Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1985, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1985, Blaðsíða 6
6 DV. ÞRIÐJUDAGUR14. MAl 1985. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Verkfærakassinn fylltur Aö festa upp nagla fyrir mynd, — aö draga nagla úr vegg eða spýtu, að skrúfa fasta skrúfu sem hefur losnaö. Aö gera viö smávægilega bilun á niö- urfallinu á eldhúsvaskinum. Skipta um tengil á rafmagnssnúru. Allt þetta er nauðsynlegt aö geta framkvæmt og til þess þarf aö eiga einföld verkfæri. Flest heimili eiga verkfærakassa eða skúffu. Sjálfsagt er aö ganga vel um verkfærin, helst aö hengja þau upp þannig aö auðvelt sé að sjá hvaöa verkfæri vantar í safniö. Þannig er hægt að ganga aö hlutunum þegar þeirra er þörf. Hvað kostar gott heimilisverkfærasafn? Við geröum könnun á því hvaö gott heimilisverkfærasafn kostaði. Viö höföum til hliðsjónar verkfærasafn úr sænskri bók, sem gæti vel þjónað fyr- ir meðalheimili. Sjá teiknimynd af veritfærunum hér við hliðina. Afgreiöslumaöur í Byggingavörum sf. í Ármúlanum samþykkti listann fyrir sjö lllíili ae þúsund kr. yfir verkfærin og gaf okkur upp verð- ið. Þetta er meöalverð, þ.e. til voru bæöi dýrari.og ódýrari verkfæri. Fyrst skal telja hamar. Hann þarf aö fara vel í hendi, hafa sterkan haus og góöa naglrauf. Hægt er að fá ágæt- an hamar fyrir 579 kr. Naglbítur og flatkjafta eru ómiss- andi i verkfærakassann. Þau er hægt að fá fyrir 232 kr. og 298 kr. Skrúfjárn má ekki vanta. Best er aö eiga bæöi venjulegt skrúfjám á 61 kr. og stjömuskrúfjárn á 71 kr. Gott getur verið að eiga sporjám til að gripa til. Slikt má fá fyrir 290 kr. Trékjulla, einnig kölluö plastkjulla, af því aö hún er einnig til úr plasti, get- ur komiö sér vel og kostar 199 kr. Hún er t.d. notuö ef banka þarf á sporjárnið. Góö heimilissög fæst á 285 kr. Hallamál og vinkiljám geta komiö sér vel, t.d. ef verið er að festa upp hillur eöa annaö sem þarf aö vera beint. Vinkiljámiö kostar 273 kr. og hallamálið 400 kr. Þá erum við komin aö borvélum. Þessar sem em á teikningunni henta aöeins ef ekki þarf aö bora i stein. Sú efri er kölluö borsveif og kostar 1505 kr. og sú neðri brjóstbor og kostar 629 kr. Rafmagnsborvélar era nauðsynleg- ar þegar bora þarf í stein, — en þær era til í miklu úrvali og mörgum verðflokkum. Skiptilykill getur komið sér vel. Hann má fá fyrir 219 kr. Jámsög kostar 281 kr. og ágætan hefil má fá fyrir 794 kr. Rörtöngin kostar 468 kr. og vatnspumputöngin, sem er neöst á myndinni, kostar 447 kr. Tommustokkur er nauösynlegur á öllum heimilum og þaö, þótt þar sé aldrei smíöaö eitt einasta hamars- högg. Ef mæla á fyrir gluggatjöldum er nauösynlegt aö gera það með tommustokk. Hann má fá fyrir 45 kr. Og loks væri gott aö eiga eina eöa tvær litlar þvingur. Slika má fá fyrir 230 kr. Og öll þessi verkfæri kosta samtals 7306 kr. Ekki er nauðsynlegt aö kaupa þau öll í einu. Þau má kaupa smám saman, en ætlið