Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1985, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1985, Blaðsíða 14
14 DV. FIMMTUDAGUR1. AGUST1985. Spurningin Hvert ætlar þú að fara um verslunarmanna- helgina? Sólrún Kristjánsdóttir barnapía. Ég ætla í Galtalækjarskóg á bindindismót- ið. Ágústa V. Jónsdóttir nemi. Ég fer upp að Hreðavatni að veiða. Agnar Ágústsson nemi. Ég fer að Skorradalsvatni með sportbát og sjó- skíði. . Guðjón Ólafsson nemi. Ég ætla norð- ur á sjó meö frænda mínum sem á skip. Erling Ellingsen ávaxtasaU. SennUega fer ég í Núpsstaðarskóg með Utivist og rifja upp gjaldskrána þeirra ef sóUn verðurþar. Böðvar Ástvaldsson nemi. Ég verð lik- lega í bænum. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Óhófleg laun togarasjómanna? Vestri skrifar: Auðvitað er aUt afstætt í þessum heimi, Uka laun manna. Eöa eru kannski engin takmörk fyrir því hvaöa laun f ólk getur fengið? Hvað segja menn um 300 þúsund króna mánaðarlaun eða 400 þúsund — nú eða 500 þúsund á mánuði? Ja, ef menn eiga þau skUið, segja þá sumir, þá eru sUk laun sanngjöm. — Er það einfaldlega svo? Auðvitaö ekki. I siöuðum þjóðfélög- um eins og þeim sem við vUjum tU- heyra, þ.e. þessum vestan járntjalds eru ákveðin takmörk, Uka á launum. Hámarkslaun og lágmarkslaun. Alls staðar nema hér á Islandi. Og enginn segir neitt, hvorki stjórnmálamenn sem ekki þora atkvæðanna vegna, aUra síst ef þeir styggja sjómenn — eða fréttamenn sem vita betur en þeg- ar þeir einfaldlega slengja fram frétt- um um að eitt eða annað „aflaskipið” hafi nú slegiö ÖU fyrri met í afla og aflaverðmæti og hásetahlutur hafi komist upp í 320 þúsund krónur fyrir mánuðinn, „túrinn” eöa hvað það nú erskammurtími! Það hlýtur eitthvað að vera mikiö bogiö við verðlagningu á fiski þegar hásetahlutur verður hátt á fjórða hundrað þúsund krónur á mánuði. Þetta með flugmennina er nú oröið „sögulegs” eðlis og heyrir fortíðinni tU — þetta meö launin. Ráðherralaun bUkna í samanburði við laun togara- sjómanna. — Og annað fiskvinnslufólk situr með aUt á hælunum og þegir, það þorir ekki heldur að láta á sér kræla þegar sjómenn eiga í hlut. Sjómennirn- ir „eiga” jú aflann — er það ekki? Það eru þeir sem ná honum! AUt er þetta rugl og vitleysa. Það er rugl þegar ákveöinn hópur í þjóðfélag- inu sogar tU sín megintekjur af því aflaverömæti sem um er að ræða í það og það skiptið. Þetta á ekki einungis við um fisk úr sjó, en er tekið hér sem dæmi. Þetta á Uka við um iönaðarmenn sem hafa tekið helftina og meira tU þegar um er að ræða húsbyggingar og enginn hefur þorað að andmæla vegna ótta viö að þeir neiti þá aö vinna ákveö- ið umsamið verk! Þetta á Uka viö um kaupmenn sem notfærðu sér myntbreytinguna á sín- um tíma tU veröhækkana umfram vægi í myntbreytingunni. Og það eru sömu mennirnir sem kvarta undan „þunga” kreditkortaviðskipta. Hvergi annars staðar myndi nokkr- um detta í hug að koma einhverjum kostnaði af þeim viöskiptum yfir á neytendur! En þetta með 320 þúsund krónur á mánuði hjá háseta og helmingi hærri laun tU skipstjóranna, það er eitt