Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1985, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1985, Blaðsíða 14
14 DV. FIMMTUDAGUR4. JULI1985. Spurningin Finnst þér hafa rignt nóg í sumar? Margrét Hreinsdóttir húsmöðir: Upp á síðkastið, já, en ekki fyrr í sumar. Gunnar Jóhannesson trésmiður: Nei, aldeilis ekki. Það vantar meira af rigningu en hún kemur sjálfsagt von bráðar. Áslaug Friðriksdóttir verslunar- maður: Mér finnst afskaplega gott hvað það hefur veriðmikiðsólskin. Katrín Jóhannesdóttir húsmóðir: Er ekki alltaf nógu mikil rigning? Sigriður Kristjánsdóttir lagerstarfs- maður: Já, það f innst mér tvímadalaust. Sigurður Sigúrðsson verslunarmaður: Ég kem frá Isafiröi og það hefur lítiö rignt þar. Það er slæmt fyrir gróöurinn og líka laxveiðina því það er mikil eftirspum eftir möðkum en ekkert framboð. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Olíufélög á villigötum —vantraust á viðskiptavini Bensínkaupandi skrifar: Eftir síðasta hneykslið í verðhækkunarmálum keppast forstööumenn oliufélaganna um að gefa yfirlýsingar um stuðning við frjáls olíuviöskipti. — Auövitað trúir þeimenginn. Verðlagsstofnun býr til gerviverö á olíu eftir pöntun einokunar- hringanna í olíusölu hér á landi. Bifreiðaeigendur lúta höfði og gangast undir okiö, tína beinharða peninga úr vösum sínum til að afhenda oliufurstunum sem vantreysta viðskiptavinum nema þeir hafi harðan gjaldmiöilinn tilbúinn, um leið og slangan er tekin úr bíltankinum. Olíufélögin neita að taka upp nútíma viðskiptahætti eins og flest önnur fyrirtæki hér á landi sem annars staöar. Hvarvetna þar sem bensín er selt erlendis getur maður notað greiðslukort — og þykir sjálfsagt. Hér bera olíufélög viö hvimleiðri ósannsögli þegar þau ræða kredit- kortaviöskipti, segja þaö passi ekki inn í „kerfiö”, slíkt sé of mikil vinna eöa þá að þau geti ekki „lánað” viðskiptavinum meö slíkum viðskiptum! — Allt er þetta álíka lygi og annað sem boriö er á borð fyrir íslenskan almenning þegar hann á undir högg að sækja hjá hinum steinrunnu einokunar- fyrirtækjum hérlendis. Ekki er betur vitað en t.d. Olís bjóði kreditkortaviðskipti í smávöru- verslun. sinni. Hvaö er það þá annað en stirfni af því fyrirtæki að færa ekki slík viðskipti til bensínkaup- enda? Það olíufélag sem fyrst yrði til að bjóða viöskipti gegn greiöslukortum myndi bókstaflega sópa til sín mestum viðskiptum í bensínsölu, svo dæmi sé tekið. — Þaö er nefnilega mjög þægilegt aö geta greitt bensín með kortum þar sem slík viöskipti fara fram löngu eftir að bankar loka og mjög oft getur staðið þannig á að menn séu ekki með reiðufé. Ekki viröist heldur meiningin að bensín sem selt er með sjálfs- afgreiðslu eigi að vera á lægra verði þótt slíkt sé viðtekin regla hvarvetna. Þaö verður ekki sigrast á tregðu olíufélaganna til nútímahátta í viðskiptum með aöstoö stjórnmála- manna. Þeir ræöa ekki slik mál sem þjónusta við almenning er. — Hér verður fólk sjálft aö gripa inn í með gagnráðstöfunum. Það er hægt að sýna olíufélögunum í tvo heimana með ýmsum hætti. Einn er sá að menn taki sig saman og kaupi aðeins þann minnsta skammt af bensíni sem þeir komast af með hverju sinni og haldi þeim hætti í 1—2 mánuði t.d. Við skulum ekki bíða til næstu hækkunar. „Vifl skulum ekki bifla til nœstu hækkunar," segir bensinkaupandi og hvetur til gagnráflstafana. EINSTÖK KVÖLDSTUND Vigdís Kristín Pálsdóttir hringdi: Fyrir skömmu fór ég og fékk mér aö borða I Kvosinni ásamt fleirum. Eg hef farið á flesta veitingastaöi í Reykjavík og mér finnst þessi bera al- veg af. Allt hjálpaðist aö. Þjónustan var frábær, maturinn afbragð og verði stillt í hóf. Mér finnst þessi staöur meira að segja standast það besta sem ég hef kynnst erlendis. Mig langar aö koma á framfæri þakklæti til starfsfólksins fyrir ein- staka kvöldstund. Ég kem örugglega aftur. Vinnuvélar stjórna umf erðinni Óskar Þorgeirsson hringdi: Alveg tel ég ótækt að vinnuvélar stjómi umferðinni í Reykjavík. Þetta er því miður allt of algengt. A þeim tímum sem flestir eru á leið úr og í vinnu aka þessi tæki á 20 kílómetra hraða eftir stærstu umferðaræðum borgarinnar. Það hlýtur að vera hægt að fá vinnuvélaeigendur til að sýna samborgurum sinum meiri tillitssemi, annaðhvort með þvi að aka um á öðr- um tímum eða hleypa öðrum bílum framúrsér. KRÍTARKORTIN ERU ÚRELT Lesandi skrifar: I Bandarikjunum fer áhugi á kredit- kortum minnkandi enda er þaö fyrir- komulag meingallað og hafa margir farið flatt á því. Nú er nýjung að ryðja sér til rúms í staðinn. Eru það debet-kort, eignar- kort eða sjóðskort mætti kalla það á islensku. I stuttu máli er notkunin þannig: Maöur á inneign á bankareikningi en verslanimar eru með tæki sem tengist tölvu í bankanum með símalinu. Maöurinn verslar í búð, kaupir t.d. bensín og fær það á staðgreiðsluverði. Hann réttir afgreiðslumanninum sjóðskort sitt sem stingur því inn í tæk- ið en viðskiptavinurinn sjálfur stimpl- ar inn leyninúmer, sem ásamt kortinu opnar fyrir bankatölvuna. Hún gefur þá upp hvort nægileg inneign sé fyrir úttektinni en inneignin á reikningnum kemur hvergi fram. Ef svo reynist vera þá dregur tölvan þessa upphæð frá reikningi mannsins en færir sömu upphæð inn á reikning verslunarinnar. Maðurinn fær síðan kvittun þegar viðskiptunum er lokið. Við mánaðaruppgjör frá bankanum kemur f ram h já hvaða verslun var tek- ið út, hvenær og hversu mikið. Þetta fyrirkomulag hefur þá kosti að maður á alla sína peninga á vöxtum fram til þess að þeir eru notaðir, vörur að ganga með mikla peninga á sér og því ekki að borga refsivexti og kostnað fást á staðgreiðsluverði, það þarf ekki menn eyða ekki um efni fram. Þaö þarf eins og af kredit-kortunum. Brófritari mralir mafl nýrri tagund greiflslukorta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.