þeim frá upphafi góö- an samastað. A. Bj. Afkastamiklar vélar hafa verifl fengnar til framleiflslunnar en viö hana vinna fjörtán manns. Áætlafl er að selja 2,2 tonn af tilbúna matnum þegar allt verflur komifl I gang. Á myndinni eru f.v. Steinþór Skúlason, Ingólfur Baldvinsson og Svend Larsen. TILBÚNIR RÚLLURÉTTIR „Meö þessari nýju framleiöslu erum viö aö koma til móts við neytendur og nýjar neysluvenjur í þjóöfélaginu,” sagöi Steinþór Skúlason, framleiöslu- stjóri Sláturfélags Suöurlands, er hann kynnti nýjar framleiðsluvörur fyrir- tækisins. Um er aö ræöa f jórar tegundir af til- búnum réttum í plastrúllum, f imm teg- undir af salötum, kryddlegið lamba- kjötoggrafinnlax. SS stofnaöi framleiðslueldhús á sl. ári og hefur gert tilraunir meö fram- leiöslu á þessum matvælum undir leið- sögn dansks ráögjafa, Svend Larsens. „Fljótlega kom í ljós að Islendingar vilja allt öðravísi mat heldur en Danir. Þeir vilja t.d. miklu meira kjöt í til- búna rétti heldur en Danir láta sér nægja,” sagöi Steinþór. Sagöi hann aö framleiðsla SS hefði veriö sniöin eftir óskum íslenskra neytenda. „Og verðið á þessum réttum er í algjöru lágmarki sem okkur hefur tek- ist aö ná vegna hagkvæmni í fram- leiöslunni. Húsmæðumar sjálfar geta ekki framleitt þessa rétti ódýrara heima i eigin eldhúsi,” sagöi Stein- þór. Miöað er viö aö hver rúlla nægi fyrir 3 en þær vega um 600 g. Þannig kemur verð á ódýrasta réttinum út á rúml. 55 kr. á mann og dýrasti rétturinn, sem er buff stroganoff, kostar 65 kr. á mann- inn. Aðrar tegundir era sætt og súrt og Bolones. Salötin era í 200 g pakkning- um og kosta frá 35 kr. upp í 59 kr. Það eru á boöstólum italskt, kartöflu-, vinarpylsu-, rækju- og hrásalat. Þá var kynnt kryddlegið lambalæri sem einnig er fituhreinsað. — Því er pakkaö í lofttæmdar umbúöir en i þeim meymarkjötið. Geymsluþol nýju tilbúnu réttanna er allt aö þrem vikum en þó era ekki nein rotvarnarefni notuö. Þá er hægt aö hita upp í potti meö vatni eöa tæma innihald rúllunnar í skál og hita upp í örbylgjuofni. Rúlluréttirnir sem nú þegar eru komnir á markaflinn, þrjár tegundir af kjöt- réttum og einn mjólkurréttur, grjónagrauturinn Denni. Blaöamönnum var gefiö að bragöa á niöur og þóttu þeir allir mjög gómsæt- öllum þessum nýju réttum og var ekki ir. að sjá annað en að þeir rynnu ljúfiega A.Bj. Verðmerkingar f rá Hlemmi að Vitastíg í góðu lagi Samkvæmt könnun DV ættu að vera verðmerkingar í öllum búðargluggum frá Hlemmtorgi að Vitastíg. Þegar DV kannaöi ástand þessara verömerk- ingamála 22. og 23. april sl. vantaöi verömerkingar í glugga þriggja verslana. Þær voru Sportval, Kápan og Hjálmar Torfason gullsmiöur. Okkur er ánægja aö upplýsa aö allir þessir aöilar hafa nú komiö verðmerk- ingum fyrir í verslunargluggum sín- um. A.Bj. Góflar verðmerkingar, ofan Kápan, t.v. Hjálmar Torfason gullsmiflur og t.h. Sportval. DV-mynd Vilhjálmur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.