsíða 8
8 DV. FÖSTUDAGUR1. MARS1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Hlébarðarharðir „Hlébarftalið” fíkniefnalögregl- unnar í Bólivíu hefur hafiö sókn gegn eiturlyfjasmyglurum og framleiöendum i landinu. Liftift hefur byr jaft á aö skera á flutnings- leiftir smyglaranna og hefur eyöi- lagt aft minnsta kosti fimm kókaín- verksmiðjur. Yfirráft fíkniefnalögreglunnar segir aft enn hafi ekki náöst fullkominn árangur en þaö sé vegna þess hve smyglaramir at- hafni sig á víftáttumiklu svæði. Hlébarftarnir hafa gert upptækt eitt tonn af kókaíni og nokkrar litlar flugvélar og bóndabýli siðan sóknin hófst í október. Káluðubófum öryggissveitir í Kenýa hafa þurrkað út 200 manna glæpaflokk sem réftst inn í landift frá Eþíópíu. Embættismenn í Nairobi segja aft glæpamennirnir hafi ráöist á af- skekktan bæ í Norður-Kenýa og drepiö 40 menn, konur og börn og stolift þúsundum geita og kamel- dýrum frá hiröingjum. öryggis- sveitir eltu bófana og drápu þá flesta. Svona húsdýrastuldur er algeng- ur á þessu svæöi, sérstaklega rétt fyrir regntímann sem nú fer brátt í hönd. Þurrkar hafa valdift dauöa flestra húsdýra í suöurhluta Eþíópíu. Ritskoðaekki Griska stjómin hefur hafnað ásökunum tónskáldsins Mikis Theodorakis um aft hún hafi veriö að ritskoða tónlist hans með því aö hætta við að senda út tónleika hans fyrr í þessari viku. Talsmaður stjómarinnar sagði aö meira hefði verið flutt af verkum hans í útvarpi og sjónvarpi en af verkum nokkurs annars grísks tónlistarmanns. Umrædd upptaka yrfti sýnd snemma í mars. Henni hefði orðiö aft fresta vegna tæknilegra örðug- leika. Gagnrýnendur tóku eftir því að í ljóftum Theodorakis, sem átti að sjónvarpa, var hálfdulin gagnrýni á Papandreou og jafnaðarmanna- stjórn hans. Kafbáturfórst CBS sjónvarpsstöðin í Banda- ríkjunum segir að norður- kóresk- ur kafbátur hafi farist í siðustu viku og sokkið niður á hafsbotn skammt undan Norður-Kóreu. Stöftin sagfti aft allir um borft hefftu látist. Sjónvarpsstöðin haföi eftir emb- ættismönnum aft sovésk og noröur- kóresk skip reyndu nú aö bjarga bátnum. Hann á að vera á um 100 metra dýpi. Viljaekkiíhlutun Óskar Magnússon, DV Washington: Fjórir af hverjum sex Bandarikjamönnum er á móti stefnu Reagans Bandaríkjaforseta í Nicaragua, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Washington Post blaðsins. Þeir sem eru á móti íhlutun Bandaríkjanna í skæruliftastríftinu gegn stjórninni í Managua eru jafn- margir efta fleiri og í öftrum könnunum sem áftur hafa verift gerðar þrátt fyrir að Reagan hafi undanfarið gert ítrekaftar tilraunir til að vinna stefnu sinni fylgi. Af hverjum sex Bandaríkja- mönnum er aðeins einn fylgjandi stefnu forsetans, einn er óviss en fjórir eru á móti henni. Skoðana- könnunin náði til allra Bandaríkj- anna. Símaskortur íSovét Fleiri en 10 milljónir Sovétborg- ara bifta nú eftir aft fá síma, aö sögn samgönguráðherra Sovétríkj- anna. Dagblaðið Izvestia hefur undanfarið haldið úti baráttu fyrir aft fá úrbætur á úreltu símakerfi landsrnanna. SETTUR í FRÉTTABANN FYR- IR SKRIF UM LEYNISKJÖL UM ÍSLAND OG KJARNAVOPNIN „Skaðleg bandarísku öryggi,” segir utanríkisráðuneytið um skrif New York Times varðandi leyniáætlanir um möguleika á uppsetningu kjarnavopna í NATO-löndum og víðar Bandariski fréttamaöurinn sem skrifaði um áætlanir stjórnvalda aö flytja kjamavopn til bandalagslanda á hættutímum hefur verið settur í frétta- bann í bandaríska utanríkisráðuneyt- inu. Einn aöstoðarmaöur George Shultz utanríkisráðherra, John