Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1985, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1985, Blaðsíða 16
16 DV. ÞRIÐJUDAGUR14. MAI1985. Spurningin Spilarðu á hljóðfæri? J6n Þ. Eggertsson kennarl: Já, ég spila á harmóníku. Sveinn Sveinsson nemi: Nei, og ég veit ekki hvaö mig mundi langa til aö spila á. Elsa Blöndal nemi: Nei, en ég vildi helst spila á trommur. Gunnlaugur Jónsson vegaeftlrlits- maður: Þaö er nú heidur fátasklegt. Guörún Svansdéttir: Nei, en ég vildi helst spila á gítar. Astráður Þórðarson, starfsmaður Reykjavikurborgar: Nei, ég spila golf. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Litlar þúfur í líki penna — í tilefni af opnun Hewlett-Packard á íslandi Jóhann Gunnarsson, framkvsmda- stjórl Relknlstofnunar Háskólans, skrlfar: Löngum hefur þaö þótt viö brenna, að íslensk fyrirtæki, sem fást viö vélainnflutning, stæðu sig illa þegar aö því kæmi aö sjá notendum fyrir nauösynlegum rekstrarvörum, vara- hlutum og þjónustu viö hin seldu tæki. Gildir einu, hvort heldur talað er um bifreiöar, saumavéiar, dýrar vélar eða ódýrar. Þótt finna megi dæmi, þar sem tæpast veröur aö fundið, er það því miður undantekn- ing. Þaö er alltaf ergilegt og veldur iðu- lega fjártjóni þegar framleiðslutæki stöövast vegna skorts á varahlutum eða rekstrarvörum, en sérlega hvim- leitt, ef um er aö ræða smáhluti, sem lítiö kosta, og ef kenna má trassa- skap einum um, að í óefni er komið. Reiknistofnun Háskólans á vél- teiknara frá fyrirtækinu Hewlett- Packard, kostagrip, sem kosta mundi nýr um þrjá f jóröu úr milljón króna. Var hann á sínum tíma keypt- ur af íslensku umboöi framleiðand- ans, og eru allmargir slíkir teiknarar i notkun hér á landi. Þetta umboð var að mínu mati skýrt dæmi um ástandiö, sem aö of- an er lýst. I teiknara af þessu tagi eru notaðir pennar, ófáanlegir frá öörum en þessum framleiðanda, sem þoma upp bæöi viö notkun og geymslu. Þaö var algengt, að ekki fengjust pennar í umboðinu, þegar á þurfti að halda, og olli þetta nokkr- um vandræðum á stundum. Því var það, að okkur þótti sem vænkast mundi hagur Strympu þeg- ar það vitnaöist á siðastliðnu hausti, að nú ætlaöi Hewlett-Packard sjálfur að stofna útibú hér á landi í þeim til- gangi að geta veitt viðskiptavinum betriþjónustu. Utibúiö var opnað formlega síöast- liðinn miövikudag, en starfsemi hófst með ýmsum hætti þegar á síð- asta ári, og lýsti sér meðal annars i því, að fyrra umboð hætti öllum af- skiptum af málefnum HP, og farið var aö visa á annan aöila, sem selja átti rekstrarvörur fyrirtækisins. Og það hafa sannarlega orðið við- brigði. I stað þess að áður þurfti að bíða i um þaö bil mánuö eftir aö fá penna, er biðin nú oröin á fimmta mánuð og ekki bólar á aö úr sé að rætast. Vandræðaástand hefur skap- ast og teiknarinn stendur iðjulaus. Notendur, sem treyst hafa á nákvæm vinnubrögð hans og hraöa, eiga í ekkert hús að venda. Mér er því spurn: Hvaöa erindi á Hewlett- Packard við okkur, ef þeir geta ekki einu sinni tryggt þjónustu til jafns við íslenskt meðaltal? Engum mun þykja þaö langt til jafnað. Þeir buðu kynningar í síðustu viku hjá Hewlett-Packard, „í nýjum og glæsilegum húsakynnum” eins og það heitir í auglýsingu. Lítið munu íslenskum notendum gagna flosteppi og harðviðarinnréttingar aö Höfða- bakka 9 á meðan verömæt atvinnu- tæki standa ónothæf fyrir skort á pennum, er kosta nokkrar krónur. Frosti Bergsson, framkvæmdastjóri Hewlett-Packard ó tsiandi: Því miður hefur þetta vandamál komið upp. Þaö er rétt hjá Jóhpnni aö þessa penna hefur vantaö. Skýr- ingin er sú að þegar fyrirtækið hóf undirbúning aö stofnun hafði hún miklar breytingar í för með sér og það var ekki passað nógu