Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1985, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1985, Blaðsíða 10
10 DV. FIMMTUDAGUR 4. JULI1985. Sandblásturstæki, tilvalið fyrir bíla- og við- gerðaverkstæði. STÆRÐ: hæð breidd 710 mm 763 mm Sýnishorn á staðnum. dýpt 533 mm ÞYRILL SF., Hverfisgötu 84, sími 29080. 7il sölu CHEVROLET SCOTTSDALE sería 20 árg. 1978. 6 cyl. Bedford vél, end to end, með afgastúrbínu, uppgerð frá grunni, ekinn ca 6000 km. Beinskiptur, nýupptekinn gírkassi, 4gíra. Dana 60 hásing með fljótandi öxlum að aftan, 44 framan, drifhlutfall 1:4,56. 4x4 DODGE FARGO árg. 1980 — einstakur bfll. Læst drif framan og aftan. Drifhlutfall 1:3,50., beinskiptur, dráttarspil, 8000 Ibs. Armstrong dekk, 37tommu, plasthús. Kon'K demparar, Pioneer stereótæki. Millikassi, hlutfall. 1:2,6. Vél 318 cub. með flækjum. Torkás, millihedd, 4 hólfa blöndungur — skilar 240 hestöflum. Bensíneyðsla 17—18 I í langkeyrslu. Ekinn aðeins 33.000 km. Opið laugardaga kl. 10-18. BÍLASALAN BLIK Skeifunni 8 Sími68-64-77. Viðskipti og efnahagsmál _____Viðskipti og efnali Mál málanna ítölvubransanum íBandaríkjunum: Óiafur Guðmunduon tölvunarfrœðingur. „i grein The Economist segir um fyrirtœkið Sun Microsyst- ems, en þeð framleiðir „vinnustöðvar", að umfang þess hafi aukist um 400% é sfðustu tveimur árum og að þetta sé mesti vöxtur eins fyrirtœkis f Bandarfkjunum. Sun hafi meira að segja slagið Apple út f vexti." „ Work stations” — bylting fyrir forritara sem verkf ræðinga „Vinnustöðvamar (work stations) eru eitt aðalumræðuefnið í tölvu- bransanum í Bandaríkjunum núna, þeim er likt við byltingu. Sjálfur get ég tekið undir það, ég hef notað svonastöð.” Það er Olafur Guðmundsson, tölvunarfræðingur hjó Reiknistofnun háskólans sem mælir. Olafur er hér heima í sumarfrii frá námi i Banda- ríkjunum. Góöir grafiskir möguleikar Að sögn Olafs er „vinnustöð” í stuttu máli tölva; sjólfstæð útstöð með mjög góðum grafiskum mögu- leikum og öflugri eigin vinnslu. „Þetta er tölva sem getur tengst samskonar tölvu og stærri. Þannig getur hún tekið vinnu af stóru tölvun- um, þær geta þá verið meira í reikni- frekumverkum.” Rætt er um að það séu fyrst og fremst hálaunaðir starfsmenn, sér- fræðingar, sem noti „vinnu- stöðvamar” í Bandaríkjunum, for- ritarar og verkfræðingar ekki hvað sist. Meiri framleiðni forritara „Það er ekkert vafamál, að fram- leiðni forritara eykst verulega, hún má reyndar við því, það hefur vantað meiri tækni að mínu mati við gerð forrita. Þá þýðir „vinnustöðin” pappírs- laust umhverfi fyrir forritara. Ástæðan er sú að hægt er að skipta skerminum í nokkra glugga, sem allir eru virkir í einu. I einum glugganum er kannski villulistinn, í öðrum er verið að leið- rétta forritið. Þriðji glugginn er hugsanlega notaður undir póstinn, skilaboð fró öðrum í gegnum tölvu- net. Hörkurifrildi um nýjustu bíómyndina Nú, við getum ímyndað okkur fleiri glugga, enda skermurinn þetta 17 til 19 tommur að stærð. Við erum komn- ir nú þegar meö þrjá. 1 þeim fjórða gæti þess vegna verið hörkurifrildi við annan forritara um