Chain, hefur bannaö starfsfólki sínu að tala við Leslie Gelb, fréttamann New York Times. Gelb er sjálfur fyrrverandi starfs- Fró Jóni Einari Guðjónssyni, frétta- ritara DV i Osló: Á fundi sínum í Helsingfors í febrúar 1982 ræddu Treholt og KGB-maöurinn Gennadi Titov um hver myndi taka við af Breshnev eftir hans dag. Titov sagði að Gorbatsév væri liklegastur til að hreppa hnossið. Þetta þótti Treholt Frá Jóni Einari Guðjónssyni, frétta- ritara DV í Osló: „Það sem ég gerði fyrir Irak var bara ráftgjafarþjónusta,” sagfti Ame Treholt í réttinum í dómshúsi Osló- borgar í gær er hann var aö skýra sam- skipti sín við Rahdi A. Mohammed. Treholt sagöi að Mohammed hefði beð- ið sig að kanna hvort Irakar gætu keypt vopn í Noregi eöa Svíþjóð. Hann sendi Mohammed skýrslu um hvemig önnur lönd litu á stríð Irans og Iraks. Skýrslumar fjölluðu einnig um ástandiö fyrir botni Miðjaröarhafs. Fyrir þessi störf sín fékk hann að eigin sögn 40.000 dollara. Ástæðuna fyrir sambandi sínu vift Mohammed sagöi hann vera þá aö griskir vinir hans hefðu þvingað hann til þess. Þegar Treholt sagði þetta hrökk upp úr einum dómaranum í málinu: „Nú skil ég ekk- ert hvað þú ert að fara. ’ ’ Ame Treholt er greinilega í mjög góðri líkamlegri æfingu. Hann stóð í þá sjö tíma sem réttarhöldin tóku í gær maður utanríkisráöuneytisins og gegndi starfi Chains á forsetatíma Jimmy Carters. Nú hefur mynd hans verið tekin niður af veggjum ráðuneyt- isins. Skrifaö er í auðan ramman aö myndin hafi veriö fjarlægö „fyrir ástæöu.” Gelb skrifaði forsíðufrétt í New York Times fyrir tveimur vikum um áætlanir Bandaríkjamanna að flytja kjarnavopn til tslands, Kanada, mjög athyglisvert en í réttinum í gær viöurkenndi hann að hann haföi ekki gefið starfsbræðrum sínum í ráðuneyt- inu þessar upplýsingar. Að sögn Treholts var Titov mjög áhugasamur um forsetakosningarnar í Finnlandi og hver myndi taka viö af Kekkonen. þegar dómarinn, Astri Ryning, spurði hann hvort hann vildi ekki setjast svarafti hinn ákærði: „Nei, dómari, núnar er mér illt einhvers staðar annars staðar en í fótunum. ” Bermúda og Puerto Rico. Shultz utanríkisráðherra hefur lagt blessun sína yfir fyrirskipun aöstoöarmanns síns. Chain sagfti í yfirlýsingu sem birtist í dag í New York Times aft „Banda- ríkjamaður, sérstaklega maður sem hefur þjónaö í ábyrgðarmikilli stöðu sem varðaði þjóðaröryggi, og þess vegna veit hve leyniskjöl eru við- kvæm og eiga að vera vemduð, hefur I réttinum lagfti Arne Treholt mikla áherslu á aft hann og Titov hefftu nán- ast eingöngu rætt um alþjóöleg stjóm- mál. Hann sagöi aö hann hefði litiö á Titov sem góðan vin og verift hreykinn af þeim áhuga sem Titov sýndi sér og sínum upplýsingum. Er hann var spurður í réttinum í gær hvers vegna hann heföi haldiö áfram sambandi sínu viö Titov eftir að hann komst að því að hann væri starfs- maður KGB svaraði Treholt: „Mér þótti rétt að hafa samband við mann sem mér þótti athyglisverður. Þetta er hlutur sem ég sé eftir nú.” Hann viðurkenndi einnig aö hafa látið Vladimir Sjisjin í té skjöl sem voru stimpluð „stranglega leynileg.” Þetta voru skjöl frá fundi Knuts Frydenlund og eins aðstoöarutanríkis- ráftherra Bandaríkjanna. önnur skjöl sem Treholt sagöist hafa gefið Sjisjin voru stimpluð „leynileg”. Treholt sagði að Sovétar hefftu látiö sig fá 7.000 dollara samtals í ferfta- kostnaö. I yfirheyrslum hjá lögregl- unni hefur hann hins vegar sagt aö upphæftin hafi verift 13.000 dollarar. þá ábyrgð að grípa ekki til aögeröa sem eru