Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1985, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1985, Blaðsíða 10
10 DV. FIMMTUDAGUR1. AGUST1985. Viðskipti og efnahagsmál Viðskipti og efnahagsmál Sala steypu að jafnast út árið „Steypusala hefur verið örlítið minni í sumar en undanfarin sumur, kemur þar mest til hve vetur var góður. Það var jöfn steypusala í all- an vetur,” sagði Guðmundur Bene- diktsson, markaðsstjóri hjá B.M. Vallá. Guðmundur sagði að sér virtist sem húsbyggjendur héldu nokkuð að sér höndum í augnablikinu og senni- lega væri það mest vegna óvissu í lánamálum. „Við hjá Vallá getum samt ekki annað en verið ánægðir með útkom- una það sem af er árinu, við erum með stór verk eins og brúna yfir Kringlumýrarbraut og þá höfum við fengið steypuna í nýja Hagkaupshús- ið.” Um helstu byggingaframkvæmdir á næstunni nefndi Guðmundur nýja áfangann í Grafarvogi. „Það liggur þó ekki ljóst fyrir hvenær fram- kvæmdir hefjast þar, fer allt eftir því hvenær hverfið verður tilbúið af hálfu borgarinnar.” -JGH „Búffs, þessi steypa." Steypusala var mikil i gófla veðrinu i vetur, og hefur þafl aftur haft þau áhrif afl örlitifl minna hefur selst af steypu i sumaren ella. Bandarískt áhættufjármagn til íslenskra uppfinningamanna: „Ekki í vafa um að Bandaríkjamenn eru tilbúnir til þess” — viðræður íslendinga og bandaríska viðskiptaráðuneytisins hafafarið fram Verður stof nað áhættuf jármagnsf yrirtæki á íslandi innan skamms? Það lifla mörg ár frá þvi hugmyndin kemur fyrst fram í kolli uppfinninga- mannsins þar til hún er farin afl seljast. Vandamálifl er ekki sist þafl hversu dýrt er að koma mefl nýjar vörur á markafl, auglýsingakostnaflur er grfur- legur. Svo kann aö fara að bandarísk stjómvöld setji áhættufjármagn í hug- myndir íslenskra uppfinningamanna í framtíðinni. Viðræður Islendinga og bandaríska viðskiptaráðuneytisins hafa farið fram vegna þessa máls. Og verði það að veruleika munu íslensk stjórnvöld og bandarisk stofna fyrir- taÁi á Islandi, svokallað „Venture Capital Funds”, áhættufjármagns- fyrirtæki. Hvor um sig legðu þá fram 200 þúsund dollara eða 8 milljónir króna. Bandaríkjamenn tilbúnir „Eg er ekki í neinum vafa um aö Bandaríkjamenn eru tilbúnir en því miður er ég ekki eins bjartsýnn á að við Islendingar séum fúsir,” sagði Gunnlaugur Sigmundsson, forstjóri Framkvæmdastofnunar. Gunnlaugur er einn þeirra sem hafa rætt við bandarísk stjómvöld. „Það. hafa veriö óformlegar viðræður ég kom inn í myndina vegna þess að ég þekkti menn í bandaríska viðskipta- ráöuneytinu frá því ég vann í Banda- ríkjunum.” „Þegar ég svo fór út til Bandaríkj- anna í júníbyrjun ræddum við Helgi Ágústsson, í utanríkisráðuneytinu, við Bruce Merryfield, aðstoðarráðherra bandaríska viöskiptaráðuneytisins. Hann sýndi málinu mikinn áhuga og tók okkur ákaflega vel,” sagði Gunn- laugur. Áhættufjármagnsfyrirtæki í Bandaríkjunum I Bandaríkjunum em starfrækt áhættufjármagnsfyrirtæki, „Venture Capital Funds”. Þau vinna þannig að þau taka upp hugmyndir uppfinninga- manna og fóstra þær. Þetta er ekki góðgerðarstarfsemi heldur hrein við- skipti. Færri hugmyndir slá í gegn en þær sem era fóstraðar og því verður ágóð- inn af þessari einu sönnu að vega upp á móti hinum semfóra forgörðum. Ágóð- inn felst í því að uppfinningamaðurinn endurgreiðir aðstoðina auk þess sem fyrirtækið fær einhvern hagnað af að selja stórfyrirtæki uppfinninguna. Ágóði af einkaleyfi Uppfinningamaðurinn fær hagnað- inn af einkaleyfinu en greiðir jú hluta hans til áhættufjármagnsfyrir- tækisins vegna þess fjármagns sem hann hefur fengið. Auk þess er hagur hans