nýjustu bíó- myndina.” Svo vikið sé að verkfræðingunum. „Vinnustöðin” þykir ótrúleg bylting á verkfræðistofum. „Hún leysir einfaldlega teikniborðið af hólmi. Þetta er jú grafisk útstöð fyrir hönnunarverkefni. ’ ’ Mikið hefur verið rætt og ritað um „vinnustöðvar” í erlendum tímarit- um. „Ég sá í timaritinu The Economist í vetur grein um fyrirtsdt- ið Sun Microsystems, en það fram- leiöir „vinnustöðvar” . Mesti vöxtur eins fyrirtækis i Bandaríkjunum I greininni stóð að umfang fyrir- tækisins hefði aukist um 400% á síðustu tveimur árum og þetta væri mexti vöxtur eins fyrirtækis í Banda- rikjunum. Sun hefði meira að segja slegið Apple út í vexti. Eg er viss um að við Islendingar eigum eftir að heyra minnst oftar á þetta fyrirtæki. Ég veit að það byrjaði í síðasta mánuöi með mikla auglýsingaherferö þar sem „vinnu- stöðvamar” eru auglýstar.” „Vinnustöð" kostar fró einni milljón Ennþá hefur engin „vinnustöð” verið sett upp á Islandi, — er langt í það, Olafrn-? „Þetta er aðeins spuming um peninga, vinnu- stöðvamar em enn sem komið er dýr tæki. Hver stöð kostar frá þetta einni till,3millj.króna.” -JGH. Marel hf. stofnar fyrirtæki íKanada: Mikilvægt að vera nálægt markaðnum — segir Gylfi Aðalsteinsson, forstjóri Marels hf. „Við höfum lært það í Noregi, aö við verðum að fylgja kerfunum eftir, þjón- usta þau. Þess vegna er mikilvægt að vera í mikilli nálægð við markaðinn.” Þetta sagði Gylfi Aöalsteinsson, for- stjóri Marels hf. en það hefur nú stofnaö útibú í Kanada, sérstakt fyrir- tæki í Halifax, Nova Scotia. „Þetta er sölu- og þjónustufyrirtæki. Starfsmenn verða þrír til að byrja með, þar af tveir Islendingar, þeir eru þegarfamirút.” Marel hf. framleiðir vogir og fram- leiðslustýrikerfi fyrir fiskvinnsluhús. Afrakstur húsanna er sá, aö upplýsing- ar um nýtingu, afköst og gæöi batna. Markaðurinn í Kanada stór „Markaöurinn í Kanada er mjög stór. Hann byggist á tveimur risastór- um fyrirtækjum, National Sea Products og Fishery Products Inter- national. Til að byrja með leggjum viö höfuöáherslu á þau.” Gylfi sagði að einnig væri aragrúi minni fiskvinnslufyrirtækja í Kanada. „Við ætlum að snúa okkur að þeim síðar.” Til marks um stærð National Sea Products, þá er það með 23 frystihús. Fishery Products er með 35 frystihús, og samtals era þau með um 50% af markaðnum.” — En hvafl reiknar Gylfi með að salja mörg kerfi é þessu éri? „Við gerum ráð fyrir að selja 4 til 5 kerfi í Kanada á árinu. Hvað næsta ár varöar, þá þori ég ekki að spá, en við eram bjartsýnir.” Söluherferð þeirra hjá Marel hf. gengur út á að beina kröftunum að framleiðendum. Farið er í fyrirtækin og búnaðurinn kynntur. Þeir færa út kvíarnar Og til stendur að færa út kvíarnar, láta það ekki duga að framleiöa einungis vogir og framleiöslustýri- kerfi. „Við höfum búið til kerfi fyrir laxaræktendur í Noregi, þetta er vigtarkerfi sem tengist slátrun. ’ ’ Hugmyndir eru svo um að fara meira inn á almenna matvælamarkað- inn. „Hann er stærri en fiskiðnaðurinn, og gef ur því meiri möguleika. ’ ’ -JGH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.