dæm- ið um að íslenskt þjóðfélag getur ekki staðist. Uppbygging þess er eitt aUs- herjarrugl. Vamarliðið á ekki að hafa sérréttindi Hjördis skrifar: Ég má tU með að hrósa honum Al- bert (fjármálaráðherra) fyrir að stöðva innflutning á hráu kjöti tU vam- arUðsins. Það var kominn tími tU að einhver þyrði aö gera þetta. Það kem- ur okkur tU góða aö öUu leyti, því vænt- anlega kaupa þeir innlent kjöt í stað- inn. Þeir eiga ekki að hafa einhver sér- réttindi nema síður sé. Svo hafa aUir þessir gámar sem tU þeirra berast aldrei verið toUskoðaðir. En sem betur fer verður breyting þar á. Þetta er al- veg meiri háttar hjá þér, Albert, og ég vona að þú standir á þínu í þessu máU. Hafðu þökk fyrir. Nú hefur Albert tekið upp harða stefnu. KASKOTRYGGINGIN REYNDIST DÝRKEYPT 3514—4528 hrlngdi: Ég varð fyrir því í fyrra að nýr bíU sem ég átti eyðUagðist hjá konunni minni. BílUnn var kaskótryggður hjá Sjóvá og ég hélt að ég fengi hann greiddan út eins og hann var metinn. En annaðkomíljós. Fyrst var dregin frá sjálfsábyrgðin. Svo var hirt aUt tryggingartímabUiö þannig að ég varö að borga aðra trygg- ingu fyrir nýjan bU. Síðan var hirt 10% af matsverði bílsins eins og hann er metinn af bUasölum. Eg hélt að þegar maður tryggir bíl þá væri það bara sjálfsábyrgðin sem kæmi tU frádráttar. En svo er það aug- lýst að kaskótryggingin bæti aUt tjón- ið, aUur bíllinn sé borgaður út. Ef viö tökum dæmi um bíl sem kostar mUlj- ón, þá eru 10% af matsverði 100.000 krónur, sjálfsábyrgðin 90.000 krónur plús tryggingin. Þarna sjá menn að þetta er fljótt að verða stór upphæð. Ég er nú búinn að keyra bíl frá því ég var 17 ára gamaU, i meira en 30 ár og aldrei hefur neitt komið fyrir mig. Svo er þaö konan mín sem verður fyrir þessu. Reikninginn sem ég fékk frá Sjóvá hef ég þráast við að borga vegna þess að mér fannst þetta svo rudda- legt. Eg þurfti að leita aðstoðar hjá lögfræðingi og þaö hefur bæst við kostnaðinn sem ég hef haft af bílnum. Reynir Þórðarson, deUdarstjóri í af- greiðsludeUd Sjóvá, hafði þetta um máUð að segja: Greiði félagið bætur fyrir algjört tjón, þ.e. bifreið greidd út, lýkur vá- tryggingunni. Vátryggingartaki á ekki rétt á endurgreiöslu er svo stendur á. Verði algjört tjón greiðir félagið raun- virði ökutækisins. Raunvirði ökutækis telst vera sú fjárhæð er þurft hefði tU kaupa á ökutækinu meö þvi verölagi er síðast var á sambærUegu ökutæki (gegn staðgreiðslu), áður en tjónið gerðist að frádreginni sjálfsáhættu við- komandi ökutækis sem vátryggingar- taki ákveður sjálfur við töku kaskó- tryggingarinnar. jafnvel Johnny Cash Tvær á höfuðborgarsvæðinu skrifa: Þegar þrír grútfúUr tónleika- þættir með Duran Duran hafa veriö sýndir getum við ekki orða bundist. Það var sýnt i beinni útsendingu frá Ameríku þar sem þeir komu fram og voru aldeilis rammfalskir. Okkur finnst tími tU kominn að sýndir verði almennUegir tónleikar með hljómsveitum eins og U2, Prince og Eurythmics, sem eru geysivinsælar núna. Það má jafn- vel vera Johnny Cash ef ekki vUl betur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.