í því að hafa fengið aðstööu til að þróa hugmynd sína og komast í sam- band við stórfyrirtæki sem koma henni á markað. Gunnlaugur sagði að þessu til viðbót- ar væri það tvímælalaust hagur fyrir uppfinningamanninn að standa í samningum við stórfyrirtækin í sam- vinnu við áhættufjármagnsfyrirtækið, hann væri sterkari við samningaborðiö en ella. Fyrirtækið á íslandi „Það áhættufjármagnsfyrirtæki sem hugsanlega verður stofnað hér- lendis kemur til með að fara vandlega yfir hugmyndir íslenskra uppfinninga- manna. Síðan verða þær allra álitleg- ustuvaldarúr. Eg reikna með því að eftir svona 2 ár verði komin reynsla á það hvort um raunhæfa söluvöru er að ræða eða ekki. Á þessum tímapunkti kemur bandaríska viðskiptaráðuneytið aftur til sögunnar. Það er þá tilbúið að hjálpa uppfinningamanninum og áhættufjár- magnsfyrirtækinu til að komast í sam- band við bandarískt stórfyrirtæki sem kemur vöranni á markað, hugsanlega leggur þá viðkomandi fyrirtæki í enn frekari þróunarkostnað auk auglýs- inga og þess háttar. Bandarísk stórfyrir- tæki með vöruna á markað Allur sá kostnaður sem fellur til við að markaössetja vörana er greiddur af stórfyrirtækinu, það tekur áhættuna. Á móti fær það sölusamninginn og kannskiframleiðsluna líka. Hvað framleiðsluna varðar er þó auövitaö stóra vonin sú aö vörar ís- lensku uppfinningamannanna verði framleiddar á Islandi og iönaöur þar með efldur hérlendis. ” Jóhannes Pólsson uppfinningamaður hefur meflal annars fundið upp lyfja- glös með sérstöku öryggisloki. Svo kann afl fara afl íslenskar uppfinningar fói byr ef af samvinnunni vifl Bandarikjamenn verflur. Gunnlaugur sagöi að það yrðu ekkert frekar stórfyrirtæki í Bandarikjunum sem yrðu fyrir valinu sem dreifingar- aöilar. „Áhættufjármagnsfyrirtækinu og uppfinningamanninum er frjálst að snúa sér hvert sem er, þess vegna til einhvers stórfyrirtækis í Evrópu, sé það talinn besti kosturinn. ” Uppfinningamaðurinn endurgreiðir aðstoðina Slái hugmynd íslensks uppfinninga- manns í gegn kemur hann til meö aö greiöa hverja krónu sem hann fékk frá áhættufjármagnsfyrirtækinu til baka með einni og hálf ri. Sé hins vegar búið að kosta hugmynd sem misheppnast, nær ekki að verða söluvara, er það áhættufjármagns- fyrirtækið sem borgar brúsann. Það verður strikað yfir upphæðina. — En er ekki verið að kasta fé á glæ þar sem búast má við að fáar hug- myndirsláiígegn? „Það er ljóst, að þaö er ekki veriö að stofna fyrirtæki sem á að vera rekið með tapi, þetta verður rekið á viðskiptagrundvelli. Fyrirtækið verð- uraðberasig. ör vöxtur áhættu- fjármagnsfyrirtækja í Bandaríkjunum Eg hef heyrt að reynslan hjá áhættu- fjármagnsfyrirtækjum í Bandarikjun- um sé sú að ein hugmynd af hverjum fimm slái í gegn. Ágóðinn af þessari einu vegur þá upp tapið af hinum. Og vöxtur þessara fyrirtækja í Bandaríkj- unumermikill. Það er auðvitað útilokað að segja fyrirfram um það hvemig þetta verður hérlendis. En ég tel að það þýði ekki að hafa endalaust hugmyndir, þaö verður að gera allt til að koma þeim á fram- færi, stofnun þessa fyrirtækis er liöur í því.” Miklir möguleikar í fiskiðnaðinum — En á hvaða sviðum telur Gunn- laugur að við eigum mesta möguleika áaðsláígegn? „Mín skoðun er sú að það sé í fiskiönaöinum. Bandaríkjamenn hafa frekar litla þekkingu á því sviði og þess vegna sjá þeir sér hag í því að flytja slíka þekkingu inn.” -JGH. Opíinderkonrorf En Jóhannes flutti út til Danmerkur, „vegna skilningsleysis yfirvalda ó uppfinningum minum og gildi þeirra", eins og hann orflafli þafl i samtali við DV þann 14. janúar 1984.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.