skaftlegar bandarísku öryggi.” Yfirritsstjóri New York Times, A.M. Rosenthal, sagði aö frétt Gelbs heffti ekki innihaldiö neitt sem ekki hefði verið búið að birta og deila um í viðkomandi löndum. Hann sagöist vonast til að hærra yfirvald innan stjómarinnar myndi breyta skipun Chains. Skæruverk- föllíDan- mörku? Kristjén Ari Arason, fréttaritari DV í Kaupmannahöfn: Mikil ólga er nú á danska vinnu- markaðnum og bendir ýmislegt til að víðtæk verkföll séu í uppsiglingu. Danska alþýðusambandiö hefur boöað til allsherjarverkfalls þann fjórða mars en eins og búist var við hefur ríkissáttasemjari, Per Lindegaard, nú frestað verkfallinu um 14 daga. Náist ekki samningar á þessum tíma getur hann frestað verkfallinu um aðra 14 daga en þó einungis ef samningar eru í nánd. Opinberir starfsmenn hafa hins vegar boðað til aðgerða í byrjun næsta mánaðar. Fjármálaráðherra Dana, Palle Simonsen, hefur þó sagt aft hann sé ekki til viðræðu um neina samninga fyrr en samningar alþýöusambandsins og atvinnurekenda liggja fyrir. Hefur hann því frestað öllum samninga- viðræöum þangaö til eftir 18. mars. Samningaviftræftur launþega og at- vinnurekenda hafa staðið yfir frá í desember og hefur lítið þokast í samn- ingaátt. Fulltrúar launafólks gera kröfu til rúmlega 10 prósenta meöal- talshækkunar launa og styttingar vinnuvikunnar í 35 tíma. Atvinnurekendur hafa svarað þess- um kröfum með þögninni einni og boðið á móti upp á tveggja prósenta hækkun launa. Það ber því mikiö á milli. Að sögn talsmanna bæði atvinnu- rekenda og launafólks er því óliklegt aft þessi frestun verkfallsaftgerfta komi til með að flýta fyrir samningum nema síður sé. Hér sé því eingöngu um frest- un vandans aö ræöa. Þrátt fyrir boft ríkissáttasemjara um aö fresta verkfallsaftgerftum er mikil ólga á öllum stærri vinnustööum í Danmörku. Búast má því vift skæru- verkföllum og hægagangi við vinnu á næstu dögum. Trúnaftarmenn margra stórra vinnustaöa í Kaupmannahöfn hafa lýst því yfir að vinna verði lögð niður þann 4. mars. Guðfeðumir þræta Hinir meintu „guöfeður” mafíu- fjölskyldnanna fimm í New York bera af sér allar sakir um aö hafa rekift leyniklúbb sem eftirlit haffti meft skipulagftri glæöastarfsemi. Mennimir fimm eru ákæröir fyrir að hafa setift í mafíuráöi, sem setti niður innbyrðisdeilur innan fjöl- skyldnanna, hafði samband við sikil- eysku mafíuna og fyrirskipaði aftökur bófa, sem kunnu sér ekki hóf eða óhlýðnuðust „æðsta ráöinu”. Paul Castellano (69 ára), sem tal- inn er æðstráftandi öflugustu mafíu- fjölskyldunnar í Bandaríkjunum, „Gambinofjölskyldunnar”, sagði fyrir rétti í gær aft hann væri saklaus af ákærunni. Allir fimm fá annars að ganga lausir en hafa þó þurft aft leggja fram himinháar tryggingar sem hljófta upp á milljónir dollara. Einn fimmmenninganna, Philip Rastelli (67 ára), sem sagftur er fyrir „Bonanno-fjölskyldunni”, tók að nötra frá hvirfli til ilja fyrir réttinum í gær og var fluttur í hjólastól á sjúkradeild. Hinir þrír eru Anthony Salerno (73 ára) sem er talinn vera fyrir „Genovese-fjölskyldunni” (en hún var álitin fyrirmynd höfundar bók- arinnar „Guöfaðirinn”, sem síðan var kvikmynduð), Anthony Corallo (72 ára), sem er fyrir Lucchese-fjöl- skyldunni” og Gennaro Langella (46 ára úr „Colombo-fjölskyldunni”. | •• " , ',. ; I f|j I Treholt með Rahdi Mohammed í Grikklandi é mynd sem norska leynilögreglan tók. Réðgjafi? Treholt: HREYKINN AF ÁHUGA SOVETMANNA A SÉR „Ráðgjafar- þjónusta”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.