Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1985, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1985, Blaðsíða 7
DV. FIMMTUDAGUR 4. JULl 1985. 7 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd REYR HÚSGÖGN FRÁ SPÁNI NÝKOMIN JB Q Verslið þar sem úrvalið er mest og kjörin best. Jón Loftsson hf Hringbraut 121 Sími 10600 Bush ogThatcher: Tæringarrannsókn á blóðgjöfum Blóögjafar í Sviss veröa að gangast undir blóörannsókn til að kanna hvort þeir hafi komist í snertingu við ónæmistæringarveiruna áöur en þeir fá að gefa blóð. Heilbrigðisyfirvöld í Sviss tilkynntu þetta í vikunni. Flest fómarlömb ónæmistæringar eru sammar (samkjTihneigðir) eða eiturlyfjaneytendur. En þó hafa nokkrir blæðarar fengið veiruna í blóð sitt í gegnum blóðgjaf ir. Nú hafa 800 manns veriö greindir með veiruna í Evrópu. I Bandaríkj- unum hafa 10.000 manns fengið hana, aðþvíertalið er. 2.500 drepnir? Hægrisinnaðir skæruliðar sem berj- ast gegn sandinistastjórninni í Nicaragua segjast hafa drepið 2.494 hermenn stjórnarinnar og sært 1.767 á undanförnum sex mánuðum. Skýrsla lýðræðishers Nicaragua, sem er stærsti skæruliðahópurinn, segir einnig að skæruliðar hópsins hafi eyðilagt 45 herstöðvar í skærunum í Noröur-Nicaragua. Skýrslan sagði ekkert um mannfall í liði skæruliða. Skýrslur sem skæruliðar hafa áður birt hafa reynst mjög ýkjukenndar. Sammála um aðgerðir gegn hryðjuverkum Ríkisstjórn Spánar: Bush hélt vongóður heim frá London eftir valhappnaða farð til Evrópu. Ekki ar þó ann komið i Ijós hvort ainhver ákvaðinn Arangur varð af heim- sóknunum. Bretland og Bandaríkin urðu sam- mála í gær um aögerðir gegn hryðju- verkum gegn farþegaflugi. Ríkin ákváðu að leita eftir því við önnur ríki að bann yrði sett á f lug til Beirút. Upplýst var um samninginn eftir þriggja tíma viðræður George Bush, varaforseta Bandaríkjanna, og Margaretar Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands. „Hryðjuverk gegn alþjóðlegu far- þegaflugi og milljónum saklausra far- þega, sem ferðast með flugvélum, verður að stöðva,” sagði Thatcher við blaðamenn fyrir utan heimili forsætis- ráðherra í Downing Street. Bretland var sjöunda landið sem Bush heimsækir á ferð sinni um Gonzales tilkynnir breytingar í dag Felípe Gonzales, forsætisráðherra Spánar, kynnir í dag opinberlega breytingar á ríkisstjóm sinni eftir djúpstæðan ágreining um stjórnar- stefnuna milli hans og utanríkis- ráðherrans, Femando Moran. Moran er yfirlýstur andstæðingur aöildar Spánar að Nató og hefur gagnrýnt Gonzales harðlega fyrir stefnu stjórnarinnar í varnar- og öryggismálum. Spænskir embættismenn hafa staðfest að Moran verði sparkaö úr stjóminni og líklegur eftirmaöur hans sé Fransisko Femandez Ordonez, sem talinn er frjálslyndur. Gonzales fundaöi með 17 manna ríkisstjóm sinni í gærkvöldi og kynnti henni fyrirhugaðar breytingar á rikis- stjóminni. Að sögn embættismanna í Madrid verður engin breyting gerð opinber fyrr en Gonzales er búinn að hitta Jóhann Karl Spánarkonung og tilkynna honum formlega um á- kvöröunina. Femando Moran hefur verið aldurs- forseti ríkisstjórnar Gonzales, 53 ára að aldri. Moran er talinn maður vinsæll, ekki síst eftir að hann tryggði Spánverjum inngöngu í Efnahags- bandalag Evrópu. Umsjón: Þórir Guðmundsson og Hannes Heimisson ErfittáDóminíku Eugenia Charles, hinn nýendur- kjörni forsætisráöherra Dóminíska lýðveldisins, þarf að takast á við mikil stjómmálaleg og efnahagsleg vanda- mál. Flokkur hennar fékk 15 af 21 sæti á þinginu. Síöast hafði hún 17 sæti. Fyrra kjörtímabil Charles, sem er 67 ára gamall lögfræðingur, einkenndist af náinni samvinnu viö Bandaríkin og önnur Vesturlönd sem dældu pen- ingum í þetta fátæka eyland í Karíba- hafi. Næst á dagskrá Charles verða kröfur starfsmanna hins opinbera um kaup- hækkanir. Þeir heimta 47,5 prósent hækkun á launum. Stjómin hefur boðið fjögur prósent. Eugenia Charles segir að ekki sé hægt að bjóða meira, eigi að takast að halda verðbólgunni í 2,5 pró- sentum, en á undanfömum fimm árum hefur stjóminni tekist að lækka verð- bólguna úr 30 prósentum. — en Thatcher lofar engu ákveðnu Evrópu. Aðalefni heimsóknanna hefur verið að stappa stálinu í bandamenn Bandaríkjanna og fá Evrópuríki til að herða baráttu sína gegn hryðjuverka- starfsemi. Ferðin þykir hafa tekist vel. Aöur en Bush lagði af stað til Washington í gær- kvöldi sagði hann við hóp varnarmála- sérfræðinga: „Hver einasti leiðtogi sem ég hitti var sammála því að rétt eins og siðmenntaðar þjóðir sameinuðust gegn sjóránum fyrir einni öld yrðu lýðræðisríki nú að vinna saman til að sigrast á hryðjuverkum.” Eftir því var þó tekið að Thatcher lofaði engu ákveðnu um að stöðva flug til Beirút þegar í stað. Sýnir tvöföld bókun tengsl milli sprengj- tveggja? Aö sögn forsvarsmanna Air India flugfélagsins er hugsanlegt að tvö- föid bókun eins flugfarþega gæti sýnt fram á bein tengsl á milli ind- versku þotunnar er fórst viö Irlandsstrendur og sprengjunnar á flugvellinum í Tokýo sama dag. I viötali við breska blaðið Fin ancial Times segir D. Bose, fram- kvæmdastjóri Air India, að farþegi hafi átt bókað sæti í báðum vél- unum, þeirri er fórst og kanadísku vélinni er var 40 mínútum frá því að springa í loft upp á Tokýoflug- velli. Enn hafa indversku flugmála- yfirvöldin ekkert viljað tjá sig um málið en áfram er unnið að rann- sókn þess.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.