vel upp á þessi atriði. Fyrirtækið hefur nú þrjá söluaöila hér á landi og var hug- myndin sú að þeir hefðu þessa smá- hluti í verslunum sínum. Söluaðil- arnir hafa hins vegar ekki haft næga þekkingu á sérþörfum sem þessum og hafa pantanir þeirra verið smáar og ekki annað eftirspurn. Við höfum ókveðið að bregðast við þessum vanda með því að liggja með ókveð- inn lager hjá okkur sem söluaðilam- ir geta sótt i. Vonast ég til aö þessi lager verði kominn upp innan eins mánaðar. Jóhann og aðrir notendur H—P mimu ekki verða sviknir um þá þjónustu sem þeim ber. Ég vil biðja afsökunar á þessum byrjunarörðug- leikum. „Ónáttúra kynvill- inga” 9125—8854 skrifar: I pistli sinum 2. maí sl. verður Dag- fara tíðrætt um „ónáttúru kynvill- inga”. Hver skyldi þessi „ónáttúra” vera? Er þaö „ónáttúra” að veröa ást- fanginn og elska aðra manneskju? Ef að það er „ónáttúra” þá hlýtur meiri- hluti jarðarbúa að vera haldinn ónáttúrlegum tilhneigingum. Mikið finn ég til með „náttúrlegu” fólki eins og Dagfara því að það hlýtur að vera afskaplega einmana og óhamingju- samt. Þaö getur ekki skipt neinu máli af hvaða kyni sá er sem maður elskar ef tilfinningamar og ástin er sönn. Það era menn eins og Dagfari sem hafa komið þeim hugmyndum inn í fólk aö lesbíur og hommar séu einhver viörini sem era blettur á mannlegu samfélagi. Það er stundum eins og að fólk geri sér ekki grein fyrir því að lesbíur og hommar era líka fólk sem hefur tilfinn- ingar eins og aðrir. Ólöglegur fasteignasali Félag fastelgnasala sendlr eftirfar- andipistli: Vegna greinar í blaði yðar 4. maí sl. undir fyrirsögninni „fasteignasali dæmdur í sektir” vill Félag fasteigna- sala upplýsa eftirfarandi. Maður sá sem dæmdur var fyrir fjársvik og umrædd grein f jallar um er ekki fasteignasali, eins og fram kemur í greininni, og hefur aldrei veriö það og hefur engin réttindi sem slíkur. Hann hefur hins vegar um órabil rekið fast- eignasölu hér í borginni í skjóli rétt- indamanns sem í raun hefur lítið sem ekkert nólægt viðskiptum þessum komið. Oiöglegar fasteignasölur, eins og sú sem hér um getur, era starfandi víðs- vegar í borginni og era viðskiptahættir eins og lýst er í framangreindri blaða- grein yðar því miður ekkert einsdæmi enda ekki von á góðu þar sem hver sem er virðist geta sett á stofn fasteigna- sölu án þess að hafa til þess tilskilin réttindi sem þó þarf samkvæmt ský- lausum ókvæðum í lögum. Rétt er aö geta þess aö löggæsluyfir- völd hafa látið ógert aö stöðva siíka ólöglega starfsemi þrótt fyrir ítrekað- ar kvartanir. Þorvaldur Sigurðsson hringdi: Mig langar til að senda kveðju til starfsfólks Hrafnistu í Hafnarfirði og þakka fyrir hina árvissu skemmtun þess. Það vora allir eins og ein stór fjölskylda þetta kvöld og starfsfólkið var fádæma gott við framreiðsiu. Mig langar að nota tækifæriö og þakka veittan vinarhug á 70 ára afmæli minu á síðasta árL Eg biö guö aö blessa þetta heimili og starfsfólk þess i nútið og framtíð. Hrafnista i Hafnarfirði en starfsfólk hennar fœr kveðjur frá brófritara. „Skjótum upp fóna, skœrt lúðrar hljóma." íslendingi finnst fslenska fánanum ekki sýnd nœg virðing. Virðingvið íslenska fánann tsiendingur hringdl: Nýlega keyrði ég fram hjá Hag- kaupi í Reykjavík. Þar var verið að draga fána að húni f tilefni íslenskrar iðnkynningar. Ungur piltur var að binda íslenska fánann við band fóna- stengur og lét hann dragast í jörð- inni. Mér þótti sárt að sjá svona farið með merki þjóðarinnar. Fáninn á ekki að snerta jörð, ef það kemur fyrir þá ó að brenna hann. Við verð- um að sýna þjóðfána okkar tilskilda virðingu en ekki fara með hann eins og hverja aðra dulu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.